Þrátt fyrir að aukning hefur orðið á heimafæðingum er það staðreynd að flestar fæðingar nú til dags fara fram inni á spítölum eða fæðingarheimilum landsins. Fæðing barns er oft einn af hápunktunum í lífi fólks. Í gegnum tíðina hefur aðkoma fagfólks sífellt orðið meiri og margar konur velja að fæða börn sín í öruggu umhverfi þar sem hægt er að sinna af fagmennsku hverju því sem kann að koma upp á í ferlinu. Margar fjölskyldur kjósa þó enn að fæða heima og færst hefur í aukana að fólk vill ekki neina aðkomu fagfólks, hvort sem það er mæðravernd eða við fæðinguna sjálfa.
0 Comments
Nú eru liðin um 300 ár síðan skáldið, galdramaðurinn og þjóðsagnapersónan Hallvarður Hallsson fæddist. Ævintýralegar sögur af afrekum hans, líkamsburðum og ekki síst greftrun hans, urðu til þess að enn í dag þekkja flest allir Strandamenn sögu Hallvarðs og margir hafa heitið á hann og leiði hans, sér til aðstoðar við margvísleg tilefni.
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|