Nú eru liðin um 300 ár síðan skáldið, galdramaðurinn og þjóðsagnapersónan Hallvarður Hallsson fæddist. Ævintýralegar sögur af afrekum hans, líkamsburðum og ekki síst greftrun hans, urðu til þess að enn í dag þekkja flest allir Strandamenn sögu Hallvarðs og margir hafa heitið á hann og leiði hans, sér til aðstoðar við margvísleg tilefni. Frækilegir feðgar – Fornir í skapi, slæleg kirkjusókn og |
Á þeim tíma sem Hallvarður bjó í Höfn þá þurfti hann eitt sinn að sækja hey með sleða upp á heiði. Meðan hann var við heydesina þá birtist soltinn og grimmur hvítabjörn. Hallvarður hafði lagt eggvopn sitt frá sér utan seilingar. Reif hann því meiðann undan sleðanum og tókst þannig að drepa dýrið, án þess að slasast sjálfur (Arngrímur og Helgi, 1933-1949, bls. 127-128). | Hallvarðsbúð árið 2021 |
Leiði Hallvarðs 1980, áður en legsteinn var settur upp | Haustið áður en Hallvarður lést fór hann uppí fjall og brenndi þar allar skræður sínar sem hann vildi ekki að menn kæmust í eftir sinn dag. Altalað var að Hallvarður væri engu minna fjölkunnugur en Hallur faðir hans hafði verið (Arngrímur og Helgi, 1933-1949, bls. 144). Hallvarður lést 29. maí 1799 (Guðmundur G. Jónsson, 2019, bls. 60). |
Eftir miðja 20. öldina var farið að heita meira á Hallvarð og miðað við síðustu fréttir árið 2019 virðist lítið lát vera á þeim. Margar sögur eru til af því að heitið sé á hann varðandi veður og þá ekki síst þegar veðurspá fyrir ættingjamót er slæm (Guðmundur, 2019, bls. 60). Til að halda utan um áheit á Hallvarð var stofnaður Hallvarðssjóður sem óx jafnt og þétt uppúr miðri 20. öldinni. Árið 1986 var nokkurri peningaupphæð veitt í að gera myndarlegan legstein með tilheyrandi áletrun fyrir leiði Hallvarðs. | Legsteinninn á leiði Hallvarðs sumarið 2021 |
Elsa Rut Jóhönnudóttir er búfræðingur, elliheimilisstarfskona, þriðja árs þjóðfræðinemi og andleg-strandakona.
Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.
December 2025
February 2025
January 2025
December 2024
November 2023
August 2023
May 2023
April 2023
September 2022
May 2022
April 2022
March 2022
February 2022
June 2020
May 2016
January 2016
November 2015
January 2015
May 2014
April 2014
February 2014
January 2014
December 2013
October 2013
June 2013
May 2013
February 2013