Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00 á neðri hæðinni á Café Rósenberg.
Dagskrá fundar er eftirfarandi: - Skýrsla stjórnar um liðið starfsár - Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar - Kosningar í stjórn - Ákvörðun um upphæð árgjalds komandi starfsárs - Opið fyrir umræður Samkvæmt lögum félagsins er kosið í eftirfarandi stöður á fundinum: gjaldkera, ritara og annars meðstjórnanda, auk tveggja varamanna. Allir núverandi stjórnarmenn hyggjast gefa kost á sér áfram, en önnur framboð eru velkomin. Þá er einnig kosið í stöður skoðunarmanna reikninga og ritstjórn Kredda. Ef áhugi er á því að bjóða sig fram má gjarnan senda póst á netfangið [email protected]. Laganefnd FÞÍ hefur farið í gegnum lög félagsins og skilað ábendingum sínum. Þar eru ekki lagðar fram neinar efnislegar breytingar á lögunum, en lagðar eru til orðalagsbreytingar í átt að kynhlutlausara máli. Þetta á við um lagagreinar 2., 3., 5. og 8. Hér fyrir neðan má sjá lagabreytingarnar með uppfærðu orðalagi: 2. gr. Félagar geta orðið: 1. Þau sem lokið hafa háskólaprófi, (BA-prófi hið minnsta), með þjóðfræði sem aðal eða aukagrein. 2. Þau sem hafa háskólapróf í öðrum greinum og stunda þjóðfræðirannsóknir. 3. Önnur sem stjórn telur uppfylla þær kröfur sem gera verður til háskólamenntaðra þjóðfræðinga. 3. gr. Markmið félagsins er að efla þjóðfræðirannsóknir, kynna fræðigreinina, styðja við þjóðfræðikennslu og miðlun fræðanna til almennings. Félagið stuðlar að samvinnu þeirra sem starfa við fagið og gætir hagsmuna þjóðfræðinga. Enn fremur er tilgangur félagsins að efla samstarf íslenskra þjóðfræðinga við erlent fræðafólk á sama sviði og samtök þeirra. 5. gr. Stjórn félagsins skipa fimm aðilar ... 8. gr. Stofnfélagar Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Öll þau sem skráðu sig í Félag þjóðfræðinga á Íslandi á fyrsta starfsári þess teljast stofnfélagar. Lagabreytingarnar verða teknar fyrir á aðalfundi FÞÍ þann 27. maí. Við bendum á að fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af viðburði FÞÍ á Landnámssýningunni. Við hlökkum til að sjá ykkur!
0 Comments
|
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
May 2025
|