Framundan eru allskonar fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir framundan hjá Félagi þjóðfræðinga sem okkur langar að deila með ykkur svo þið getið merkt þá í dagbækurnar sem fyrst!
Þriðjudaginn 11. mars kl. 16:00 ætlar Félag þjóðfræðinga á Íslandi að skella sér á handritasýninguna í Eddu. Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri tekur á móti hópnum og segir okkur aðeins frá sýningagerðinni inní fyrirlestrasal áður en við skoðum sýninguna sjálfa. Eftir að við erum búin að skoða sýninguna ætlum við að færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda spjallinu áfram. Athugið að það þarf að skrá sig hér: https://forms.gle/2e87Y4RTJGHHxMsb6 Þriðjudaginn 25. mars hefjast MA fyrirlestrar svo að nýju en nú í samstarfi við Borgarsögusafn sem við erum ótrúlega spennt fyrir! Fyrst á dagskrá er Ingibjörg Sædís en hún ætlar að kynna rannsóknina sína: Af Koli, Lucy og Lúkasi: Íslensk "hundamenning" í hundrað ár. Viðburðurinn fer fram á Landnámssýningunni kl. 16:00-17:00. Eftir erindið færum við okkur yfir á Rósenberg og höldum spjallinu áfram. MA fyrirlestrar, þar sem nýlegar MA ritgerðir í þjóðfræði eru kynntar verða mánaðarlega fram á vorið og verða því svipaðir viðburðir í samstarfi við Borgarsögusafn einnig í apríl og maí. Mánudaginn 7. apríl verðum við með Ethnóbíó í Eddu kl. 16:00, þá verða sýndar nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar stuttmyndir sem unnar hafa verið af þjóðfræðingum og þjóðfræðinemum. Höfundar myndanna verða einnig á staðnum og geta svarað spurningum. Nánari upplýsingar um myndarnar koma þegar nær dregur og eftir áhorfið ætlum við svo auðvitað að rölta yfir á Stúdentakjallarann til að spjalla og halda áfram að hafa gaman. Fimmtudaginn 15. maí ætlum við í þjóðfræðigöngu með Einari Skúlasyni MA nema í þjóðfræði. Þetta verður létt og skemmtileg ganga (á milli 1-2 klst) með þjóðlegum fróðleik og fjöri. Gönguleiðin verður í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og verður ákveðin út frá veðri. Við stefnum svo á að hafa grillpartý eftir gönguna (fyrir göngugarpa og aðra) ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um þetta koma einnig þegar nær dregur. Í maí fer aðalfundur félagsins einnig fram en til hans verður boðað með tveggja vikna fyrirvara, eins og kveðið er á um í lögum félagsins. Í kjölfar aðalfundarins hefur svo jafnan verið einhver skemmtun, spjall, gleði og gaman. Nú styttist líka í landsbyggðarráðstefnu, en hún mun fara fram í Þingeyjarsveit 26.-28. september 2025, í skipulagsnefnd eru Anna Karen Unnsteins og Sigurlaug Dagsdóttir og hlökkum við mikið til! Sent verður út kall eftir erindum snemma í apríl og hlökkum við til að segja ykkur betur frá því. Endilega fylgist með félaginu á Facebook síðu þess og við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest í vor!
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|