Þjóðfræðingur Mómentsins!
Í þessum lið munum við kynna til leiks þjóðfræðing mómentsins sem svarar skemmtilegum spurningum um sig.
Það má finna þjóðfræðinga á ótrúlegustu stöðum í atvinnulífinu og taka þeir einnig að sér mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni! Það verður því gaman að fylgjast með þessum lið í vetur!:)
Tökum einnig við ábendingum um góða kandidata ásamt því að hægt er að hafa samband ef þú vilt taka þátt! ;)
Það má finna þjóðfræðinga á ótrúlegustu stöðum í atvinnulífinu og taka þeir einnig að sér mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni! Það verður því gaman að fylgjast með þessum lið í vetur!:)
Tökum einnig við ábendingum um góða kandidata ásamt því að hægt er að hafa samband ef þú vilt taka þátt! ;)
Dýrfinna Guðmundsdóttir Þjóðfræðingur!
Útskriftarár: 2015
Heiti og efni lokaritgerðar:
Lengi býr að fyrstu gerð: Hvernig upplifa höfuðborgarbúar af landsbyggðinni upprunastað sinn og borgarsamfélagið?
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Ég hef mikinn áhuga á hvernig sjá má dæmi um þjóðfræði alls staðar í daglegu lífi fólks bæði í fortíð og nútíð. Hvernig fólk skilgreinir sig út frá mismunandi hópum og hvað við erum öll marglaga. Áfanginn Þjóðfræði samtímans þar sem við söfnuðum þjóðfræðidæmum úr samtímanum var einn af mínum uppáhalds áföngum.
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég starfa sem útgáfustjóri hjá IÐNÚ bókaútgáfu. Þjóðfræðin hefur nýst mér í starfi þannig að mér finnst ég hafa betri skilning á fólki og geti betur mætt þeim í samskiptum. Það að hafa þjóðfræðigleraugun alltaf uppi hentar vel þegar nýjir höfundar eða aðrir koma með erindi til útgáfunnar.
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég er ekki mjög hjátrúafull en held ég fylgi því oftast að segja 7-9-13 og banka í við til að forðast að eitthvað slæmt muni gerast. Svo þegar ég er ólétt þá forðast ég að drekka úr skörðóttum bollum/glösum.
Heiti og efni lokaritgerðar:
Lengi býr að fyrstu gerð: Hvernig upplifa höfuðborgarbúar af landsbyggðinni upprunastað sinn og borgarsamfélagið?
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Ég hef mikinn áhuga á hvernig sjá má dæmi um þjóðfræði alls staðar í daglegu lífi fólks bæði í fortíð og nútíð. Hvernig fólk skilgreinir sig út frá mismunandi hópum og hvað við erum öll marglaga. Áfanginn Þjóðfræði samtímans þar sem við söfnuðum þjóðfræðidæmum úr samtímanum var einn af mínum uppáhalds áföngum.
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég starfa sem útgáfustjóri hjá IÐNÚ bókaútgáfu. Þjóðfræðin hefur nýst mér í starfi þannig að mér finnst ég hafa betri skilning á fólki og geti betur mætt þeim í samskiptum. Það að hafa þjóðfræðigleraugun alltaf uppi hentar vel þegar nýjir höfundar eða aðrir koma með erindi til útgáfunnar.
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég er ekki mjög hjátrúafull en held ég fylgi því oftast að segja 7-9-13 og banka í við til að forðast að eitthvað slæmt muni gerast. Svo þegar ég er ólétt þá forðast ég að drekka úr skörðóttum bollum/glösum.
Auður Guðríður Hafliðadóttir Þjóðfræðingur!
Útskriftarár: 2014
Heiti og efni lokaritgerðar:
Ávallt viðbúnar kallinu, hvenær sem það kemur: Rannsókn á starfsgreinaþjóðfræði í ljósmæðrastéttinni.
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Mér finnst svo margt skemmtilegt við þjóðfræðina, en eins og ritgerðin sem ég skrifaði gefur til kynna þá finnst mér gaman að stúdera samskipti og félagslegar hefðir og líka séreinkenni íslenskrar menningar.
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Veitum og þjóðfræðin nýtist mér ekki mikið í mínu daglega starfi. Ég gæti þó þurft að hafa samband við Minjastofnun þar sem að það kemur fyrir í verkefnum sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur
að grafið er niður á minjar.
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég á erfitt með að sleppa því að segja 7-9-13, geri það alltaf svona til vonar og vara 😉
Heiti og efni lokaritgerðar:
Ávallt viðbúnar kallinu, hvenær sem það kemur: Rannsókn á starfsgreinaþjóðfræði í ljósmæðrastéttinni.
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Mér finnst svo margt skemmtilegt við þjóðfræðina, en eins og ritgerðin sem ég skrifaði gefur til kynna þá finnst mér gaman að stúdera samskipti og félagslegar hefðir og líka séreinkenni íslenskrar menningar.
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Veitum og þjóðfræðin nýtist mér ekki mikið í mínu daglega starfi. Ég gæti þó þurft að hafa samband við Minjastofnun þar sem að það kemur fyrir í verkefnum sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur
að grafið er niður á minjar.
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég á erfitt með að sleppa því að segja 7-9-13, geri það alltaf svona til vonar og vara 😉
Heiðrún Ágústsdóttir Þjóðfræðingur !
Útskriftarár: BA 2014 og MA nemi síðan 2020
Heiti og efni lokaritgerðar:
„Það bezta er börnunum ekki of gott“. Rannsókn á leikumhverfi barna á grunnskólalóðum Reykjavíkur.
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Efnismenning og þá helst matur og allt sem honum tengist 😊
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég var hótelstjóri á Hótel Hallormsstað í 10 ár þar sem að þjóðfræðin nýttist mér vel í að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Ég lærði að temja mér ákveðið sjónarhorn á lífið og að skilja hvað gerist þegar mismunandi hópar mætast. Hvort sem átti við gesti eða starfsfólk frá honum ýmsu löndum.
Síðastliðið vor skipti ég um starfsvettvang og starfa sem fangavörður í dag. Þið getið ímyndað ykkur þjóðfræðina sem þar á sér stað 😉
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég er ekki mjög hjátrúarfull en ég hræðist að brjóta spegil og trúi því að eitthvað hræðilegt gerist ef að það kemur fyrir. Ég banka reyndar alltaf í borð og segi 7-9-13 ef það á við.
Heiti og efni lokaritgerðar:
„Það bezta er börnunum ekki of gott“. Rannsókn á leikumhverfi barna á grunnskólalóðum Reykjavíkur.
Hvert er þitt áhugasvið innan þjóðfræðinnar?
Efnismenning og þá helst matur og allt sem honum tengist 😊
Við hvað starfar þú og hvernig nýtist þjóðfræðin þér?
Ég var hótelstjóri á Hótel Hallormsstað í 10 ár þar sem að þjóðfræðin nýttist mér vel í að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Ég lærði að temja mér ákveðið sjónarhorn á lífið og að skilja hvað gerist þegar mismunandi hópar mætast. Hvort sem átti við gesti eða starfsfólk frá honum ýmsu löndum.
Síðastliðið vor skipti ég um starfsvettvang og starfa sem fangavörður í dag. Þið getið ímyndað ykkur þjóðfræðina sem þar á sér stað 😉
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég er ekki mjög hjátrúarfull en ég hræðist að brjóta spegil og trúi því að eitthvað hræðilegt gerist ef að það kemur fyrir. Ég banka reyndar alltaf í borð og segi 7-9-13 ef það á við.