Dagskrá FÞÍ haustið 2022 21. september - Fræðin færð til bókar - Fyrirlestur Særúnar Lísu 14. október - Heimsókn í Ásmundarsal Vættartal 18. október - Fyrirlestraröð nýútskrifaða meistaranema 28. október - Eftirpartý Þjóðarspegilsins á Rósenberg 10. október Þjóðfræðigleraugun - Fyrirlestraröð nýútskrifaðra BA nema 24. nóvember - Snemmbúin jólagleði
Starfsárið 2018-2019 11. september - Gleðistund á Spánska barnum. 22. september - Haustferð Félags þjóðfræðinga í Íslenska bæinn. 25. september - FyrirlesturJonathan Roper kl 17:15 í Lögberg 102 27. september - Þjóðfræðigleraugun 2018 kl 17:15 í Veröld27. október - 20 ára afmælisfögnuður Félags þjóðfræðinga á Íslandi 22. nóvember - Fyrirlestrar, Katrín og Vilhelmína Jónsdóttir segja frá MA ritgerðum sínum 14. desember - Jólakósý hjá Silju 24. janúar - Gleðistund á Spánska barnum10. febrúar - Hópferð í leikhús á sýninguna Velkomin heim! 11. febrúar - Heimsókn í Þjóðdansafélag Íslands 15. febrúar - Þorrablót Fþí og Þjóðbrókar 1. mars - Tónleikar Einar Selvik 5. mars - Fyrirlestrar útskrifaðra MA nema - Jan Aksel Harder Klitgaard og Vilborg Bjarkadóttir kynna lokaverkefni sín. 4. apríl - Litla SIEF 11. maí - Fjölskyldudagur 24. maí - Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Starfsárið 2009-2010 24. ágúst 2009 - Dr. Katherine Campbell flutti erindið Scots songs through the eyes of an eighteenth-century artist, David Allan: An illustrated lecture þar sem hún fjallaði um skosk þjóðlög. Hófst klukkan 17:15 mánudaginn 24. ágúst í stofu 206 í Odda. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Aðgangur var ókeypis og öllum heimill. Dr. Katherine Campbell kennir tónlistarþjóðfræði (ethnomusicology) við keltnesku og skosku deild háskólans í Edinborg. Hún er almennur ritstjóri á upptökuröð Scottish Tradition sem tilheyrir safnageymslu School of Scottish Studies. Á meðal verka hennar eru ritin The Fiddle in Scottish Culture(2007), Songs from North-East Scotland: A Selection for Performers from the “Greig-Duncan Folk Song Collection” (2009), Burns and Scottish Fiddle Tradition (ásamt Emily Lyle, 2000) og Traditional Scottish Songs and Music (ásamt Ewan McVicar, 2001).
Starfsárið 2008-2009 3. júní 2009 - Aðalfundur FÞÍ var haldinn 3. júní kl. 16 í fundarherberginu í Odda (við hliðina á skrifstofu Terry). Fundargerð: 1. Júlíana Magnúsdóttir, formaður, gaf skýrslu um starfssemi félagsins á liðnu ári. Eydí Björnsdóttir, ritari, greindi frá gerð nýju heimasíðunnar. 2. Reikningar voru lagðir fram. 3. Vakið var máls á því að breyta 4. gr. í lögum félagsins þannig að aðalfundur þurfi ekki að fara fram í aprílmánuði heldur sé einungis gerð krafa um að hann sé haldinn árlega. Færð voru rök fyrir því að þessi tiltekni mánuður henti almennt illa og erfitt geti reynst að ná öllum saman. Tillagan var einróma samþykkt. 4. Kosið var í stjórn. Júlíana Magnúsdóttir hætti formennsku og við tók Óli Gneisti Sóleyjarson. Að auki gekk Hrefna S. Bjartmarsdóttir, gjaldkeri, úr stjórn og Þórunn Kjartansdóttir var kosin í hennar stað með fyrirvara um samþykki Þórunnar. Eydís Björnsdóttir sat áfram sem ritari. Júlíana bauð sig fram sem varamann og kom í stað Aðalheiðar Guðmundsdóttur en Terry verður varmaður áfram. 5. Önnur mál voru ekki rædd og fundi þar með slitið. 15. maí 2009 - Steinunn Guðmundardóttir flutti erindið Allir hafa skoðun á Eurovision þar sem hún kynnti niðurstöður MA ritgerðar sinnar og fjallaði um viðhorf sjónvarpsáhorfenda til söngvakeppninnar. Einnig var skoðað hvað það er við keppnina sem veldur þessum gríðarlegu vinsældum og af hverju allir virðast hafa skoðun á henni. Hófst klukkan 17:15 föstudaginn 15. maí í stofu 106 í Odda. Aðgangur var ókeypis og öllum heimill. Útdráttur: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eða Júróvisjón, eins og keppnin er oftast kölluð, er sjálfsagt með vinsælasta sjónvarpsefni sem nokkurn tímann hefur verið sýnt í Evrópu. Þrátt fyrir að hafa verið sjónvarpað í beinni útsendingu árlega frá árinu 1956, um gervalla Evrópu og víðar, virðast vinsældir keppninnar vera langt frá því að dvína. Raunar er það svo að vinsældir hennar aukast ár frá ári og er keppni sem áður fór fram á einu kvöldi milli u.þ.b. 20 þjóða orðin að þriggja kvölda glæsisýningu þar sem rúmlega 40 þjóðir berjast til sigurs, en áætlað er að árlega horfi u.þ.b. 100 milljónir manna á keppnina. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hefur keppnin það orðspor á sér að þykja fremur hallærisleg hér á landi, og víðar, og eru þeir ekki margir sem stoltir gangast við því að vera einlægir aðdáendur keppninnar. Flestir virðast hins vegar hafa ákveðna skoðun á þessari merkilegu keppni hvort sem um er að ræða aðdáendur hennar eða þá sem hreinlega þola hana ekki og allt þar á milli. Þá vaknar spurningin: Hvað er það við keppnina sem veldur þessum gríðarlegu vinsældum og af hverju virðast allir hafa skoðun á Júróvisjón? Steinunn útskrifaðist með MA gráðu í þjóðfræði frá University College Cork. 3. apríl 2009 - Annað PubQuiz ætlað þjóðfræðingum og þjóðfræðinemum var haldið á Highlander kl. 20 þann 3. apríl kl. 20:15, í ljósi þess hve vel tókst til í fyrsta sinn. Að sjálfsögðu kostaði ekkert að taka þátt og allir voru velkomnir. Sama tilboð var á barnum, bjór á 550 kr og þrjú skot á 1300 kr. Þjóðbrók, nemendafélagi þjóðfræðinema, var boðið líkt og í fyrra skiptið. Markmiðið var sem fyrr að styrkja tengsl þeirra sem áhuga háfa a þjóðfræði. Hugsanlegt er að þetta verði að reglulegum viðburði. 13. mars 2009 - Kristín Einarsdóttir bauð þjóðfræðingum í Gróttuferð. Kvöldið byrjaði á Kaffi Brons klukkan 20 og ætlunin var að fara út í Gróttu um klukkan 23:00. Fólk var hvatt til þess að taka með sér svefnpoka og gista, því ætlunin var að sitja við draugasögusprell langt fram á nótt. Fólki var ráðlagt að dusta rykið af eigin draugasögum og taka þátt í sagnaskemmtuninni, sem og að taka með sér morgunmat, næturnasl og drykkjarveigar. Meðlimir FÞÍ gátu mætt sér að kostnaðarlausu, aðrir greiddu 1000 kr. Veðurofsinn þetta kvöld var þvílíkur að hópurinn komst síðar út í Gróttu en áætlað var. Vindurinn dundi á húsinu í takt við draugasögurnar. 5. mars 2009 - Júlíana Magnúsdóttir flutti erindið Saga til næsta bæjar sem fjallaði um sagnir, samfélag og þjóðtrú sagnafólks frá austurhéraði Vestur-Skaftafellssýslu. Hófst klukkan 17:15 fimmtudaginn 5. mars í stofu 101 í Odda. Aðgangur var ókeypis og öllum heimill. Útdráttur: Efni erindisins eru helstu niðurstöður samnefnds MA verkefnis í þjóðfræði frá árinu 2008. Í verkefninu voru teknar til skoðunar um 750 sagnir 102 einstaklinga frá austurhéraði Vestur-Skaftafellssýslu, en þetta hérað gengur í dag undir heitinu Skaftárhreppur. Heimildir samanstóðu af prentuðum sögnum í þjóðsagnasöfnum 19. og 20. aldar, hljóðrituðum sögnum af segulbandasafni stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi frá seinna skeiði 20. aldar, auk hljóðritaðra sagna fengnum í viðtölum teknum á árunum 2000 og 2006. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður greiningar á sagnagerðum, sögustöðum, sögupersónum og efnistökum sagna heimildamannanna 102. Þá verður einnig sagt frá helstu einkennum þjóðtrúar og dulrænnar reynslu sem birtast í sögnunum og þróun þeirra í gegnum það tímabil sem heimildirnar spanna. Í stuttu máli leiddi rannsóknin ekki aðeins í ljós nokkur svæðisbundin sérkenni sagnahefðar og þjóðtrúar, heldur einnig mjög fjölbreytta og ólíka notkun fólks á slíkum hefðum innan þess héraðs sem rannsóknin beindist að. 27. febrúar 2009 - PubQuiz var haldið á Highlander klukkan 20 ætlað þjóðfræðingum og þjóðfræðinemum. Að sjálfsögðu kostaði ekkert að taka þátt í þjóðfræðilega pöbbkvisinu og allir voru velkomnir. Þjóðbrók, félagi þjóðfræðinema, var boðið í von um að styrkja tengsl á milli þjóðfræðinga og þjóðfræðinema.Tilboð var á barnum, bjór á 550 kr og þrjú skot á 1300 kr. Hópurinn Litlurnar vann með 13 stigum og hlutu lítil páskaegg að launum. Í öðru sæti voru Hornkerlingarnar. 11. september 2008 flutti Cliona O'Carroll erindið How's it goin' boy? - Útvarpsþættir byggðir á samfélagsdrifinni þjóðfræðasöfnun á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Háskóla Íslands. Hófst klukkan 17:15 fimmtudaginn 11. september í stofu 202 í Odda. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Aðgangur var ókeypis og öllum heimill. Útdráttur: Félagasamtökin Northside Folklore Project standa að þjóðfræðilegum rannsóknum sem eru drifin áfram af samfélaginu. Þegar Cork á Írlandi var menningarborg Evrópu árið 2005 sáu samtökin um gerð útvarpsþátta sem byggðu á slíkri þjóðfræðasöfnun og var borgin rannsökuð út frá sjónarhorni borgarbúa. Útvarpsþættirnir voru alls þrír. Þeir voru framleiddur úr fleiri en fjörtíu þjóðfræðiviðtölum sem endurspegluðu fjölbreytilegan bakgrunn og lífsreynslu fólksins frá Cork. Vinnan við verkefnið vakti upp áhugaverðar spurningar varðandi þjóðfræðirannsóknir fyrir útvarpssendingar, rannsóknir á fólksflutningum í ljósi hátíðarhalda borgarinnar og möguleika á þjóðfræðirannsóknum sem eru drifnar áfram af samfélaginu. Hægt er að lesa nánar um Cork 2005 verkefnið og hlusta á hljóðdæmi úr viðtölunum á heimasíðu Northside Folklore Project: www.ucc.ie/research/nfp.
Starfsárið 2007-2008 5. apríl 2008 var Félags íslenskra fræða með rannsóknaræfingu, í samstarfi við Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Íslenska málfræðifélagið og Sagnfræðingafélag Íslands. Rannsóknaræfingin var haldin við lok Hugvísindaþings 2008 í sal ReykjavíkurAkademíunnar, JL-húsinu v/Hringbraut. 3. apríl 2008 flutti John Lindow erindið Skáru á skíði: Völuspá 20 og örlaganornirnar á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Lindow fjallaði um 20. erindi í Völuspá og rýndi í athæfi örlaganornanna. Hófst klukkan 17:15 fimmtudaginn 3. apríl í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Mæting var góð. Útdráttur Völuspá er varðveitt í tveimur gerðum, í skinnhandritunum Konungsbók (63 erindi) og Hauksbók (59 erindi). Í báðum útgáfum eru erindi um trjádrumbana Ask og Emblu, sem hljóta lífgjöf frá guðunum og örlög frá Urði, Verðandi og Skuld. Þessi viðburður markar táknrænt upphaf mannkyns. En hvað fólst í leik nornanna með örlög mannanna? Í 20. erindi kemur fram að örlaganornirnar „skáru á skíði". Hvers konar skurð er um að ræða? Í hvað var skorið og hvar voru skurðirnir staðsettir? Lindow mun skoða hvað felst í þessu hugtaki og leita svara við þessum spurningum og fleiri svipuðum. Lindow er prófessor við Skandinavíudeildina í Berkley háskóla. Rannsóknarsvið hans felur meðal annars í sér íslenskar og norrænar fornbókmenntir, sérstaklega goðsagnir og ljóð. Hann hefur sem dæmi skrifað bækurnar Norse Mythology: A Guide to the Gods, Heroes, Rituals and Beliefs og Old Norse-Icelandic Literature: A Critical Guide. 27. mars 2088 flutti Terry Gunnell erindið Gyðjurnar í mýrunum sem fjallaði um tengsl norrænna gyðja við mýri og vötn, og af hverju mýrarfórnir í Skandinavíu virðast hafa horfið um 500 eftir Krist. Einnig var íhugað af hverju svo fá örnefni eru eftir sem styðja slík tengsl. Hófst klukkan 17:15 fimmtudaginn 27.mars í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn var fluttur á ensku. Mæting var góð. Útdráttur: Mýrarfórnir urðu almennar í Skandinavíu á bronsöld, sem var á tímabilinu 1800-500 fyrir Krist, og voru algengar um langt skeið eftir það, Um 500 eftir Krist byrjuðu fórnirnar allt í einu að færast úr jaðarsvæðum í náttúrunni þar sem byggðir áttu landamæri yfir í hallir lands- og svæðahöfðingja. Ýmislegt bendir til þess að mýrarfórnirnar tengist oft vatnagyðjum, og að í þessum gyðjum megi finna frummyndir þeirra gyðja sem birtast í seinni tíma goðafræði, eins og Frigg, Sága, örlaganornirnar, móðir Grendels í Bjólfskviðu og ef til vill Vatnafrú (Lady of the Lake) Artúrs konungs (í keltneskri trú). Breytingin sem átti sér stað í trúariðkun um 500 eftir Krist virðist endurspegla mikilvæga breytingu í valdi kynja á Norðurlöndunum sem greiddi hugsanlega leið fyrir kristnitöku. Terry er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hans eru Norræn trú og helgisiðir, skandinavískar þjóðsagnir og siðir, alþýðuleiklist og samanburðarþjóðsagnafræði. 20. febrúar 2008 var haldið þemakvöldið Þankagangur þjóðarinnar: Menning skoðuð út frá sjómannalögum og veðurþjóðtrú. Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur kynnti BA ritgerð sína Draumur hins djarfa mann sjómannalögum til gúanarokks. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur kynnti BA ritgerð sína Ský á himni og skafl í fjalli: samanburður á veðurþjóðtrú úr Skagafirði og frá Breiðafirði. Mæting var góð og umræður líflegar. 28. nóvember 2007 hélt Joonas Ahola frá Háskólanum í Helsinki fyrirlesturinn The Saga Outlaw and Medieval Iceland. Í fyrirlestrinum fjallaði Joonas um efni doktorsverkefnis síns frá þjóðfræðideild Háskólans í Helsinki, sem fjallar um útlaga í íslenskum miðaldahandritum og hlutverk frásagna af þeim á þeim tíma sem þær voru ritaðar. Ágæt mæting var á fyrirlesturinn og spunnust fróðlegar og fjörlegar umræður eftir hlé. 15. nóvember 2007 fluttu þeir David Nickel, BA í þjóðfræði og Jón Johnsen, BA í þjóðfræði fyrirlestra um efni lokaverkefna sinna í þjóðfræði. Fjölluðu bæði erindin um sögur og samtíma, en erindi Davids nefndist The Comic Book as Folklore: An Analysis through Example og fjallaði um þjóðfræðiefni teiknimyndasagna . Erindi Jóns nefndist ,,Allar sögur eru réttar um mig, ef þær eru góðar" og fjallaði um sagnir af Ólafi Ketilssyni rútubílstjóra sem mörgum er að góðu kunnur. 12. og 13. október 2007 var haldið Sigfúsarþing í minningu Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum. Dagskrá þingsins var sem hér segir: Föstudagurinn 12 .október
10.00-10.10 Setning - Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrv. þingmaður og ráðherra
10.10-12.00 Fyrirlestrar og erindi
- Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur: Sigfús á heimaslóð. - Júlíana Magnúsdóttir þjóðfræðingur: Sigfús Sigfússon: söfnun og áherslur. - Rósa Torsteinsdóttir þjóðfræðingur: Þjóðsagnapersónan Sigfús. - Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur: Munnleg saga: hvað er nú það? - Ingi Hans Jónsson sagnamaður: Sagnalistin og nútíminn.
12.00-12.30 Umræður og fyrirspurnir
12.30-13.15 Hádegisverður
13.15-17.00 Námskeið
Námskeið í sagnamennsku, fyrri hluti - Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir Námskeið um söfnun þjóðfræða - Rósa Torsteinsdóttir þjófræðingur á Árnastofnun
17.30 Söguferð á slóðir Sigfúsar undir leiðsögn Arndísar Torvaldsdóttur starfsmanns Héraðsskjalasafns Austurlands. Litið var við á Miðhúsum og ekið um Seyðisfjörð.
Kvöldverður á Hótel Öldunni.
Sigfúsarvaka í Herðubreið kl. 20.30.
Laugardagurinn 13. október
9.00- 9.30 Morgunverður á Eiðum
9.30-12.00 Námskeið um munnlega sögu og aðferðir hennar
- Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðar munnlegrar sögu
12.00-13.00 Hádegisverður
13.00-16.00 Námskeið í sagnamennsku, seinni hluti
- Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
16.00-16.30 Formleg slit
Þingið var samstarfsverkefni Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Gunnarsstofnunar, Árnastofnunar, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Miðstöðvar munnlegrar sögu. 26. apríl 2007 var aðalfundur félagsins haldinn. Helstu tíðindi urðu þau að Aðalheiður Guðmundsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins og var Júlíana Magnúsdóttir kjörin formaður í hennar stað. Rósa Þorsteinsdóttir hætti einnig í stjórninni og Bryndís Reynisdóttir var kosin í stað hennar. Hrefna S. Bjartmarsdóttir heldur áfram í stjórn og Aðalheiður Guðmundsdóttir tekur við af Kristínu Einarsdóttur sem varamaður. Önnur embætti haldast óbreytt.
Starfsárið 2006-2007 26. apríl 2007 var haldið þemakvöldið Munnleg hefð og eddukvæði. Frog, doktorsnemi við University College, London og Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fjölluðu um eddukvæði sem vitnisburð um lifandi hefð munnlegs kveðskapar. Fyrirlesarar lögðu báðir áherslu á eddukvæði, en litu þó einnig á annars konar heimildir frá norrænu menningarsvæði, sem og munnlega hefð annars staðar í heiminum til samanburðar. Þannig gáfu þeir áheyrendum innsýn í þá munnlegu hefð sem liggur að baki varðveittum eddukvæðum og eddukvæðabrotum. Aðsókn var góð og umræður miklar. 4. apríl 2007 hélt Helga Einarsdóttir þjóðfræðingur fyrirlesturinn Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar: Ímyndir og hlutverk írskra yfirnáttúrlegra kvenna sem var kynning á efni MA-ritgerðar hennar við háskólann í Cork á Írlandi. Ritgerðin ber titilinn „Healers, Warriors and Virgin Mothers: the role of Irish supernatural females“. Fyrirlesturinn fjallaði um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og breytingar þessara kvenímynda voru ræddar í menningar- og trúarlegu samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku. Áframhaldandi mikilvægi og áhrif yfirnáttúrlegra kvenna voru sérstaklega skoðuð í ljósi vinsælda Maríu meyjar í daglegu lífi og trúariðkun Íra. 30. mars 2007 var haldið málþing til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni áttræðum: Þjóðfræði og þakkarskuld. Dagskráin var sem hér segir: 13.00-14.00: Þjóðfræði og þakkarskuld Valdimar Tr. Hafstein: Inngangsorð Katla Kjartansdóttir: Fávíst barn fetar fræðimannsins braut Kristinn Schram: "Ágætt að hafa svolítinn húmor" Kaffihlé – 14.00-14.30 14.30-15.30: Að fortíð skal hyggja... Málstofustjóri: Anna Þrúður Þorkelsdóttir Jón Jónsson: Á mörkum mennskunnar: Sögur af flökkurum Marteinn Helgi Sigurðsson: Sig-Týr, hanga-Týr, farma-Týr: Skipti á nöfnum í goðakenningum Rósa Þorsteinsdóttir: Tveir dagar á Vaðbrekku í ágúst 1964: Hljóðritanir og heimildamenn Kaffihlé – 15.30-16.00 16.00-17.00: ...er framtíð skal byggja Málstofustjóri: Rúna K. Tetzschner Rakel Pálsdóttir: Keðjubréf á Internetinu Gunnella Þorgeirsdóttir: Ein mynd er á við þúsund orð: "Fótósjoppaðar" ljósmyndir sem flökkusagnir Kristín Einarsdóttir: Hvernig fannst þér skaupið? Skálað í hvítvíni í lok dags Til áttræðisþingsins efndu gamlir nemendur Jóns Hnefils Aðalsteinssonar með fulltingi Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. 22. mars 2007 var haldið þemakvöldið Kjötkássa og kelerí - líf og störf á heimavistarskólum á síðari hluta 20. aldar. Sigrún Ólafsdóttir BA í þjóðfræði kynnti lokaritgerð sína Kjötkássa og kelerí, sem byggir á minningum nemenda á Laugum í Reykjadal veturinn 1965–66. Þá kynnti Birna Kristín Lárusdóttir BA í þjóðfræði lokaritgerð sína Staðarfellsstelpurnar, þar sem hún vinnur út frá sögum um húsmæðraskólann á Staðarfelli. Þemakvöldið tókst mjög vel og urðu sérstaklega fjörugar umræður þar sem margir voru á staðnum sem gátu rifjað upp minningar frá veru sinni í heimasvistarskóla. 8. mars 2007 voru haldnir þjóðlagatónleikar í Norræna húsinu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna undir yfirskriftinni Konan. Það var FUNI – Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem fluttu þjóðlög frá Íslandi og Englandi, sungu, léku á gítar, kjöltuhörpu (kantele), langspil og íslenska fiðlu. Auk þess fylgdi myndasýning tónlistinni sem annaðhvort fjallaði um konur eða var samin af konum. Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og þóttu takast mjög vel. 1. mars2007 var haldið þemakvöldið Skaftáreldakynslóðin og samfélagið í byrjun 19. aldar – ólík afdrif Íslendinga á umbrotatímum þar sem Margret G. Björnsson og Sigrún Magnúsdóttir kynntu efni BA ritgerða sinna í þjóðfræði. Ritgerð Margretar „Sel á sandi í minnum manna“ fjallar um örlög fólks á Suðurlandi og flótta þess undan Skafáreldum, og hvernig jarðnæðisskorturinn í lok 19. aldar olli því að hjón sem áttu urmul af börnum sem tvístrað hafði verið um sveitir, tóku sér bólfestu í Auraseli, þar sem þau bjuggu fyrst í fjósinu, til að geta haft börnin hjá sér. Margret rekur söguna út frá býlinu fram til okkar tíma, segir frá fólkinu þar, örlögum þess og sögum. Hún fjallar um Ögmund Ögmundsson sem er talinn vera síðasti galdramaðurinn á landinu auk þess sem vesturfarirnar koma við sögu þar sem dóttir hjónanna í Seli fluttist til Ameríku. Ritgerð Sigrúnar ber titilinn „Föðurlandsvinurinn Hallgrímur Scheving“. Ólíkt ritgerð Margretar, fjallar ritgerð Sigrúnar um örlög og afdrif eins manns, Hallgríms Scheving (1781-1861). Hallgrímur fæddist inn í eitt mesta hörmungatímabil íslensku þjóðarinnar, en varð einn mesti lærdómsmaður sinnar tíðar. Til að meta hvaða þættir skópu manninn er sjónum beint að ætt, skólaárum og samfélagi í upphafi nítjándu aldar. Í Kaupmannahöfn drakk hann í sig strauma rómantíkur og þjóðernisvakningar og þar leyfði hann skáldgyðjunni að blómstra. Skólasveinar Bessastaðaskóla mátu hann mikils sem kennara og var Hallgrímur talinn hafa sett hvað mestan svip á þann virta skóla. Hallgrímur var mikill málvísindamaður, sem heillaðist snemma af fornbókmenntum. Alla starfsævina stritaði hann við að betumbæta íslenska tungu og safna í sarpinn orðum og orðasamböndum, fornum og nýjum. Hallgrímur safnaði og skráði þjóðfræðiefni af ýmsum gerðum. Hann rannsakaði norræna trú og forn spekikvæði, safnaði þjóðsagnaefni, útskýrði leiki og skemmtanir, sagði frá dulrænum atburðum og þýddi ævintýri frá framandi slóðum. Hann velti líka fyrir sér merkingu drauma, rúna og þjóðsagna. Hann varði allri ævinni í að forða menningarverðmætum þjóðarinnar frá glötun og elskaði allt sem íslenskt var – náttúruna, tunguna og þjóðmenninguna. 1. febrúar 2007 var haldið þemakvöld undir yfirskriftinni Sagnafólk í samtíma sínum.Ingibjörg Gestsdóttir, BA í þjóðfræði kynnti efni lokaritgerðar sinnar: „Ég byrja bara og svo kemur hitt“ og Rósa Þorsteinsdóttir, MA í þjóðfræði og starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum nefndi erindi sitt Sögukona úr Sellátri. Ingibjörg vann ritgerð sína upp úr viðtölum og rannsókn á efniviði sagnamannsins Gests Friðjónssonar. Hún skoðar vísur og frásagnir Gests og lítur á umheiminn í gegnum sögurnar, í hvaða formi sem þær eru. Rósa fjallaði um Kristínu Níelsdóttur sem fæddist árið 1910 og ólst upp í einni af hinum óteljandi eyjum Breiðarfjarðar. Sögur hennar og kvæði voru hljóðrituð á árunum 1965 til 1975. Stóran hluta af sagnasjóði sínum hefur Kristín átt frá barnæsku og þar eiga sagnir úr fjölskyldunni sér fastan stað. Þessar sagnir af forfeðrum sínum segir hún aftur og aftur. Það vekur athygli að þótt Kristín virðist hafa verið alin upp við sagnir frekar en ævintýri, hefur áhugi hennar á fullorðinsárum beinst að ævintýrum. Langflest fjalla þau um greindar og ráðagóðar stúlkur sem reynast oftast fremri karlkyns hetjunum við að ráða fram úr málum og birta með því oft á tíðum sömu lífsviðhorf og sagnirnar sem Kristín segir af formæðrum sínum. Húsfyllir varð og fjörlegar umræður eftir erindin. 11. janúar 2007 hélt Nigel Watson fyrirlestur sem hann nefndi Menningareign og munnlegar frásagnir. Þar varpaði hann fram spurningum eins og: Mega flytjendur tileinka sér frásagnir og söngva úr hvaða hefð sem er? Eru í því fólgnar gripdeildir á óáþreifanlegum menningararfi annarra eða er þess háttar tileinkun einmitt frjó rót skapandi misskilnings? Í heimi þar sem alþjóðleg valda- og viðskiptatengsl minna enn mjög á nýlendutímann krefst saga alþjóðlegra menningartengsla nánari rannsóknar sem og sambandið milli ritaðrar og munnlegrar sagnahefðar. Gerðust Hómer og Vyasa sekir um ritstuld? Eiga þýskumælandi þjóðir ríkara tilkall til þjóðsagnanna sem Grimm-bræður ritstýrðu og umbreyttu í sínu safni? Á hverju byggist slíkt tilkall? Get ég sem sögumaður frá Wales gert þess háttar tilkall til Mabinogi, hins velska sagnakvæðis?
Nigel Watson hefur starfað sem flytjandi, leikhúsmaður, tónlistarfræðingur, kennari og kennismiður hér og þar í heiminum í fjóra áratugi. Hann bjó á Íslandi 1975 og hefur sótt landið heim reglulega síðan, flutt einleiki og sagnakvæði hér og kennir nú í janúarmánuði hraðnámskeið um blústónlist og samberandi tónlistarfræði við mannfræði- og þjóðfræðiskor Háskóla Íslands. Hann er annars um þessar mundir gistikennari við háskólann í Glamorgan og er að skrifa doktorsritgerð um samband velskra trúboða á 19. öld við fólk af Khasi og Jaintia ættbálkum á Norðaustur Indlandi. 7. desember 2006 var haldið þemakvöld í húsi Sögufélagsins við Fischersund þar sem þemað var Nöfn í þjóðtrú. Svavar Sigmundsson rannsóknardósent á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flutti erindi um örnefni og þjóðtrú og Kendra Willson doktorsnemi í norrænum fræðum við Kaliforníuháskóla í Berkeley talaði um Sögur af ónöfnum. Frá Satan til Sataníu. Útdráttur Kendru: Á hverjum tíma og í hverju samfélagi eru skráðar eða óskráðar reglur um mannanöfn. Á Íslandi hefur lengi verið sterk hefð fyrir að láta börn heita í höfuðið á eða eftir ættingjum (sbr. Ólöfu Garðarsdóttur 1999). Heijnen (2005: 139-140) heldur því fram að það að vitja nafns í draumi sé aðferð (social strategy) sem gerir foreldrum kleift að víkja frá þessari hefð og koma nýjum nöfnum inn í ættina. Báðar lýsa togstreitu á milli hvatar til að nota nafngjafir til sjálfstjáningar og til að halda í gömlu hefðina og þá ætt- og þjóðrækni sem hún er talin bera vott um. Áður fyrr var það á ábyrgð presta að gæta þess að börnum yrðu ekki gefin nöfn sem samfélagið teldi óviðeigandi. Á 20. öld voru sett lög um mannanöfn (1913, 1925, 1991, 1996) og ábyrgð fyrir framkvæmd þeirra færðist frá embættismönnum kirkjunnar yfir á veraldleg yfirvöld og stofnanir (dómsmálaráðuneyti, mannanafnanefnd, hagstofu). Á sama tíma hefur breytt samfélagsmynd haft í för með sér breytingar á gildi eða vægi mannanafna. Mannanafnalögin hafa einnig tengst innflytjendamálum á Íslandi þar sem íslenskt nafn var, frá 1952 til 1996, forsenda fyrir íslenskum ríkisborgararétti. Fjallað verður um mannanöfn sem menn á Íslandi eru sagðir hafa viljað taka upp eða skíra börnin sín en sem andleg eða veraldleg yfirvöld hafa hafnað eða aðrir í samfélaginu fordæmt – frá sögunni ,,Satan vitjar nafns” (Jón Árnason 1954, II: 25-26) til nafna eins og Satanía, sem mannanafnanefnd hafnaði fyrir nokkrum árum. Orðræða tengd þessum ,,nafnaskrípum” eða ,,ónefnum” varpar ljósi á hugmyndir fólks um hlutverk foreldra og viðkomandi stofnana og jafnframt á þátt mannanafna í mótun ímyndar einstaklings og þjóðar. Hvað gerist ef nafns er vitjað sem er ekki á mannanafnaskrá, sem brýtur í bága við íslenskt málkerfi eða sem gæti orðið nafnbera til ama? Hafa huldukonunöfn skv. skilgreiningu unnið sér hefð í íslensku máli - eða menningarhelgi? Af hverju kaus Jorge Ricardo Cabrera Hidalgo að heita Eilífur Friður? 23. nóvember 2006 var haldið þemakvöld um Fatnað í fornum heimildum í húsi Sögufélagsins við Fischersund. Anna Zanchi, doktorsnemi í forníslenskum bókmenntum við University College London fjallaði um græna litinn í forníslenskum bókmenntum og velti fyrir sér hvort hann birtist þar sem náttúrulegur, yfirnáttúrulegur eða táknrænn. Fríður Ólafsdóttir ætlaði einnig að fjalla um klæðnað fyrr á öldum en hún forfallaðist vegna veikinda. Alls mættu um 30 manns á þemakvöldið og urðu fjörugar umræður um efnið eftir fyrirlestur Önnu. 4. nóvember 2006 tók félagið þátt í Rannsóknaræfingu á hausti með Félagi íslenskra fræða, Sagnfræðingafélagi Íslands, Íslenska málfræðifélaginu og ReykjavíkurAkademíunni. Samkoman var haldin í Tunglinu, Iðusölum við Lækjargötu og var boðið upp á blandað smáréttahlaðborð. Ræðumaður kvöldsins var Ævar Örn Jósepsson og Bræðrabandið lék fyrir dansi. 27. október 2006 var Sjöunda félagsvísindaráðstefna Háskóla Íslands Þjóðarspegillinn 2006 haldin af lagadeild, félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild. Þar var ein málstofan helguð þjóðfræði og fimm kennarar í greininni héldu fyrirlestra:
Gísli Sigurðsson: Mynd Íslendingasagna af Bretlandseyjum Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir: Menningararfurinn og nýlenduhyggjan - Íslenskir forngripir í dönsku safni Valdimar T. Hafstein: Sameiginleg arfleifð mannkyns Terry Gunnell: Busar, böðlar og jamberingar: Innvígsluathafnir í íslenskum framhaldsskólum Aðalheiður Guðmundsdóttir: Yfirnáttúruleg minni í Fornaldarsögum Norðurlanda 22. og 23. september 2006 var opnuð sýning og haldið málþing til heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili (1856 – 1918) í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu hans 7. ágúst 2006. Dagskráin sem bar yfirskriftina Sú þrá að þekkja og nema ... fór fram í Þjóðarbókhlöðu og stendur sýningin til 31. desember 2006.
Dagskrá sýningaropnunar 22. september: • Ávarp: Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður • Halldóra J. Rafnar: Æviferill Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili • Gunnar Stefánsson les úr Íslenskum þjóðháttum • Ragnheiður Steindórsdóttir les úr smásögum Jónasar • Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Sigurðarson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir flytja söngva úr Ævintýri á gönguför eftir J.C. Hostrup í þýðingu Jónasar • Bréf Jónasar frá Hrafnagili afhent til varðveislu í handritadeild Landsbókasafns • Jónas Rafnar Jónasson opnar sýninguna
Dagskrá málþings 23. september: Halldóra Rafnar: Jónas Jónas frá Hrafnagili: Ævi og fjölskylduhagir Terry Gunnell: Jónas í alþjóðlegu samhengi Árni Björnsson: Sporgöngumenn Jónasar Hlé Hjalti Hugason: Guðfræðingurinn og presturinn Viðar Hreinsson: Sögur af vondu fólki Rósa Þorsteinsdóttir: „Heimspeki fólksins“. Jónas og þjóðsögurnar Aðalheiður Guðmundsdóttir stýrði þinginu. Afkomendur Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Félag þjóðfræðinga á Íslandi, Mannfræði- og þjóðfræðiskor Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, Guðfræðideild Háskóla Íslands, Minjasafnið á Akureyri, Héraðsskjalasafnið á Akureyri, Amtsbókasafnið á Akureyri og Þjóðminjasafn Íslands höfðu samvinnu um verkefnið. Styrktaraðilar voru Björg Rafnar og Össur Kristinsson, VISA Ísland og Háskólasjóður. 6. maí 2006 var haldið málþing um ævintýri í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi undir yfirskriftinni Einu sinni var... Málþingið fór fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og stigu þar á svið ýmsir fræðimenn í þeim tilgangi að gefa áheyrendum innsýn í hin fjölbreytilegustu rannsóknarefni sem tengjast íslenskum ævintýrum. Málþingið var tileinkað minningu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar, fyrrum sérfræðings á Árnastofnun, sem m.a. safnaði ævintýrum og rannsakaði. Í tengslum við málþingið var einnig sett upp örsýning á munum og bókum sem tengjast ævinýrum á einhvern hátt, skráningu þeirra, útgáfu og rannsóknum. Málþingið var afar vel sótt og tókst vel í alla staði. Dagskráin var sem hér segir: 13.00 Setning 13.05 Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur: Nokkur orð um Hallfreð Örn Eiríksson 13.15 Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur: Sagan upp á hvern mann. Ævintýri og sagnafólk 13.45 Roald Eyvindsson, MA í bókmenntafræði: Fegurð og fláræði: Kynímyndir í ævintýrum Charles Perrault og Grimms-bræðra 14:15 Kristín Unnsteinsdóttir, forstöðumaður námsvers Ártúnsskóla: Fjórar sagnakonur úr Fljótshlíð. Samanburður á menningarlegum, félagslegum og sálfræðilegum þáttum í bakgrunni þeirra 14.45 Kaffihlé 15.15 Baldur Hafstað, prófessor við KHÍ: Bláskeggur og Loðinbarði 15.45 Aðalheiður Guðmundsdóttir, stundakennari við HÍ: „Legg ég á og mæli um“ 16.15 Ásdís R. Magnúsdóttir, dósent í frönsku við HÍ: Íslensk ævintýri í Frakklandi 16.45 Málþingslok. 4. apríl 2006 var aðalfundur félagsins haldinn. Valdimar Tr. Hafstein var kjörinn skoðunarmaður reikninga, sem var eina breytingin á embættum innan félagsins. Þá var ákveðið að hækka árgjaldið til þess að bæta fjárhaginn. Að aðalfundi loknum, hélt Dr. Einar G. Pétursson fróðlegt erindi sem hann kallaði „Samtíningur um særingar“. Rúmlega 20 manns voru viðstaddir og urðu miklar og líflegar umræður að erindinu loknu.
Starfsárið 2005-2006 4. mars 2006 var hin árlega landsbyggðarráðstefna haldin í Keflavík. Mjög góð þátttaka var í ráðstefnunni og tókst hún afar vel í alla staði. 22. febrúar 2006 hélt Adriënne Heijnen, doktor í mannfræði frá háskólanum í Árósum, fyrirlesturinn Dreaming sharing in Iceland. Some findings from a PhD study. Fyrirlesturinn fjallaði um rannsókn höfundar á draumum Íslendinga, en vettvangsrannsóknir voru framkvæmdar í Hrunamannahreppi, Reykjavík og á Akureyri á árunum 1994–2000. Útdráttur: Dreams, Réne Descartes argued, are no sources of knowledge, because knowledge can only be generated through the exercise of the intellect, which occurs during conscious thought. Looking at conceptions of dreaming in Icelandic society this perspective is challenged. Through the activity of dreaming, people are thought to have the possibility to render the world transparent, as Tim Ingold has put it. This means that dreamers do not withdraw from the world but engage with it, so they can see into the world with a clarity and vision impossible in ordinary life. In this way, the dream serves as an important source of knowledge on events of the past, the present and the future. The perspective that views dreaming as a way of knowing can be traced in Iceland in the written sources through a period of thousand years. This does in no way mean that we are dealing with a static tradition. Major changes can be traced in the ways dreams have been and are narrated and interpreted, and in which social contexts they are used. Moreover, this way of looking at dreams coexists in Icelandic society with other theories on what the dream is and can do. My presentation will discuss how knowledge is generated through dreaming and dream narration and how different knowledge traditions coexist in Icelandic society. 16. febrúar 2006 voru haldnir þjóðlagatónleikar í Norræna húsinu. Þar fluttu þau Bára Grímsdóttir (söngur og kantele) og Chris Foster (söngur og gítar) þjóðlög frá Íslandi og Englandi. Bára Grímsdóttir söngkona og tónskáld hefur um langt árabil verið flytjandi íslenskra þjóðlaga og kvæðalaga. Hún ólst upp við kveðskap og söng foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Þegar fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur gerðust foreldrar hennar félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór Bára jafnan með þeim á fundi og í sumarferðir félagsins. Bára hefur sérstakan áhuga á rímum og kvæðalögum en hefur einnig kynnt sér hinn fjölbreytilega þjóðlagaarf liðinna alda, bæði veraldlegan og trúarlegan. Hún hefur sungið með Sigurði Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurðssyni og þjóðlagahópnum Emblu og komu þau fram á tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu, Norður Ameríku og Kína. Chris Foster ólst upp í Somerset á Suðvestur-Englandi. Þar heyrði hann fyrst ensk þjóðlög sungin og leikin og þar hóf hann tónlistarferil sinn. Hann hefur í þrjá áratugi komið fram á tónleikum víða á Bretlandseyjum, Evrópu og Norður-Ameríku og skapað sér sess sem frábær flytjandi enskrar þjóðlagatónlistar. Með sínum sérstaka stíl flytur hann m.a. söngva um rómantík, galdra, morð, áfengi, ástina, hjúskaparbrot og klæðskiptinga. Hvert lag er sérstök saga. Chris er fær gítarleikari sem galdrar fram næmar og vel gerðar gítarútsetningar sem falla vel að lögunum sem hann syngur án þess að ofskreyta þau. Á undanförnum árum hefur hann verið eftirsóttur sem undirleikari í upptökum hjá ýmsum tónlistarmönnum. Það var í október árið 2000, þegar Bára söng á Baring-Gould hátíðinni í Devon á Englandi, að hún og Chris hittust fyrst. Síðan þá hafa þau unnið að því að flétta saman hið sérstaka tónmál íslensku laganna við hinn enska stíl, þar sem leikið er á gítarinn í mismunandi opnum stillingum. Útkoma þessarar samvinnu er vægast sagt heillandi. Síðastliðin 4 ár hafa Bára og Chris komið fram á ýmsum hátíðum, tónleikum og í útvarpi á Íslandi, Englandi, Skotlandi, Írlandi, Belgíu og Bandaríkjunum. Í júní 2004 gáfu þau út geisladiskinn Funi og hafa fengið mikið lof fyrir hann. 12. janúar 2006 stóð félagið fyrir tónleikum í Norræna húsinu þar sem skoski sekkjapípuleikarinn og þjóðfræðingurinn Gary West lék á sekkjapípur og flautur og söng. Góð aðsókn var að tónleikunum og heppnuðust þeir ákaflega vel. Enda er Gary West talinn einn besti sekkjapípuleikari Skotlands og hefur komið fram á virtustu tónlistarhátíðum Evrópu og Norður-Ameríku. 30. nóvember 2005 var haldið þemakvöld í Sögufélagshúsinu þar sem fjallað var um þemað Grös og grasalækningar. Fyrirlesarar vor tveir. Vilmundur Hansen sem talaði nokkuð almennt um plöntur og nytjar á þeim bæði hér og erlendis í fyrirlestri sínum „Grasnytjar.“Fyrirlestur Oddnýjar E. Magnúsdóttir bar yfirskriftina „Fjallagrös, matur og menning“ og kynnti hún með honum BA-ritgerð sína í þjóðfræði. 15. nóvember 2005 hélt Ingunn Ásdísardóttir fyrirlesturinn „Ólík örnefni, ólíkar gyðjur. Um Frigg og Freyju í norrænum örnefnum.“ Ingunn útskrifaðist með MA-próf í þjóðfræði sl. vetur og var fyrirlesturinn byggður á einum kafla úr MA-ritgerð hennar, sem fjallar um rætur Friggjar og Freyju. Ingunn lagði áherslu á að örnefni geti haft mikilsvert heimildagildi á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði átrúnaðar í heiðnum sið. Hún fjallaði um norræn forn örnefni en þau geta t.d. gefið upplýsingar um dýrkun heiðinna goða á Norðurlöndum, útbreiðslu hennar og hugsanlega styrk og átrúnað einstakra goða á mismunandi stöðum. Athyglinni var einkum beint að nöfnum vanagoðanna þriggja, ásamt nafni Friggjar, í þeim tilgangi að skoða hvernig örnefni sem tengjast þessum goðum geta varpað ljósi á gyðjurnar tvær, Frigg og Freyju, rætur þeirra, átrúnað á þær og útbreiðslu hans. 1. nóvember 2005 hélt Dr. Ezekiel Alembi fyrirlesturinn „Escorting the Dead with Song and Dance: Funeral Poetics among the Abanyole of Western Province, Kenya.“ Dr. Alembi var hér í boði Háskóla Íslands, og hélt fyrirlestraröð um samfélag, stjórnmál og leiklistarhefð í Kenya, auk þess að ræða um jarðafararsiði Abanyole fólksins fyrir félagið og mannfræði- og þjóðfræðiskor. Hann er dósent í bókmenntafræði í Kenyatta háskólanum í Nairobi, Kenya, og skrifaði doktorsritgerð um munnlega hefð í Kenya við háskólann í Helsinki. Hann hefur rannsakað Abanyole jarðarfarar-kveðskap, umfjöllun um afríska list, munnlegan kveðskap barna og notkun munnlegra heimilda í endursköpun sögu Afríku. 19. október2005 var haldið þemakvöld í Sögufélagshúsinu þar sem fjallað var um gömul vinnubrögð. Guðrún Helgadóttir og Kristján Eiríksson sögðu frá félaginu Búálfum, sem er hópur fólks sem hefur áhuga á að viðhalda gömlum vinnubrögðum og málfari sem tengist þeim. Guðrún sagði fyrst frá félaginu og starfsemi þess, en það hefur staðið fyrir ýmsum þemadögum á Hólum í Hjaltadal og þar í nágrenni. Kristján sagði síðan frá slætti og heyskap, sýndi verkfæri og rifjaði upp orð og orðtök sem tengjast þeim verkum. Eftir hlé urðu fjörugar umræður þar sem mönnum kom saman um að nauðsynlegt væri að varðveita þekkingu á vinnubrögðum gamla sveitasamfélagsins ásamt orðfæri sem þeim tengist og er mismunandi frá einum hluta landsins til annars. 12. október 2005 flutti sagnameistarinn og leikarinn Nigel Watson sögur úr velska sagnasafninu Mabinogi undir fyrirsögninni Epic Celtic. Mabinogi („Sögur af æskunni“) er dramatískt sögusafn frá miðöldum. Sögurnar voru skráðar af munkum í Wales, en höfðu fram að því gengið í munnmælum velskrar sagnahefðar í allt að því 1000 ár. Í sögunum sameinast goðafræði og þjóðsagnahefð, það sem gæti hafa gerst og það sem ætti að hafa gerst, og mikilfenglegar frásagnir birtast eins og fyrir tilstilli galdra; hið ólíklega blandast hinu ótrúlega, gamanleikurinn við hina sérstæðu keltnesku þrá eftir návígi við yfirnáttúruleg öfl – öfl sem eru samofin lífi okkar og þó á sama tíma ósnertanleg... Nigel Watson er Wales-búi sem hefur starfað sem atvinnusagnaþulur/leikari í yfir 40 ár. Hann hefur skemmt víðs vegar og við fjölbreyttar aðstæður: Á Bretlandi hefur hann komið fram í félagsheimilum lítilla þorpa jafnt sem Royal Festival Hall í London, og við 40 ára afmælisfagnað Þjóðaróperu Wales; auk þess hefur hann skemmt vítt og breitt um heiminn, allt frá Kjarvalsstöðum til hofa á Balí og afrískra þorpa, frá söfnum í Tékkóslóvakíu til mexíkóskra hátíða. Nigel hefur staðið fyrir átta klukkustunda uppákomum í Georgíu, en einn eftirminnilegasti atburður á ferli hans er næturlangur flutningur á MABINOGI fyrir framan þúsundir áhorfenda í þorpum Indlands – með aðstoð túlks og gjallarhorns. Nigel lítur á Ísland sem annað heimili sitt, enda er hann hér reglulega gestkomandi. 27. september 2005 hélt þjóðfræðingurinn Kristinn H.M. Schram fyrirlestur sem hann nefndi Munnleg frásögn og sjálfsmyndir í hversdagsmenningu nútímans. Fyrirlesturinn byggðist á MA-ritgerð Kristins, en hann lauk prófi frá Edinborgarháskóla á síðasta ári og stundar nú doktorsnám við sama skóla. 14. september 2005 var haldið þemakvöld í Sögufélagshúsinu sem bar yfirskriftina Jólin nálgast – eða hvað? Fyrirlesarar voru Vilborg Davíðsdóttir og Árni Björnsson. Vilborg kynnti BA-ritgerð sína í þjóðfræði: „Þrettánda í jólum þá fer allt af stað“: Rannsókn á þrettándasiðnum á Þingeyri og öðrum áþekkum grímu- og heimsóknasiðum á Íslandi, en hún fékk verkefnisstyrk Félagsstofnunar stúdenda fyrir hana síðastliðið vor. Árni ræddi aftur á móti um uppruna og þróun vísunnar „Upp á stól stendur mín kanna“. Um tuttugu manns mættu og eftir kaffihlé sköpuðust fjörugar og skemmtilegar umræður. 3.-5. júní 2005 var hin árvissa landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélags Íslands haldin á Eiðum í samvinnu við heimafólk og bar að þessu sinni yfirskriftina Erlend áhrif á Íslandi - Austurland í brennidepli. 18. maí 2005 var aðalfundur haldinn í húsi Sögufélagsins við Fischersund. Á fundinum var kosin ný stjórn og er hún nú skipuð þannig: Aðalheiður Guðmundsdóttir er formaður, Rósa Þorsteinsdóttir ritari og Hrefna S. Bjartmarsdóttir gjaldkeri. Varamenn eru Kristín Einarsdóttir og Terry Gunnell, en skoðunarmenn reikninga Gísli Sigurðsson og Ögmundur Helgason.
Starfsárið 2004-2005 9. mars 2005 var haldið sagnakvöld á Kaffi Sólon. Þar fóru sagnamaðurinn Bjarni Harðarson og kvæðamaðurinn Jón Ólafsson á kostum í kveðskap og sögum af þeim félögum og fermingarbræðrum: Gunnari á Hlíðarenda, Guðna Ágústssyni, Birni í Mörk og Ólafi Ketilssyni. Fjölmenni var á staðnum þótt ekki sæust þar margir félagar í þjóðfræðingafélaginu. 3. febrúar 2005 hélt Katla Kjartansdóttir fyrirlesturinn Þjóðminjasöfn og mótun þjóðernisímyndar á vegum félagsins og Félagsvísindadeildar HÍ. Katla hefur nýlokið MA námi í þjóðernisrannsóknum við háskólann í Edinborg. Í fyrirlestrinum sem byggður var á lokaritgerð hennar fjallaði hún almennt um hlutverk þjóðminjasafna þegar kemur að mótun sjálfsmyndar þjóðarinnar og leitaði m.a. svara við því hvort þjóðminjasöfn hafi enn slíku hlutverki að gegna nú í upphafi 21. aldar. Þá skoðaði hún grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands í þessu samhengi og rýndi í hvernig íslensk þjóðernismynd birtist og er jafnframt mótuð þar í samræðu milli framleiðenda, viðtakenda og hins sjónræna texta. Fjölmargir áheyrendur voru viðstaddir og sköpuðust fjörugar umræður um efnið. Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Sagnfræðingafélags Íslands Menning og mannlíf við ströndina var haldin á Stokkseyri og Eyrarbakka 22. maí 2004. 20. apríl 2004 var aðalfundur félagsins haldinn í húsi Sögufélagsins. Eins og lög gera ráð fyrir var kosið í embætti félagsins en eina breytingin var sú að Valgerður Guðmundsdóttir lét af störfum sem gjaldkeri og Helga Einarsdóttir var kosin í stjórn í hennar stað.
Starfsárið 2003-2004 11. mars 2004 var haldið sagnakvöld. Félagar úr þjóðfræðingafélaginu sögðu sögur en aðalsögumaður kvöldsins var Bjarni Harðarson draugafræðingur og þjóðfræðinemi. 15. janúar 2004 var haldin kvöldvaka í húsi Sögufélagsins. Þar kynntu þjóðfræðingarnir Helga Einarsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir lokaritgerðir sínar. Ritgerð Helgu heitir Sagan af sofendunum sjö. Uppruni sögunnar, þróun og ólík birtingarform en ritgerð Valgerðar heitir Konur sem blóta. Gyðjur og hofgyðjur á Íslandi í norrænum sið. Að vanda var fámennt en góðmennt og skemmtilegar og áhugaverðar umræður spunnust að loknum erindum. 13. nóvember 2003 var hið árlega Ókindarkvöld haldið í Iðnó. Timothy Tangherlini, prófessor í þjóðfræði við háskólann í Kaliforníu, Los Angeles (UCLA), kynnti og sýndi heimildamynd um upphaf pönksins í Suður-Kóreu. Erpur Eyvindarson rappaði og Steindór Andersen kvað, Sigurður Atlason kvað niður draug og Hilmar Örn Hilmarsson sá um undirleik hjá þeim öllum. Hljómsveitin Dys flutti m.a. Ókindarkvæði og Ómennskukvæði í pönkuðum búningi og hljómsveitin Changer flutti dróttkvæði á sinn einstaka ,,harðkjarna" hátt. 11. nóvember 2003 hélt Karen Bek-Pedersen, doktorsnemi í þjóðfræði við háskólann í Edinborg fyrirlesturinn "Valhalla: Mythological Narrative in Modern Danish Comic Books".Fyrirlesturinn fjallaði um birtingu norrænna goð- og hetjusagna í teiknimyndabókum eins og þeim sem Íslendingar þekkja undir nafninu Goðheimar. Karen Bek-Pedersen kynntist norrænni goðafræði við lestur teiknimyndasagna í æsku, og lauk nýlega MSc ritgerð um keltneskt áhrif á goðsögnina um dauða Baldurs í School of Scottish Studies í háskólanum í Edinborg. Nú leggur Karen stund á fleiri samanburðarrannsóknir á keltneskum fræðum og hinum norrænu. 28. október 2003 hélt Timothy Tangherlini, prófessor í þjóðfræði við háskólann í Kaliforníu, Los Angeles (UCLA), fyrirlestur sem hét "Duborg: Beer, Immigration and Popular Media in Denmark". Timothy Tangherlini er vel þekktur meðal þjóðfræðinga vegna rannsókna sinna á sagnahefð nútímans, kynþáttafordómum í fjölmiðlum og þjóðsagnasöfnun Evald Tang Kristensens í Danmörku. Auk þess að kenna í UCLA, hefur hann kennt í háskólunum í Berkeley, Harvard og Kaupmannahöfn. 28. -29. júní 2003 var gengið um Kjalveg hinn forna, en sú hefð er að skapast meðal verðandi og verandi þjóðfræðinga að fara slíka ferð á hverju ári. Ferðin hefst við skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi og endar í Þjófadölum, sem eru um það bil 10 km suður af Hveravöllum. Ferðin tekur tvo daga, gist er eina nótt í skálanum í Þverbrekknamúla. Eins og allir vita sem eitthvað þekkja þjóðfræðiefni Íslendinga er mikil og lifandi draugatrú á þessum slóðum. Þarna urðu Reynistaðarbræður úti og í skálanum í Hvítárnesi er magnaður draugur sem lætur ekki nokkurn ókvæntan karlmann í friði, reki hann þar inn nefið. Ferðin var farin undir stjórn formannsins sjálfs, Kristínar Einarsdóttur - sjá frásögn hér. Hin árlega landsbyggðarráðstefna var haldin á Akureyri 29. maí - 1. júní 2003 og þótti takast ákaflega vel. Samkvæmt breytingum á lögum félagsins á aðalfundi í október 2002 var haldinn aðalfundur í apríl 2003. Kristinn H.M. Schram lét þá af störfum sem gjaldkeri og var Valgerður Guðmundsdóttir kosin í stjórn félagsins í hans stað.
Starfsárið 2002-2003 27. mars 2003 var haldið sannkallað Ókindarkvöld í Iðnó. Þar komu fram rappararnir Vivid Brain og Bangsi, pönkrokkhljómsveitin Dys og tónlistarmennirnir Sigurður Flosason og Pétur Grétarson. Þessir tónlistarmenn eiga það sameiginlegt að vinna, hver á sinn hátt, úr íslenskri þjóðlagahefð. Aðalfundur var haldinn 31. október 2002. Kosin var ný stjórn og voru helstu breytingar þær að Rósa Þorsteinsdóttir lét af störfum sem formaður og í hennar stað var kosin Kristín Einarsdóttir. Þá var samþykkt sú breyting á lögum félagsins að aðalfundur skuli haldinn að vori en ekki hausti. Eftir aðalfundarstörfin hélt Valdimar Tr. Hafstein erindi þar sem hann fjallaði um þjóðfræði samtímans.
Starfsárið 2001-2002 Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2002 var haldin kvöldvaka. Bergrós Kjartansdóttir sagði frá lokaritgerð sinni sem fjallar um sjálfa kvöldvökuna í íslenska bændasamfélaginu. Hún hafði ævisögur að aðalheimild og fjallaði meðal annars um víðtækt menntunargildi kvöldvökunnar. Þá sagði Berglind Ósk Kjartansdóttir frá ritgerð sinni sem fjallar um áhrif heiðins siðar og kristinnar trúar á ímynd hrafnsins á Íslandi frá fornu fari til nútímans. 13. - 14. apríl2002 var hin árlega landsbyggðarráðstefna haldin á Kirkjubæjarklaustri í samvinnu félaganna tveggja og Kirkjubæjarstofu. Þema ráðstefnunnar, Baráttan við náttúröflin, var skoðað frá ýmsum hliðum eins og dagskráin ber með sér. 3. apríl 2002 hélt Dr. Emily Lyle frá Edinborgarháskóla fyrirlesturinn Interpreting Jól and other transition points in the year þar sem hún sagði frá hugmyndum sínum um árshátíðir frumstæðra manna og forn tímakerfi. 21. mars 2002 hélt John McKinnell frá enskudeild Háskólans í Durham fyrirlestur um ástarsambönd Óðins í norrænum goðsögnum. 28. janúar 2002 hélt Jóan Pauli Joensen prófessor við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn fyrirlestur um brúðkaupssiði í Færeyjum. Fyrirlesturinn var á vegum Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. 16. janúar 2002 varð Árni Björnsson þjóðháttafræðingur 70 ára. Til heiðurs honum héldu Félag þjóðfræðinga, Félag íslenskra safnmanna og safna og Þjóðminjasafn Íslands málþing um stöðu og möguleika þjóðháttafræða á Íslandi á bóndadag, föstudaginn 25. janúar. Til fróðleiks fer hér á eftir dagskrá ÁRNAMESSU: Kl. 13.30 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður setur þingið. 13.40 Þórður Tómasson. Þankar um þjóðhætti. 14.00 Jóan Pauli Joensen prófessor. Nordisk etnologi. Set fra Færöerne. Umræður 15.00 Kaffi og kleinur. Guðni Franzson og Tatu Kantomaa leika á klarinett og harmoniku. 15.30 Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Upphaf þjóðháttarannsókna á Íslandi. 16.00 Hallgerður Gísladóttir. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands. Staða og framtíðarhorfur. 16.30 Terry Gunnel lektor í þjóðfræði. Frá bændum til busa: Staða og framtíðarhorfur í kennslu og rannsóknum í þjóðháttafræði við Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Þór Magnússon fv. þjóðminjavörður. Um kvöldið var síðan haldið Þorrablót (ÁRNABLÓT) í Sunnusal Hótel Sögu. Veislustjóri var Jón Böðvarsson. 29. nóvember 2001 var sagnakvöld í húsi Sögufélagsins. Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur kynnti bók sína, Kötturinn í örbylgjuofninum, og las upp úr henni. Auk þess sögðu félagar í Þjóðfræðingafélaginu og aðrir viðstaddir ýmiskonar sögur. Sérstakir gestir voru sagnamennirnir Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði og Sigurður Atlason galdramaður af Ströndum og fóru þeir báðir á kostum, hvor á sinn hátt. Aðalfundur félagsins var haldinn 18. október 2001. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flutti Jón Börkur Ákason erindi um B.A. ritgerð sína Svipir manna og dýra. Rannsókn á sögnum sem heimildum um sýnir fólks fyrr og nú.
Starfsárið 2000-2001 Hin árlega landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi var haldin 25. - 27. maí 2001 undir yfirskriftinni "Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð." Þar var fjölbreytt dagskrá og þótti ráðstefnan heppnast afar vel. 26. apríl 2001 kynnti Kristinn H.M. Schram lokaritgerð sína á kvöldvöku. Ritgerðin ber titilinn "...eins og stirðnað lík", og fjallar um sagnaflutning fyrr og nú í félags- og menningarlegu samhengi. 22. mars 2001 var haldin kvöldvaka þar sem Katla Kjartansdóttir og Unnur Steingrímsdóttir kynntu lokaverkefni sín. Katla sagði frá rannsókn sinni á andláts- og útfararsiðum á Íslandi á 20. öld, þar bar hún slíka siði á fyrri hluta aldarinnar saman við sambærilega siði og viðhorf í samtímanum. Ritgerð Unnar fjallar um persónulega trúarmótun fimm íslenskra kvenna. Rannsóknin byggir á djúpviðtölum og leitast höfundur við að skilgreina hvaða þættir í lífshlaupi og umhverfi kvennanna höfðu áhrif á trúarþróun þeirra og heimsmynd. 6. nóvember 2000 var aðalfundur Félags þjóðfræðinga haldinn í Skólabæ. Þar bar helst til tíðinda að John Lindow hélt magnaðan fyrirlestur fyrir tæplega 30 gesti fundarins um ástir manna og huldukvenna í skandinavískum þjóðsögum. Þá má nefna að formannaskipti urðu á fundinum, Rósa Þorsteinsdóttir tók við sem formaður félagsins af Jóni Jónssyni.
Starfsárið 1999-2000 13. september 2000, var haldinn fyrirlestur um þjóðlagatónlistarhefðir í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum í Árnagarði á vegum Félags þjóðfræðinga. Þar flutti Dr. Katherine Campbell erindi sem nefnist: The Traditional Music and Song of Scotland. Hún kemur frá norð-austur Skotlandi og er nú Research Fellow við School of Scottish Studies í háskólanum í Edinborg. Hún er meðritstjóri 8. bindis af Greig-Duncan Folk Song Collection, sem er eitt aðalsafn þjóðlagasöngva frá norð-austur Skotlandi, og rannsakar um þessar mundir verk skoska skáldsins Robert Burns í tengslum við fiðlutónlist. 8. september 2000 komu til landsins góðir gestir, þegar stjórn Norræna þjóðfræðasambandsins (NNF) hélt stjórnarfund hér á landi. Málstofa um þjóðfræði var haldin í Lögbergi og fluttu þrír stjórnarmenn erindi. Marit Hauan frá Noregi talaði um 17. aldar prestinn Petter Dass og sjálfsmynd og samtímaumræðu í Norður-Noregi. Else Marie Kofod frá Danmörku talaði um rannsókn sína á hefðum, brúðkaupssiðum og þróun hugmynda um ástina. Þá talaði Inger Lövkrona frá Lundi í Svíþjóð um rannsóknir sínar á ofbeldi í ljósi kynferðis og menningarbundinna þátta. Í framhaldinu voru pallborðsumræður undir stjórn Gísla Sigurðssonar sem er í stjórn NNF. Þar ræddu fyrrnefndir fræðimenn um stöðu þjóðfræðinnar og námsleiðir á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, ásamt Valdimar Tr. Hafstein, John Lindow, Ulriku Wolf-Knuts, Bengbte Gullveig Alver og Lauri Haarvilahti frá Helsinki.. Uppákoman var á vegum NNF, Félagsvísindadeildar HÍ og Árnastofnunar. 28. maí 2000 tóku þjóðfræðingar virkan þátt í Opnum Háskóla sem var haldinn í tengslum við Menningarborgina Reykjavík. Ein dagskráin bar yfirskriftina Huliðsheimar Reykjavíkur og mættu þar fjölmargir áheyrendur og hlustuðu á þjóðfræðingana flytja mál sitt, öfugt við sumar aðrar dagskrár á Opnum Háskóla. Fyrirlesarar voru þjóðfræðingarnir Terry Gunnell, Valdimar Tr. Hafstein, Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson. Auk þeirra hélt Erlendur Haraldsson sálfræðingur erindi. Margir gestir tóku síðan þátt í stórskemmtilegri rútuferð um álfabyggðir í Reykjavík þar sem Valdimar Tr. Hafstein var leiðsögumaður. 14.-16. apríl 2000 var haldin gríðarlega vel heppnuð ráðstefna í Skagafirði í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og heimamenn. Hún bar yfirskriftina Íslendingar á faraldsfæti. Nánar er fjallað um ráðstefnuna annars staðar á vefnum. Leitast er við að hafa þessar ráðstefnur þverfaglegar og af félögum í Félagi þjóðfræðinga héldu Símon Jón Jóhannsson og Jón Jónsson erindi. Ráðstefnan var tekin upp af RÚV og gerðir 2 útvarpsþættir úr efninu. 7. mars 2000 hélt danski þjóðfræðingurinn Carsten Bregenhøj fyrirlestur um þjóðbúningasiði í Árnagarði. Erindið bar yfirskriftina: Masks in Action - Nordic Christmas Mumming, og fjallaði um dulbúningasiði á Norðurlöndum. Carsten starfar nú sem forstöðumaður þjóðháttadeildarinnar í Vasa í Finnlandi. Hann skrifaði bókin Helligtrekongersløb på Agersø (1974), sem er brautryðjandaverk á sviði rannsókna á þjóðsiðum í félagslegu samhengi. Síðastliðin tuttugu ár hefur Carsten rannsakað og kvikmyndað slíka dulbúningasiði. Á fyrirlestrinum sýndi hann brot úr tveimur nýlegum heimildamyndum um jólabúningasiði barna í Noregi og Svíþjóð. 27. janúar 2000 var haldin kvöldvaka í Odda þar sem kynnt voru lokaverkefni í þjóðfræði við HÍ. Björk Bjarnadóttir talaði um rannsóknir sínar á djöflinum og Hulda Sigurdís Þráinsdóttir ræddi um þjóðtrú tengda árabátaútgerð við suðurströndina. Fjölmargir mættu á svæðið og umræður urðu líflegar. 21. janúar 2000 var opnuð í ReykjavíkurAkademíunni sýning á verkum Birgis Andréssonar myndlistarmanns. Sýningin ber yfirskriftina Annars vegar fólk og samanstendur af myndum af fjölmörgum karakterum Íslandssögunnar. Félögum í Félagi þjóðfræðinga var boðið til opnunarinnar og Jón Jónsson og Rósa Þorsteinsdóttir fluttu þar erindi um íslenska förumenn. 9. desember 1999 hélt hinn virti og víðkunni þjóðfræðingur Bengt af Klintberg fyrirlestur í Norræna húsinu fyrir Félag þjóðfræðinga. Erindið bar yfirskriftina: Contemporary legends: some research problems. Um 20 manns mættu á málþingið, en hann hélt síðan annað erindi fyrir almenning um tengd efni um kvöldið: Folksagner förr och nu. 11. nóvember 1999 var aðalfundur Félags þjóðfræðinga haldinn í Skólabæ. Að fundarstörfum loknum hélt Jón Hnefill Aðalsteinsson erindi og sagði frá nýjum rannsóknum sínum á kristnitökunni.
Starfsárið 1998-1999
2. október 1999 var haldin heilsdags ráðstefna með yfirskriftinni Safnamál og fræði í Viðey, í samvinnu við Sagnfræðingafélag Íslands og staðarhaldara í eynni. Bærilega tókst til, þótt flestir sem þingið sátu væru sammála um að mikið efni hefði verið lagt undir á stuttum tíma. Meðal fyrirlesara var Terry Gunnell sem bar saman stöðu sögusýninga og minjasafna hér á landi og erlendis. Borgarskjalasafn bauð til veglegrar móttöku að málþingi loknu, þar sem menn glöddust saman, ræddu málin og skemmtu sér hið besta. 13. september 1999 hélt danski fræðimaðurinn Mette Skougaard fyrirlestur um ævisögur og þjóðfræðirannsóknir á vegum félagsins. Skougaard er cand. mag. í sagnfræði og þjóðfræði (etnologi) frá Kaupmannahafnarháskóla. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um notkun á ævisögum til að skrá heimildir um flóttamenn og innflytjendur í Danmörku og hvernig hentugt er að miðla efni af þessu tagi á söfnum. 28. júlí 1999 hélt Félag þjóðfræðinga kvöldvöku í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar þar sem Valdimar Tr. Hafstein og Merrill Kaplan héldu erindi og kynntu rannsóknir sínar. Merrill, sem er þjóðfræðingur frá Harvard, flutti fyrirlesturinn: Að flytja rúnasteina. Þar greindi hún umræðu í munnmælasögum og lærðum ritum um íslenska rúnasteina og flutning þeirra. Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræðingur frá HÍ og Berkeley flutti fyrirlestur sem hann nefndi: Þjóðsögur, anatómía og grasafræði: Um lífræn myndhvörf og líkingamál í kenningum þjóðfræðinga. Í fyrirlestrinum fólst einskonar afbygging á kenningasmíð og greining á mælskulist fræðimanna. Þar var ennfremur fjallað um rannsóknir á hugmyndasögu. 14. maí 1999 var haldin kvöldvaka þar sem kynnt voru lokaverkefni í þjóðfræði við HÍ. Ingibjörg Thorarensen og Birna M. Sigurðardóttir voru með framsögur, Ingibjörg kynnti ritgerð sína um kvennakirkjuna og Birna sagði frá rannsóknum sínum á hreinlæti Íslendinga á fyrri öldum. Uppákoman tókst afar vel og líflegar umræður urðu um efnið að loknum framsögum. 1.-2. maí 1999 var haldið stórt málþing á Ísafirði undir yfirskriftinni: Menningarsaga á Íslandi, Vestfirðir í brennidepli. Málþingið var haldið í samvinnu heimamanna, Félags þjóðfræðinga og Sagnfræðingafélagsins. Af félagsmönnum héldu þarna erindi Ólína Þorvarðardóttir, Jón Jónsson og Rakel Pálsdóttir. Ráðstefnan var tekin upp af RÚV og útvarpsþáttur gerður úr efninu. Á Ísafirði var gríðarlega gaman og var í framhaldinu ákveðið að endurtaka leikinn. 30. október 1998 var Félag þjóðfræðinga stofnað á fundi sem haldinn var í Skólabæ. Á fundinum flutti Bo Almqvist erindi um þjóðfræðirannsóknir á Írlandi. Jón Hnefill og Almqvist voru kjörnir heiðursfélagar Félags þjóðfræðinga. Jón Jónsson var kjörinn formaður félagsins.