|
Þjóðfræði fæst við allt mögulegt, allt sem tengist fólki á einn eða annan hátt. Hið nýja og gamla, íslenska og erlenda, hversdaginn og hátíðisdaga og allt þar á milli.
Við bjóðum ykkur velkomin á þjóðfræði.is! Hér má finna upplýsingar um allt mögulegt sem viðkemur þjóðfræði á Íslandi. Þjóðfræðiefni og tenglar á áhugaverðar síður, viðburði, fréttir, viðtöl, myndir úr þjóðfræðinni og upplýsingar um Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Hér má líka finna vefritið Kreddur, þar sem birtar eru greinar tengdar þjóðfræði. |
|
Gandur er tölvupóstlisti Félags þjóðfræðinga.
Allir geta sent tilkynningar um áhugaverða viðburði á póstlistann á [email protected] Það eina sem er nauðsynlegt að gera er að skrá netfang í "Your email address" og ýta svo á "Subscribe". |
|
Hvað: Þorrablót þjóðfræðinga
Hvenær: Föstudaginn 31. janúar kl. 18:00 Hvar: Akóges salnum |
Dýrfinna GuðmundsdóttirÉg starfa sem útgáfustjóri hjá IÐNÚ bókaútgáfu. Þjóðfræðin hefur nýst mér í starfi þannig að mér finnst ég hafa betri skilning á fólki og geti betur mætt þeim í samskiptum. Það að hafa þjóðfræðigleraugun alltaf uppi hentar vel þegar nýjir höfundar eða aðrir koma með erindi til útgáfunnar. |
Skynjun einstaklinga á návist framliðinna - Kristín Dögg Kristinsdóttir og Þórunn Valdís ÞórsdóttirÍ viðtölunum kom fram að það er misjafnt hvernig fólk upplifir að einhver framliðinn sé nálægt þeim. Helmingur einstaklinganna hafði séð framliðna með eigin augum. Þau sem ekki sáu framliðna með berum augum skynjuðu þá með öðrum hætti. Þau ýmist heyrðu í þeim eða fundu lykt sem hafði fylgt viðkomandi í lifandi lífi. Sumir hins vegar sáu engan, fundu enga lykt, heyrðu ekkert og gátu einungis gefið þá skýringu að þau fyndu það á sér að einhver væri nálægt þeim. |
|
VEGVÍSIR
|
|
|
|