|
Þjóðfræði fæst við allt mögulegt, allt sem tengist fólki á einn eða annan hátt. Hið nýja og gamla, íslenska og erlenda, hversdaginn og hátíðisdaga og allt þar á milli.
Við bjóðum ykkur velkomin á þjóðfræði.is! Hér má finna upplýsingar um allt mögulegt sem viðkemur þjóðfræði á Íslandi. Þjóðfræðiefni og tenglar á áhugaverðar síður, viðburði, fréttir, viðtöl, myndir úr þjóðfræðinni og upplýsingar um Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Hér má líka finna vefritið Kreddur, þar sem birtar eru greinar tengdar þjóðfræði. |
Gandur er tölvupóstlisti Félags þjóðfræðinga.
Allir geta sent tilkynningar um áhugaverða viðburði á póstlistann á gandur@hi.is Það eina sem er nauðsynlegt að gera er að skrá netfang í "Your email address" og ýta svo á "Subscribe". |
Hvað:
Hvenær: Hvar: |
Jón Þór PéturssonÉg þvæ mér alltaf um hendurnar áður en ég fer í skriflegt próf. Það er fyrst núna á kórónutímum sem það breytist úr að vera furðulegt yfir í að vera ábyrgt og skynsamlegt. |
Harðindi, heilsubrestur og lækningaaðferðir: Gluggað í dagbók frá 19. öld - Jón Jónsson og Eiríkur ValdimarssonDagbókarritarinn upplifði sjaldan ró eða öryggi í tilveru sinni, hversdagurinn var snúinn og erfiður. Raunar eru lýsingar Jóns á slíku í dagbókinni stundum umfram það sem gengur og gerist í sambærilegum dagbókum 19. aldar. Þrátt fyrir sífellda ótíð og veikindi er frekar óalgengt að finna í slíkum bókum tilfinningaþrungnar lýsingar á vanmætti fólks gagnvart erfiðum aðstæðum. |
Í apríl óskum við sérstaklega eftir hvers kyns hugleiðingum eða greinastúfum sem tengjast sjúkdómum, lækningaaðferðum, ótta, innilokun og leiðindum í tilefni samkomubanns og orsökum þess.
Nánari upplýsingar um Bárur má finna með því að smella hér
|