Innsent efni á Kreddum skiptist í tvo flokka, annars vegar Bárur og hins vegar Brim, nánari lýsingu á flokkunum má finna hér fyrir neðan. Tekið er við greinum á netfanginu [email protected] og er öllum frjálst að senda inn, hvort sem um er að ræða nemendur, fræðafólk eða áhugafólk, svo fremi að efnið tengist þjóðfræði. Engar kröfur eru gerðar um lengdarmörk en til viðmiðunar má hafa 500-2000 orð. Hikið ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.
Bárur - Hugleiðingar eða pistlar
Hver sem er getur sent inn hugleiðingu eða pistil í Kreddur svo fremi sem efnið tengist þjóðfræði á einn eða annann hátt.
Hér er til dæmis hægt að senda inn hugleiðingar um þjóðfræði efni, málefni líðandi stundar, ferðablogg frá þjóðfræðiráðstefnum, pistla um rannsóknir og verkefni og fleira.
Reglulega er nýtt þema í Bárum og er þá sérstaklega óskað eftir hugleiðingum og pistlum því tengdu. Þemað er þó einungis leiðbeinandi, öllum er frjálst að senda inn efni sem ekki tengist þemanu.
Ekki er nauðsynlegt að heimildaskrá fylgi hugleiðingum eða pistlum, þó er mælst til þess að vísað sé til heimilda þar sem það á við.
Málfar skal vera vandað.
Að minnsta kosti ein mynd skal fylgja hugleiðingum og pistlum.
Ein setning um höfund skal fylgja pistlum og hugleiðingum.
Ritstjórn Kredda mun yfirfara hugleiðingar og pistla og áskilur sér rétt til að hafna efni sem ekki rímar við ritstjórnarstefnu Kredda.
Brim - Greinar
Hver sem er getur sent inn grein í Kreddur svo fremi sem efnið tengist þjóðfræði á einn eða annann hátt.
Greinar í Kreddum eru til viðmiðunar 500-2000 orð.
Ritstjórn mun yfirfara greinar og senda ábendingar um það sem má betur fara. Ritstjórn mun gera tillögu að styttingu greinar ef tilefni þykir.
Málfar skal vera vandað og vísa skal í heimildir eftir því sem við á.
Höfundar skulu notast við APA eða MLA heimildakerfin.
Að minnsta kosti ein mynd skal fylgja hverri grein.