Þjóðfræði fæst við allt mögulegt, allt sem tengist fólki á einn eða annan hátt. Hið nýja og gamla, íslenska og erlenda, hversdaginn og hátíðisdaga og allt þar á milli.
Við bjóðum ykkur velkomin á þjóðfræði.is! Hér má finna upplýsingar um allt mögulegt sem viðkemur þjóðfræði á Íslandi. Þjóðfræðiefni og tenglar á áhugaverðar síður, viðburði, fréttir, viðtöl, myndir úr þjóðfræðinni og upplýsingar um Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Hér má líka finna vefritið Kreddur, þar sem birtar eru greinar tengdar þjóðfræði. |
Gandur er tölvupóstlisti Félags þjóðfræðinga.
Allir geta sent tilkynningar um áhugaverða viðburði á póstlistann á [email protected] Það eina sem er nauðsynlegt að gera er að skrá netfang í "Your email address" og ýta svo á "Subscribe". |
Hvað: Þorrablót þjóðfræðinga
Hvenær: Föstudaginn 31. janúar kl. 18:00 Hvar: Akóges salnum |
Dýrfinna GuðmundsdóttirÉg starfa sem útgáfustjóri hjá IÐNÚ bókaútgáfu. Þjóðfræðin hefur nýst mér í starfi þannig að mér finnst ég hafa betri skilning á fólki og geti betur mætt þeim í samskiptum. Það að hafa þjóðfræðigleraugun alltaf uppi hentar vel þegar nýjir höfundar eða aðrir koma með erindi til útgáfunnar. |
Fjöltyngi og sjálfið - Stefanía Anna RúnarsdóttirAð mínu mati er fjöltyngi mjög áhugavert en of lítið rannsakað fyrirbæri. Áhugi minn á fjöltyngi liggur aðalega í áhrifum þess á tjáningu. Aukið upplýsingaflæði og betri samgöngur hafa gert fólksflutninga á milli landa og menningarsvæða auðveldari. Stríð og óeirðir fjölga líka flóttafólki í heiminum. Allt leiðir þetta til fjölmenningarlegra samfélaga og fjöltyngis. Áhugi minn liggur innan þess hvernig fjöltyngi mótar manneskjuna, samskipti hennar við aðra og tjáningu menningar almennt. |
VEGVÍSIR
|
|
|