Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Að drepast eða drepast úr hlátri: Hlutverk húmors í bataferli fíkla - Sóley Björk Guðmundsdóttir

6/16/2013

0 Comments

 
Picture
Hlátur er lífsnauðsynlegt fyrirbæri og aldrei jafn mikilvægur og þegar að lífið er erfitt. Flestir kannast líklega við hvernig smávægilegustu hlutir vekja hlátur þegar aðstæður eru spennuþrungnar og erfiðar. Það eru þó sjálfsagt ekki margir sem leiða hugann að því hversu mikilvægur þessi hlátur, sem vaknar svo auðveldlega, er til að takast á við erfiðleika. Með honum losnar spenna, við slökum á og lífið verður aðeins auðveldara. Þetta á sérstaklega við þegar brandarinn beinist að erfiðleikunum sjálfum, eins og kreppubrandararnir sem voru sagðir um og eftir hrun. Íslenska bankakerfið hrundi eins og spilaborg, þjóðin var á hausnum og verð á flestum vörum hækkaði upp úr öllu valdi. Það var í sjálfu sér alls ekkert fyndið við þessar aðstæður, en samt sem áður gengu skopmyndir og kreppubrandarar eins og eldur í sinu um netheima. Þetta var vissulega erfiður tími og mikil spenna byggðist upp, og um hana losaði fólk svo með því að gera grín að aðstæðum. Á sama hátt og íslenska þjóðin tókst á við hrunið takast óvirkir fíklar á við það sem þeir gerðu af sér í neyslu og neysluna allmennt, eins og viðmælandi BA ritgerðar sem þessi grein er byggð á segir:


Read More
0 Comments

    Kreddur

    Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    January 2030
    December 2022
    October 2022
    March 2021
    January 2021
    April 2020
    July 2014
    March 2014
    November 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Almenningssamgöngur
    Bragðarefur
    Brögð Og Ráðagerðir
    Dýrlingar
    Efnismenning
    Fagurfræði Hversdagsins
    Hátíðisdagar
    Heimsmynd
    Húmor
    Jón Árnason
    Kveðskapur
    Kvöldvökur
    Menningararfur
    Morgunverk
    Netmiðlar
    Norræn Trú
    Safnafræði
    Siðir
    Söfn
    Upprunasagnir
    Venjur
    þjóðhættir
    þjóðsagnafræði

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband