Hvað eiga sjálfsfróun í sturtunni, að lesa á meðan maður kúkar (eins undarlegt og það er að vilja sitja í eigin fnyk lengur en nauðsynlegt er) og grátbólgin augu í kjölfar rifrildis sameiginlegt? Ekkert af þessu birtist á ljósmyndum sem fanga eiga hversdagsleikann en að undanförnu hefur gengið yfir sérstakt hversdagsmyndaátak á fésbókinni. Þar gefur að líta fólk að borða hamborgara í þynnkunni, sem andstæða við hvítvínið og humarinn kvöldið áður, og sundföt á ofni að lokinni sundlaugarferð. Og auðvitað er stutt í fordæminguna á þessum myndum, til dæmis mynd af skeið sem óvart var sett í gafflahólfið, sem augljóslega á að undirstrika hversu skelfilega hallærislegt það er að gangast við svona áskorun. Gegnum myndirnar tekst fólk samt á við hugtakið hversdagsleiki, veltir fyrir sér og skilgreinir það með vali sínu á myndefni. Myndirnar tjá hvaða hlutir og atferli skuli fá að birtast en um leið fellur annað í skuggann, aðrir hversdagslegir hlutir sem fólk vill af einhverjum ástæðum ekki endilega deila með umheiminum. Með öllum þessum hversdagsmyndum er þannig ekki aðeins verið að fanga hversdagsleikann heldur einnig að skapa hann.
1 Comment
Ég skrifa stundum um söfn. En það er af því að það er megin starf mitt þessa dagana að hugsa um söfn. Innan greinarinnar, safnafræði, er ógrynni lesefnis en þegar ég fletti almennum dagblöðum og tímaritum finn ég nær engar umræður um söfn og safnamál. Þá virðist engu máli skipta hvort það eru erlendir fjölmiðlar eða íslenskir, mjög lítið er fjallað um söfn fyrir utan fréttatilkynningar markaðsfulltrúa um opnanir nýrra sýninga, gjafir eða meiriháttar breytingar á húsnæði. Svo virðist sem söfn, þá sértaklega menningarminjasöfn, nái ekki inn á radar fjölmiðla. Og þótt mörg söfn séu vel sótt þá mættu þau vera mun betur notuð. Hvers vegna? Eru söfn svona hundleiðinleg?
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|