Pistill frá 2020 um niðurstöður smárannsóknar sem þá var gerð á vegum Þjóðfræðistofu
Það er ys og þys í desember og undirbúningur jólanna stendur sem hæst. Nóg er að gera og verkefnin sem þarf að sinna eru ótalmörg. Það þarf að finna og kaupa viðeigandi jólagjafir fyrir fjölskyldu og vini og koma þeim til skila, senda jólakveðjur og sækja jólatré. Heima þarf að skreyta, þrífa og skúra, undirbúa matarhátíðina miklu, baka og elda, pakka inn gjöfum, skipta um rúmföt og gera fínt. Jólin eru dálítið eins og leiksýning þar sem þarf að halda um ótal þræði og undirbúa ólíka verkþætti vandlega. Ekkert má verða útundan, áður en tjöldin eru dregin frá og hátíðin hefst. Þjóðfræðingar hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu útbjuggu fyrir jólin 2020 dálitla netkönnun um siði og venjur fólks í tengslum við undirbúning jólanna og deildu henni eingöngu á Facebook. Uppátækið var mest til gamans gert, en undir niðri bjó löngun til að komast að því hvort miklar breytingar séu að verða á jólahefðum nú á tímum. Ekki var lögð nein sérstök áhersla á breytingar vegna Covid, þótt auðvitað hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnir haft veruleg áhrif á jólahaldið þetta ár, einkum varðandi alla viðburði og samkomur í aðdraganda jólanna sem féllu niður að mestu. Spurt var um kyn, aldur og búsetu í krossaspurningum og síðan voru sjö fjölþættar spurningar um ákveðnar hliðar jólaundirbúnings og jólahalds með opnum svarglugga. Ekki var beðið um nafn svarenda.
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|