Ýmissa tíma upprunasagnir: Dagbók úr námskeiðinu „ferðir og sögur“ - Benný Sif Ísleifsdóttir11/25/2013 „Kva´etta, kva´etta?“ Eða „hvað er þetta?“ er fyrsta spurningin sem flest börn bera fram; aftur og aftur og aftur, endalaust… Börn eru fróðleiksfús og þyrstir í þekkingu á umhverfi sínu og aðstæðum – og það er þeirra sem eldri eru að veita svör við þeim spurningum er leita á huga ungviðisins – hvort sem þeir hafa svörin á hreinu eður ei. Áhugi á umhverfinu, lífinu og tilverunni eldist þó, sem betur fer, af fæstum; það er sammannlegt að vilja skýra og skilja heiminn og allt sem í honum er. Í þeirri viðleitni að átta sig á aðstæðum sínum og umhverfi hafa í gegnum tíðina orðið til ýmsar skýringa- og/eða upprunasagnir. Í upplýsinga- og tæknivæddri tilveru sem við nú byggjum er hægt að skýra flest tilbrigði lífs og náttúru með vísindalegum hætti, en af einhverjum ástæðum þekkjum við ennþá ýmsar sagnir sem skýra tilveruna fyrir okkur með öðrum hætti en vísindalegum.
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|