Ég skrifa stundum um söfn. En það er af því að það er megin starf mitt þessa dagana að hugsa um söfn. Innan greinarinnar, safnafræði, er ógrynni lesefnis en þegar ég fletti almennum dagblöðum og tímaritum finn ég nær engar umræður um söfn og safnamál. Þá virðist engu máli skipta hvort það eru erlendir fjölmiðlar eða íslenskir, mjög lítið er fjallað um söfn fyrir utan fréttatilkynningar markaðsfulltrúa um opnanir nýrra sýninga, gjafir eða meiriháttar breytingar á húsnæði. Svo virðist sem söfn, þá sértaklega menningarminjasöfn, nái ekki inn á radar fjölmiðla. Og þótt mörg söfn séu vel sótt þá mættu þau vera mun betur notuð. Hvers vegna? Eru söfn svona hundleiðinleg?
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|