Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Bárur

1/1/2030

0 Comments

 
Picture
Undirbúningur jólanna: Hefðir og breytingar Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson
Picture
APA heimildakerfið
Eva Þórdís og Snjólaug

Picture
Hlaðvarpið Þjóðhættir
​Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir
​
Picture
„Tannpínu var stundum reynt að lækna með kjaftshöggi“
Dagrún Ósk Jónsdóttir
Picture
Hversdagsleikinn
​Jón Þór Pétursson
Picture
Stór gulur bíll, lítill blár bíll
Eva Þórdís Ebenezersdóttir
Picture
Valentínusardagurinn
​Fjóla Guðmundsdóttir
Picture
Kvöldstemmur
Fríða Björk Ólafsdóttir
​
Picture
Morgunverkin
Ólöf Anna Jóhannsdóttir​
Picture
Ævintýrin sem oft vilja gleymast
​Andri Guðmundsson
Picture
Eru söfn leiðinleg?
​Arndís Bergsdóttir
Picture
Ýmissa tíma upprunasagnir
​Benný Sif Ísleifsdóttir
​
Picture
Að drepast eða drepast úr hlátri
​Sóley Björk Guðmundsdóttir
0 Comments

Undirbúningur jólanna: Hefðir og breytingar - Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson

12/22/2022

0 Comments

 
Picture
Pistill frá 2020 um niðurstöður smárannsóknar sem þá var gerð á vegum Þjóðfræðistofu
 
Það er ys og þys í desember og undirbúningur jólanna stendur sem hæst. Nóg er að gera og verkefnin sem þarf að sinna eru ótalmörg. Það þarf að finna og kaupa viðeigandi jólagjafir fyrir fjölskyldu og vini og koma þeim til skila, senda jólakveðjur og sækja jólatré. Heima þarf að skreyta, þrífa og skúra, undirbúa matarhátíðina miklu, baka og elda, pakka inn gjöfum, skipta um rúmföt og gera fínt. Jólin eru dálítið eins og leiksýning þar sem þarf að halda um ótal þræði og undirbúa ólíka verkþætti vandlega. Ekkert má verða útundan, áður en tjöldin eru dregin frá og hátíðin hefst.
 
Þjóðfræðingar hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu útbjuggu fyrir jólin 2020 dálitla netkönnun um siði og venjur fólks í tengslum við undirbúning jólanna og deildu henni eingöngu á Facebook. Uppátækið var mest til gamans gert, en undir niðri bjó löngun til að komast að því hvort miklar breytingar séu að verða á jólahefðum nú á tímum. Ekki var lögð nein sérstök áhersla á breytingar vegna Covid, þótt auðvitað hafi samkomutakmarkanir og sóttvarnir haft veruleg áhrif á jólahaldið þetta ár, einkum varðandi alla viðburði og samkomur í aðdraganda jólanna sem féllu niður að mestu. Spurt var um kyn, aldur og búsetu í krossaspurningum og síðan voru sjö fjölþættar spurningar um ákveðnar hliðar jólaundirbúnings og jólahalds með opnum svarglugga. Ekki var beðið um nafn svarenda.

Read More
0 Comments

APA heimildakerfið: Skráning sérstakra heimilda

10/24/2022

2 Comments

 
Picture
APA-legar heimildir og tilvísanir sem eru sérstaklega hannaðar fyrir þjóðfræðinga hafa verið uppfærðar og aðlagaðar til að falla að 7. og nýjustu útgáfu af APA heimildakerfinu. Eins og þið kæru þjóðfræðingar vitið mæta vel þá fellur þetta ágæta heimildakerfi ekki alltaf að okkar þörfum. Auk þess sem við gerum ýtarlegri kröfur um tilvísanir í heimildir en almennt er krafist innan kerfisins. Í APA-heimildakerfinu er þess t.d. ekki krafist að blaðsíðutal heimildar sé skráð í tilvísun nema um sé að ræða beina tilvísun. Innan þjóðfræðinnar er aftur á móti gerð sú krafa að skrá blaðsíðutal heimildar í tilvísunarsvigann. 

Við undirritaðar fórum á stúfana og höfðum samband við nokkrar stofnanir sem geyma gögn sem við þjóðfræðingar notumst iðulega við í okkar gagnaöflun til að fá þá í lið með okkur og samræma skráningu á þessum sérstöku heimildum sem falla illa að APA-kerfinu. Í meðfylgjandi skjali finnið þið nýjustu uppfærslu af „sérstökum“ heimildaskráningum sem voru unnar í samvinnu við starfsfólk þessara stofnana. 

Við mælum með að þið vistið þetta ágæta skjal hjá ykkur og nýtið ykkur uppfærsluna við skráningu heimilda í skrifum ykkar. APA kerfið er lifandi vera sem er í stöðugri þróun og reglurnar ekki meitlaðar í stein heldur er þetta staðan eins og hún er í dag. Við munum gera okkar besta til að uppfæra og viðhalda okkar sérstöku tilvísunum eftir því sem APA-veran þróast, þroskast og dafnar. 

Nálgást má skjalið hér:
apa_Þjóðfræðiáherslur_og_þarfir_2022.pdf

Eva Þórdís Ebenesardóttir, doktorsnemi í þjóðfræði
Snjólaug G. Jóhannesdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði og kennari í Vinnulagi

2 Comments

Hlaðvarpið Þjóðhættir - Dagrún Ósk Jónsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir

3/8/2021

1 Comment

 
Picture
Nú þegar allir og ömmur þeirra eru komnir með hlaðvarp var augljóst að þjóðfræðin gat ekki látið sitt eftir liggja. Hlaðvarp er auðvitað frábær miðill fyrir hvers konar fróðleik og skemmtun og tilvalið að segja frá áhugaverðum verkefnum í þjóðfræði á slíkum vettvangi.   
 
Við, Dagrún og Vilhelmína, erum sérlega áhugasamar um rannsóknir í þjóðfræði og finnst mikilvægt að vekja athygli á fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem þjóðfræðingar taka sér fyrir hendur. Þegar við duttum niður á hugmyndina að búa til hlaðvarp var ekki aftur snúið, þó við þrætum ekki fyrir að hafa gripið tilbreytingu frá doktorsverkefnunum okkar fegins hendi. Undirbúningurinn gekk því bæði hratt og vel fyrir sig en við fengum lánað upptökutæki lengst norður á Ströndum og röðuðum upp fyrstu viðmælendum.  
 
Eftir að hafa legið undir feldi í nokkra daga gáfum við þáttunum nafnið Þjóðhættir. Þættirnir eru birtir í hlaðvarpsveitu Kjarnans en við höfum átt mjög ánægjulegt samstarf við þau. Fyrsti þátturinn fór í loftið þann 1. desember 2020 og birtast nýir þættir vikulega. 


Read More
1 Comment

„Tannpínu var stundum reynt að lækna með kjaftshöggi“ - Dagrún Ósk Jónsdóttir

1/28/2021

1 Comment

 
Picture
​Flestir hafa einhverntíma upplifað þann sársauka sem fylgir því að vera með tannpínu. Í dag eru ótal tannlæknar starfandi á Íslandi sem hjálpa okkur að lina sársaukann og laga það sem er að hrjá okkur, en þannig var það ekki alltaf. Í lok 19. aldar voru tannskemmdir einn algengasti kvillinn sem hrjáði fólk á Íslandi, en það var ekki fyrr en árið 1947 sem fyrstu tannlæknarnir útskrifuðust frá Háskóla Íslands (Vilmundur Jónsson, 1942: 13; Guðni Jónsson, 1961: 112). Fyrir þann tíma höfðu þó einhverjir lært erlendis. Fyrstu tannlæknarnir settust að í Reykjavík og var mjög kostnaðarsamt fyrir fólk utan af landi að leita sér aðstoðar þeirra. Fólkið bjó því sjálft yfir allskonar lausnum til að losa sig við þennan leiða verk eða leitaði til annarra lækna í sinni sveit og tóku alþýðulæknar þess tíma oft að sér að reyna að lina þjáningar þess (Jón Steffensen, 1990: 120).

Read More
1 Comment

Þemað í Bárum

4/1/2020

3 Comments

 
Picture
Þetta misserið óskum við sérstaklega eftir hvers kyns hugleiðingum eða pistlum sem tengjast sjúkdómum, lækningaaðferðum, ótta, innilokun og leiðindum í tilefni samkomubanns og orsökum þess. ​
​* Athugið að þemað er aðeins leiðbeinandi, öllum er frjálst að senda inn Bárur sem ekki tengjast þemanu.
3 Comments

Hversdagsleikinn - Jón Þór Pétursson

7/24/2014

1 Comment

 
Picture
Hvað eiga sjálfsfróun í sturtunni, að lesa á meðan maður kúkar (eins undarlegt og það er að vilja sitja í eigin fnyk lengur en nauðsynlegt er) og grátbólgin augu í kjölfar rifrildis sameiginlegt? Ekkert af þessu birtist á ljósmyndum sem fanga eiga hversdagsleikann en að undanförnu hefur gengið yfir sérstakt hversdagsmyndaátak á fésbókinni. Þar gefur að líta fólk að borða hamborgara í þynnkunni, sem andstæða við hvítvínið og humarinn kvöldið áður, og sundföt á ofni að lokinni sundlaugarferð. Og auðvitað er stutt í fordæminguna á þessum myndum, til dæmis mynd af skeið sem óvart var sett í gafflahólfið, sem augljóslega á að undirstrika hversu skelfilega hallærislegt það er að gangast við svona áskorun. Gegnum myndirnar tekst fólk samt á við hugtakið hversdagsleiki, veltir fyrir sér og skilgreinir það með vali sínu á myndefni. Myndirnar tjá hvaða hlutir og atferli skuli fá að birtast en um leið fellur annað í skuggann, aðrir hversdagslegir hlutir sem fólk vill af einhverjum ástæðum ekki endilega deila með umheiminum. Með öllum þessum hversdagsmyndum er þannig ekki aðeins verið að fanga hversdagsleikann heldur einnig að skapa hann.
​


Read More
1 Comment

Valentínusardagurinn: Valentínus víða um heim - Fjóla Guðmundsdóttir

3/17/2014

1 Comment

 
Picture
Valentínusardagurinn kemur ár hvert með fargani rósa og hjartalaga gjafa. Daginn þennan þekkjum við helst í gegnum bandarískar kvikmyndir þar sem konur eiga á hættu að fá kvíðakast ef þær eru einar á þessum mikilvæga degi.

​Því við tengjum jú flestöll Valentínusardaginn við Bandaríkin, ekki satt? Við fussum sum yfir þessum Bandaríska sið sem virðist festa stöðugri rætur hér á Íslandi með hverju árinu sem líður. En hvað vitum við í raun um þennan dag, fyrir utan það sem dynur á okkur úr bandarískum miðlum? Hvað er fólk að gera á degi Valentínusar víðs vegar í heiminum?
​


Read More
1 Comment

Morgunverkin: Smá leikur í tíma. Um morgunverkin í íslenska sveitasamfélaginu - Ólöf Anna Jóhannsdóttir

3/4/2014

1 Comment

 
Picture
Ég vakna við vekjaraklukkuna í símanum mínum, snúsa þrisvar áður en ég ákveð að fara fram úr. Hlunkast inn á klósett og pissa meðan ég plokka stírurnar úr augunum. Fer í heita sturtu og þvæ mér með með sápu og sjampói. Heilaþokan minnkar aðeins meðan heita vatnið vekur vöðvana og skilningarvitin. Fer úr sturtunni þurrka mér með hreinu handklæði, tannbursta, set svitalyktareyði undir handakrikana og hendist svo í hrein nærföt og sokka. Vel mér svo föt úr fataskápnum. Er í stuði fyrir kjól, leggings og angórupeysu. Þegar ég er búin að klæða mig fer ég aftur inn á bað og set á mig andlitskrem, smá meik, létt sólarpúður, maskara og gloss. Fer svo inn í eldhús og set kaffi og vatn í kaffikönnuna og kveiki á henni. Fæ mér morgunkorn í skál og helli ískaldri mjólk úr fernu útá. Fæ mér líka einn banana með. Kveiki á Ipadinum mínum og les Morgunblaðið í Mogga appinu. Borða morgunmatinn meðan ég hef áhyggjur af ástandinu í heiminum og hlæ að stjörnuspánni minni. Helli svo nýlöguðu kaffinu í bleikan stálbrúsa og set hann í töskuna mína ásamt nesti dagsins. Þegar ég er að klæða mig í úlpuna og skóna hef ég enn ekki hugmynd um hvernig veðrið er úti. Ég fer bara í úlpuna af því það var kalt í gær.
​

Read More
1 Comment

Ýmissa tíma upprunasagnir: Dagbók úr námskeiðinu „ferðir og sögur“ - Benný Sif Ísleifsdóttir

11/25/2013

0 Comments

 
Picture
„Kva´etta, kva´etta?“ Eða „hvað er þetta?“ er fyrsta spurningin sem flest börn bera fram; aftur og aftur og aftur, endalaust… Börn eru fróðleiksfús og þyrstir í þekkingu á umhverfi sínu og aðstæðum – og það er þeirra sem eldri eru að veita svör við þeim spurningum er leita á huga ungviðisins – hvort sem þeir hafa svörin á hreinu eður ei. Áhugi á umhverfinu, lífinu og tilverunni eldist þó, sem betur fer, af fæstum; það er sammannlegt að vilja skýra og skilja heiminn og allt sem í honum er. Í þeirri viðleitni að átta sig á aðstæðum sínum og umhverfi hafa í gegnum tíðina orðið til ýmsar skýringa- og/eða upprunasagnir. Í upplýsinga- og tæknivæddri tilveru sem við nú byggjum er hægt að skýra flest tilbrigði lífs og náttúru með vísindalegum hætti, en af einhverjum ástæðum þekkjum við ennþá ýmsar sagnir sem skýra tilveruna fyrir okkur með öðrum hætti en vísindalegum.
​


Read More
0 Comments
<<Previous

    Kreddur

    Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    January 2030
    December 2022
    October 2022
    March 2021
    January 2021
    April 2020
    July 2014
    March 2014
    November 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Almenningssamgöngur
    Bragðarefur
    Brögð Og Ráðagerðir
    Dýrlingar
    Efnismenning
    Fagurfræði Hversdagsins
    Hátíðisdagar
    Heimsmynd
    Húmor
    Jón Árnason
    Kveðskapur
    Kvöldvökur
    Menningararfur
    Morgunverk
    Netmiðlar
    Norræn Trú
    Safnafræði
    Siðir
    Söfn
    Upprunasagnir
    Venjur
    þjóðhættir
    þjóðsagnafræði

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband