Eftirfarandi stemmingslýsing var unnin sem greiningarverkefni úr svörum við spurningarlista Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands númer 7 – kvöldvakan. Tilgangurinn var að draga upp almenna mynd af kvöldvökum um aldamótin 1900. Þegar ég fór að lesa svörin sá ég fljótlega að þar voru margar skemmtilegar vísur eða stemmur inn á milli sem fjölluðu um eitt og annað sem tilheyrði kvöldvökunni og því datt mér í hug að gaman gæti verið að flétta þær inn í lýsingarnar og reyna að fanga stemminguna. Við vinnslu verkefnisins sá ég fyrir mér myndskreyttan bækling þar sem vísurnar væru í forgrunni. Sú hugmynd mun líklega ekki verða að veruleika en samt sem áður getur verkefnið gefið einhverja mynd af þeirri stemmingu sem var á kvöldvökunni á þessum tíma.
2 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|