Lokaverkefni í háskóla getur verið krefjandi viðfangsefni. Verkefnið sem ég kaus að skrifa um í bakkalárritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands fjallar um munnmælaævintýri en þau hafa alltaf heillað mig á töfrandi hátt. Munnmælaævintýri eru ævintýri sem eiga sér ekki einn höfund heldur hafa þau geymst í munnlegri hefð og lifað áfram mann fram af manni í gegnum tíðina. En að skrifa um ævintýri er víst of vítt viðfangsefni í ritgerð þannig ég ákvað að skrifa um flokk ævintýra sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það eru ævintýri um bragðarefi (e. tricksters). Þegar ég sagði fólki að ég væri búinn að ákveða hvað ég vildi skrifa um rak það jafnan upp stór augu og hélt ég ætlaði að skrifa um ís í íslenskum ævintýrum. Að mínu viti hefur ís aldrei verið viðfangsefni í íslenskum ævintýrum og hvað þá erlendum en slíkt þyrfti að rannsaka betur. Bragðarefir í íslenskum ævintýrum fannst mér vera krefjandi og áhugavert viðfangsefni í lokaverkefni og komst ég að ýmsum upplýsingum um íslenska ævintýrahefð eftir verkið. Rannsóknin var takmörkuð við þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar en það fannst mér vera tilvalið vegna þess að það var fyrsta heildstæða íslenska þjóðsagnasafnið. Þá notaði ég sex binda útgáfuna frá árinu 1954–60.
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|