Nú þegar allir og ömmur þeirra eru komnir með hlaðvarp var augljóst að þjóðfræðin gat ekki látið sitt eftir liggja. Hlaðvarp er auðvitað frábær miðill fyrir hvers konar fróðleik og skemmtun og tilvalið að segja frá áhugaverðum verkefnum í þjóðfræði á slíkum vettvangi.
Við, Dagrún og Vilhelmína, erum sérlega áhugasamar um rannsóknir í þjóðfræði og finnst mikilvægt að vekja athygli á fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum sem þjóðfræðingar taka sér fyrir hendur. Þegar við duttum niður á hugmyndina að búa til hlaðvarp var ekki aftur snúið, þó við þrætum ekki fyrir að hafa gripið tilbreytingu frá doktorsverkefnunum okkar fegins hendi. Undirbúningurinn gekk því bæði hratt og vel fyrir sig en við fengum lánað upptökutæki lengst norður á Ströndum og röðuðum upp fyrstu viðmælendum. Eftir að hafa legið undir feldi í nokkra daga gáfum við þáttunum nafnið Þjóðhættir. Þættirnir eru birtir í hlaðvarpsveitu Kjarnans en við höfum átt mjög ánægjulegt samstarf við þau. Fyrsti þátturinn fór í loftið þann 1. desember 2020 og birtast nýir þættir vikulega.
1 Comment
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|