Flestir hafa einhverntíma upplifað þann sársauka sem fylgir því að vera með tannpínu. Í dag eru ótal tannlæknar starfandi á Íslandi sem hjálpa okkur að lina sársaukann og laga það sem er að hrjá okkur, en þannig var það ekki alltaf. Í lok 19. aldar voru tannskemmdir einn algengasti kvillinn sem hrjáði fólk á Íslandi, en það var ekki fyrr en árið 1947 sem fyrstu tannlæknarnir útskrifuðust frá Háskóla Íslands (Vilmundur Jónsson, 1942: 13; Guðni Jónsson, 1961: 112). Fyrir þann tíma höfðu þó einhverjir lært erlendis. Fyrstu tannlæknarnir settust að í Reykjavík og var mjög kostnaðarsamt fyrir fólk utan af landi að leita sér aðstoðar þeirra. Fólkið bjó því sjálft yfir allskonar lausnum til að losa sig við þennan leiða verk eða leitaði til annarra lækna í sinni sveit og tóku alþýðulæknar þess tíma oft að sér að reyna að lina þjáningar þess (Jón Steffensen, 1990: 120).
1 Comment
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
January 2030
Flokkar
All
|