Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Ýmissa tíma upprunasagnir: Dagbók úr námskeiðinu „ferðir og sögur“ - Benný Sif Ísleifsdóttir

11/25/2013

0 Comments

 
Picture
„Kva´etta, kva´etta?“ Eða „hvað er þetta?“ er fyrsta spurningin sem flest börn bera fram; aftur og aftur og aftur, endalaust… Börn eru fróðleiksfús og þyrstir í þekkingu á umhverfi sínu og aðstæðum – og það er þeirra sem eldri eru að veita svör við þeim spurningum er leita á huga ungviðisins – hvort sem þeir hafa svörin á hreinu eður ei. Áhugi á umhverfinu, lífinu og tilverunni eldist þó, sem betur fer, af fæstum; það er sammannlegt að vilja skýra og skilja heiminn og allt sem í honum er. Í þeirri viðleitni að átta sig á aðstæðum sínum og umhverfi hafa í gegnum tíðina orðið til ýmsar skýringa- og/eða upprunasagnir. Í upplýsinga- og tæknivæddri tilveru sem við nú byggjum er hægt að skýra flest tilbrigði lífs og náttúru með vísindalegum hætti, en af einhverjum ástæðum þekkjum við ennþá ýmsar sagnir sem skýra tilveruna fyrir okkur með öðrum hætti en vísindalegum.
​


Read More
0 Comments

Kvöldstemmur: Kvöldvakan og vísnasöngur - Fríða Björk Ólafsdóttir

11/11/2013

2 Comments

 
Picture
Eftirfarandi stemmingslýsing var unnin sem greiningarverkefni úr svörum við spurningarlista Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands númer 7 – kvöldvakan. Tilgangurinn var að draga upp almenna mynd af kvöldvökum um aldamótin 1900. Þegar ég fór að lesa svörin sá ég fljótlega að þar voru margar skemmtilegar vísur eða stemmur inn á milli sem fjölluðu um eitt og annað sem tilheyrði kvöldvökunni og því datt mér í hug að gaman gæti verið að flétta þær inn í lýsingarnar og reyna að fanga stemminguna. Við vinnslu verkefnisins sá ég fyrir mér myndskreyttan bækling þar sem vísurnar væru í forgrunni. Sú hugmynd mun líklega ekki verða að veruleika en samt sem áður getur verkefnið gefið einhverja mynd af þeirri stemmingu sem var á kvöldvökunni á þessum tíma.
​


Read More
2 Comments

Ævintýrin sem oft vilja gleymst: Bragðarefir í íslenskum ævintýrum - Andri Guðmundsson

10/27/2013

0 Comments

 
Picture
Lokaverkefni í háskóla getur verið krefjandi viðfangsefni. Verkefnið sem ég kaus að skrifa um í bakkalárritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands fjallar um munnmælaævintýri en þau hafa alltaf heillað mig á töfrandi hátt. Munnmælaævintýri eru ævintýri sem eiga sér ekki einn höfund heldur hafa þau geymst í munnlegri hefð og lifað áfram mann fram af manni í gegnum tíðina. En að skrifa um ævintýri er víst of vítt viðfangsefni í ritgerð þannig ég ákvað að skrifa um flokk ævintýra sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en það eru ævintýri um bragðarefi (e. tricksters). Þegar ég sagði fólki að ég væri búinn að ákveða hvað ég vildi skrifa um rak það jafnan upp stór augu og hélt ég ætlaði að skrifa um ís í íslenskum ævintýrum. Að mínu viti hefur ís aldrei verið viðfangsefni í íslenskum ævintýrum og hvað þá erlendum en slíkt þyrfti að rannsaka betur. Bragðarefir í íslenskum ævintýrum fannst mér vera krefjandi og áhugavert viðfangsefni í lokaverkefni og komst ég að ýmsum upplýsingum um íslenska ævintýrahefð eftir verkið. Rannsóknin var takmörkuð við þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar en það fannst mér vera tilvalið vegna þess að það var fyrsta heildstæða íslenska þjóðsagnasafnið. Þá notaði ég sex binda útgáfuna frá árinu 1954–60.
​


Read More
0 Comments

Eru söfn leiðinleg? Um sýnileika íslenskra safna í opinberri umræðu - Arndís Bergsdóttir

10/23/2013

0 Comments

 
Picture
Ég skrifa stundum um söfn. En það er af því að það er megin starf mitt þessa dagana að hugsa um söfn. Innan greinarinnar, safnafræði, er ógrynni lesefnis en þegar ég fletti almennum dagblöðum og tímaritum finn ég nær engar umræður um söfn og safnamál. Þá virðist engu máli skipta hvort það eru erlendir fjölmiðlar eða íslenskir, mjög lítið er fjallað um söfn fyrir utan fréttatilkynningar markaðsfulltrúa um opnanir nýrra sýninga, gjafir eða meiriháttar breytingar á húsnæði. Svo virðist sem söfn, þá sértaklega menningarminjasöfn, nái ekki inn á radar fjölmiðla. Og þótt mörg söfn séu vel sótt þá mættu þau vera mun betur notuð. Hvers vegna? Eru söfn svona hundleiðinleg?
​


Read More
0 Comments

Að drepast eða drepast úr hlátri: Hlutverk húmors í bataferli fíkla - Sóley Björk Guðmundsdóttir

6/16/2013

0 Comments

 
Picture
Hlátur er lífsnauðsynlegt fyrirbæri og aldrei jafn mikilvægur og þegar að lífið er erfitt. Flestir kannast líklega við hvernig smávægilegustu hlutir vekja hlátur þegar aðstæður eru spennuþrungnar og erfiðar. Það eru þó sjálfsagt ekki margir sem leiða hugann að því hversu mikilvægur þessi hlátur, sem vaknar svo auðveldlega, er til að takast á við erfiðleika. Með honum losnar spenna, við slökum á og lífið verður aðeins auðveldara. Þetta á sérstaklega við þegar brandarinn beinist að erfiðleikunum sjálfum, eins og kreppubrandararnir sem voru sagðir um og eftir hrun. Íslenska bankakerfið hrundi eins og spilaborg, þjóðin var á hausnum og verð á flestum vörum hækkaði upp úr öllu valdi. Það var í sjálfu sér alls ekkert fyndið við þessar aðstæður, en samt sem áður gengu skopmyndir og kreppubrandarar eins og eldur í sinu um netheima. Þetta var vissulega erfiður tími og mikil spenna byggðist upp, og um hana losaði fólk svo með því að gera grín að aðstæðum. Á sama hátt og íslenska þjóðin tókst á við hrunið takast óvirkir fíklar á við það sem þeir gerðu af sér í neyslu og neysluna allmennt, eins og viðmælandi BA ritgerðar sem þessi grein er byggð á segir:


Read More
0 Comments

Stór gulur bíll, lítill blár bíll: Að breyta heiminum og uppræta fordóma með því að lifa hversdagslífinu - Eva Þórdís Ebenezersdóttir

5/22/2013

1 Comment

 
Picture
Í þessari hugleiðingu langar mig að velta fyrir mér hvernig við höfum áhrif á umhverfi okkar með hversdagslegum aðgerðum á borð við að taka strætó eða bara að lifa lífinu. Hugleiðingin er hugsuð út frá kenningum og hugmyndum heimspekingsins Michel de Certau um brögð og ráðgerðir, vald og viðnám sem hann birtir m.a. í bók sinni The Practice of Everyday Life.
​

Read More
1 Comment
Forward>>

    Kreddur

    Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    January 2030
    December 2024
    December 2022
    October 2022
    March 2021
    January 2021
    April 2020
    July 2014
    March 2014
    November 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Almenningssamgöngur
    Bragðarefur
    Brögð Og Ráðagerðir
    Dýrlingar
    Efnismenning
    Fagurfræði Hversdagsins
    Hátíðisdagar
    Heimsmynd
    Húmor
    Jón Árnason
    Kveðskapur
    Kvöldvökur
    Menningararfur
    Morgunverk
    Netmiðlar
    Norræn Trú
    Safnafræði
    Siðir
    Söfn
    Upprunasagnir
    Venjur
    þjóðhættir
    þjóðsagnafræði

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband