Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Jón Þór Pétursson

5/27/2020

0 Comments

 
Picture

Nafn: Jón Þór Pétursson

Útskriftarár: 2020

Lokaritgerð: 
Food Intimacy: Establishing Relationships within the Food Chain
Hvernig var upplifunin af doktorsnáminu og svo vörninni?
Upplifunin af doktorsnáminu spanar heilan áratug og allan tilfinningaskalann. Það er í raun mjög erfitt að lýsa því í stuttu máli. Nú þegar gráðan er komin í hús er heilinn á fullu við að endurtúlka þann tíma sem leiddi fram að vörninni. Á þessu tímabili fluttist ég líka til Svíþjóðar, lærði nýtt tungumál, eignaðist tvíbura og fór frá 0 yfir í 8 sneiðar af hrökkbrauði á dag. Þetta var bæði menningar- og trefjasjokk. Vörnin var auðvitað tæknilegt þrekvirki út af fyrir sig, þvílík Hollywood framleiðsla! Vörninni var stjórnað frá Háskóla Íslands, ég varði í Lundi, Svíþjóð og andmælendurnir voru staddir í Þýskalandi og Noregi. En þetta gekk alltsaman ótrúlega vel og ég er mjög sáttur við að klára.

Hvað ætlarðu að gera næst?
Næst ætla ég að borða enn meira hrökkbrauð og sækja um nýdoktorastyrk. Næsta verkefni mun fjalla um samlífi gerla og manna í allri sinni nánd, dauða og dýrð.

Hver eru þín helstu áhugamál?
Írónía (við getum ekki öll spilað golf), Thai box og kaffi.

Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
​
Ég þvæ mér alltaf um hendurnar áður en ég fer í skriflegt próf. Það er fyrst núna á kórónutímum sem það breytist úr að vera furðulegt yfir í að vera ábyrgt og skynsamlegt.
0 Comments

Fjarbarsvar Félags þjóðfræðinga

5/4/2020

0 Comments

 
Picture
Fimmtudaginn 7. maí kl. 20:00 mun Félag þjóðfræðinga á Íslandi standa fyrir fjarbarsvari (pubquiz). Leikurinn fer fram í gegnum internetið (zoom eða Facebook) og það geta allir tekið þátt! Okkar eigin Mjaðveig sér um spurningarnar, sem munu eiga það sameiginlegt að tengjast þjóðfræði á einn eða annan veg!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook og nálgast slóð á kvissið þegar nær dregur: https://www.facebook.com/events/780479442731975/
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband