Fyrsta starf eftir útskrift?
Eftir útskrift hélt ég áfram að taka saman upplýsingar, greina þær og flokka en ekki á sviði þjóðfræði heldur bókhalds. Ég er viðurkenndur bókari og bókfærsla hefur verið mitt aðalstarf síðustu 13 árin en í hjartanu er ég alltaf þjóðfræðingur. Hvað ertu að gera núna? Fyrir utan það að ég og eiginmaður minn erum í fyrirtækjarekstri á sviði byggingariðnaðar og bókhalds þá er ég mitt í hringiðju þessa hrikalega spennandi verkefnis, að gera heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum. En fljótlega eftir að ég skilaði inn ritgerðinni minni hafði Sighvatur Jónsson samband við mig og fékk mig í samstarf með sér og Geir Reynissyni að gera þessa mynd. Síðustu ár hafa svo farið í það að safna efni og nú er loksins komið að lokavinnslunni. Heimildarmyndagerð er nú engin gullnáma svo það hefur reynt á að fjármagna myndina en við erum með söfnun á Karolina Fund þessa dagana. Þar er hægt að styrkja verkefnið með ýmsum leiðum, eins og t.d. með kaupum á miðum á frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói sem verður 27. des. Hver eru þín helstu áhugamál? Fljótlega eftir útskrift þá fór ég að stunda fjallgöngur. Það er ótrúlega nærandi fyrir sálina að standa einhver staðar í óbyggðum að anda að sér fersku lofti, sjá stórbrotið útsýni, mikilfenglega fossa eða fornar rústir og vita að þú eigir heitt kakó í bakpokanum. Í síðustu göngu skoðaði ég hin svokölluðu Tyrkjabyrgi á Reykjanesinu, í nágrenni við Grindavík. Það var stórmerkilegt að standa inn í þeim og reyna að ímynda sér tilurð þeirra. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég get aldrei sleppt því að banka þrisvar og segja „7 9 13“ til að koma í veg fyrir að einhver óskapnaður komi fyrir mig. Works every time 😉 *Innskot Félags þjóðfræðinga - Nánari upplýsingar og möguleikar á að styrkja heimildamynd Hrefnu er að finna hér: https://www.karolinafund.com/project/view/2652
0 Comments
Mánudaginn 11. nóvember kl.17:15 mun Prófessor Catharina Raudvere frá Háskólanum í Kaupmannahöfn sýna kvikmyndina Bosnian Muslim Women’s Rituals: Bulas Singing, Reciting and Teaching in Sarajevo í Odda 101 í Háskóla Íslands. Catharina mun segja frá myndinni í upphafi og einnig svara spurningum eftir sýningu hennar. Eftir sýninguna geta svo þau sem vilja fært sig yfir á Stúdentakjallarann og haldið spjallinu áfram.
Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur! Viðburðinn er haldinn af Félagi þjóðfræðinga á Íslandi, Mannfræðifélagi Íslands, Þjóðbrók og Homo. Hér má sjá nánari lýsingu á efni myndarinnar: Bosnian Muslim Women’s Rituals: Bulas Singing, Reciting and Teaching in Sarajevo An educational film by Professor Catharina Raudvere, Copenhagen, and Dr Zilka Spahić-Šiljak, Sarajevo. This film presents some Bosnian Muslim women’s commitments as ritual leaders and their vocal performances. Much of what you will see is specific for Sarajevo in terms of the style of singing, outfits and ways of socializing. These rituals have been performed in the city for centuries and belong to the Muslim history of South-Eastern Europe. Sufi rituals and ways of devotion have influenced how Islam has been practised in the region over the centuries. With formal or informal education, the bulas of Sarajevo have been in charge of the structure of mevlud and tevhid ceremonies for generations. Being familiar with the Quran and the literature that praises the Prophet, these women have the knowledge and authority to compose the framework of a gathering. Each mevlud and tevhid has its individual character where verses from the Quran, prayers, blessings and poems are to be chosen in interaction with the family or organizer, in accordance with the nature of the occasion. Today young bulas learn through participating when they receive ritual assignments from the experienced bulas. In this way they learn to relate to the Ottoman legacy of the mevlud tradition. By connecting that legacy with the lives of modern women, they make it relevant to the present time. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|