Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Gleðilegt sumar!

4/23/2020

0 Comments

 
Picture
Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi óskar öllum innilega gleðilegs sumars, við eigum það svo sannarlega skilið eftir veturinn sem er að ljúka. Við hlökkum gríðarlega til að sjá ykkur aftur þegar samkomubanni verður aflétt og hvetjum ykkur til að njóta dagsins í dag. Líkt og sjá má í Sögu daganna eftir Árna Björnsson er löng hefð fyrir gleði og skemmtunum á þessum góða degi:
Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót tengjast þær ungmennafélögum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti “barnadagurinn” var í Reykjavík árið 1921. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur “frýs saman” aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hét þetta að láta svara sér “í sumartunglið” (Árni Björnsson, Saga daganna, 2007:31).
Þó að samkomur séu ekki leyfilegar þessa stundina er allavega kjörið að gera vel við sig í mat og drykk, splæsa í sumargjöf og hlusta eftir spádómum um komandi tíma þegar ykkur er svarað í sumartunglið.
0 Comments

Landsbyggðarráðstefnu frestað til haustsins

4/16/2020

0 Comments

 
Okkur þykir miður að tilkynna  að vegna takmarkana á samkomuhaldi sem yfirvöld hafa sett vegna Covid19 hefur verið ákveðið að fresta Landsbyggðarráðstefnunni, sem átti að fara fram helgina 13.-15. maí á Egilsstöðum, til haustsins. Nánari tímasetning verður auglýst við fyrsta tækifæri. Við vonumst til að þið sjáið ykkur sem allra flest fært að mæta þá.
0 Comments

Þjóðfræðingur mánaðarins: Símon Jón Jóhannsson

4/13/2020

0 Comments

 
Picture
​Nafn: Símon Jón Jóhannsson
 
Útskriftarár: Ég lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntafræði frá HÍ árið 1982 og Cand.mag.-próf frá Universitetet í Ósló í þjóðfræði (menningarsagnfræði) árið 1984.
Uppeldis- og kennslufræði-prófi til kennsluréttinda lauk ég frá frá HÍ 1988.
Veturinn 2006-2007 var ég við frekara nám í þjóðfræði við Háskólann í Ósló og lauk svo MA-próf í þjóðfræði frá HÍ 2010. 
​
Lokaritgerð/ir:
„Undir dumbrauðum kvöldhimni drúpir eitt blóm“ – um ljóðagerð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. BA- ritgerð í íslensku.
Cand.mag.-ritgerðin mín við Háskólann í Ósló nefnist Gjengangere i Eyjafordur område. Þar fjalla ég um draugasögur úr Eyjafirði, flokka þær og leitast fyrst og fremst eftir að svara því hverjir ganga aftur og hvers vegna.
​
Meistaraprófsritgerðin mín í þjóðfræði við HÍ heitir Þegar saman safnast var: Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950. Þar er leitast við að svara rannsóknarspurningunn: Hverjir og hvernig voru útileikir barna og með hvaða hætti endurspeglast samfélagsaðstæður í bernskuleikjunum á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950? Meginrannsóknarspurningin felur síðan í sér fimm undirspurningar: Hvernig léku börn sér úti við á þessum tíma?, Hvar og með hverjum léku börnin sér?, Hvernig hafði samfélagið og umhverfið áhrif á barnaleiki?, Hverjir og hvernig voru leikirnir? Og hver var tilurð barnleikjanna og hvaðan voru þeir sprottnir?
 
Fyrsta starf eftir útskrift? 
Haustið 1985 fór ég að kenna við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og geri enn. Jafnframt vann ég nokkur ár við þáttagerð fyrir RUV þar sem þjóðfræðinámið kom sér m. a. vel.
 
Hvað ertu að gera núna? 
Ég sem sagt kenni ennþá við Flensborgarskólann í Hafnarfirði en hef jafnhliða kennslustörfum fengist við ritstörf um árabil og m. a. skrifað bækur um þjóðfræðileg efni. Einmitt núna er tilbúin í handriti bók um huldufólk.
 
Hver eru þín helstu áhugamál?
Áhugamál mín tengjast mikið þjóðfræðilegum þáttum, alls lags grúski og ferðalögum á framandi slóðir. Ég safna bókum og les talsvert, hef alla tíð notið þess að lesa ljóð og aðrar góðbókmenntir ásamt fræðilegu efni og svo hef ég almennt áhuga á margvíslegu menningarlegu efni, leikhúsi, kvikmyndum, tónlist og mannlífi. Ég nýt þess einnig að gera alls konar með fjölskyldunni og öðru góðu fólki.
  
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Þótt ég hafi lengi lagt mig eftir að rannska hjátrú, skrifað bækur og kennt námskeið í þjóðfræði um hjátrú, þá er ég satt best að segja lítið sem ekkert hjátrúarfullur. Og þó. Ég hef alla tíð átt mér verndargripi sem ég hef tekið með mér í próf, flug, ferðalög og annað því um líkt. Þessir gripir hafa verið mismunandi í gegnum tíðina, sem unglingur átti ég t. d. hérafót sem fór með mér víða, en núna tek ég oftast með mér lítið talnaband með krossi. 

0 Comments

Félag þjóðfræðinga á Íslandi tekur við Kreddum

4/1/2020

0 Comments

 
Picture
Það gleður okkur í stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi að tilkynna að félagið hefur nú tekið við veftímaritinu Kreddum og eldra efni er nú aðgengilegt hér á vefnum.

​
Það er því kjörið að stytta sér stundir nú í samkomubanninu með að glugga í gamlar greinar. Við erum þó enn að klára allskonar frágang og fíniseringar.
Þá nýtum við tækifærið og óskum eftir nýju efni en hægt er að senda inn efni í tveim flokkum: Bárur (pistlar og hugleiðingar) og Brimöldur (greinar). Hver sem er getur sent inn efni í Kreddur svo fremi sem efnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

Ef einhver eru áhugasöm um að sitja í ritstjórn Kredda má gefa færi á sér með að senda póst á netfangið [email protected]

​Við þökkum þeim sem stóðu að tímaritinu á sínum tíma kærlega fyrir framtakssemi og vel unnin störf.
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected]

    Færslur​

    May 2025
    April 2025
    March 2025
    January 2025
    October 2024
    September 2024
    August 2024
    May 2024
    November 2023
    August 2023
    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband