Stefnan fyrir landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2020 er tekin á Egilsstaði! Það voru þær Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir sem að stóðu að umsókninni og munu koma að skipulagningu ráðstefnunar ásamt stjórn Félags þjóðfræðinga! Við erum ótrúlega spennt, þetta verður frábært!
0 Comments
Það er auðvitað alltaf mjög gaman að ferðast, koma á nýja staði og upplifa nýja menningu, byggingar, siði, hefðir, mat og auðvitað veður. Við vorum svo mjög heppin með veðrið en þrátt fyrir að rigningu hafi verið spá alla dagana fengum við þó nokkuð af sól, ráðstefnuhaldarar höfðu fært nunnunum egg sem er þekktur brúðkaupssiður þar í landi til að hafa áhrif á veðrið fyrir stóra daginn. Þess vegna er sérstaklega gott að fara á þjóðfræðiráðstefnur, þar kunna menn öll trixin í bókinni!
Matarmenningin er líka mjög áhugaverð en þarna smakkaði fólk allt frá svínseyrum að kolkröbbum, borðaði tapas í öll mál og drakk vín. Þessi ferð verður líka lengi í minnum höfð vegna þess hve erfitt það var fyrir marga að komast á staðinn vegna sviptinga í flugi rétt fyrir ráðstefnuna (bæði vegna wowair og veðurs) og þetta voru raunar hálfgerðar pílagrímsferðir þrátt fyrir að enginn hafi endað á því að labba frá Keflavík.
Ráðstefnan stendur yfir í nokkra daga, dagskráin er þétt og það er margt um að vera svo allir ættu að geta fundið málstofu við sitt hæfi. Sjálf fór ég á málstofur um safnamál, þjóðsögur, þjóðfræði barna og samfélagsmiðla og instagrammara sem að var mjög áhugaverð og skemmtileg.
Sief verður næst haldið í Helsinki í Finnlandi árið 2021. Ég hvet alla sem tök hafa á til að skella sér með á ráðstefnuna en þær eru ótrúlega mikilvægar, bæði til að kynnast fólki í fræðunum, heyra nýjar og spennandi hugmyndir og aðferðir og ræða sínar eigin hugmyndir og fá uppástungur og ábendingar. Dagrún Ósk Jónsdóttir, Formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Þjóðarspegillinn, ráðstefna Háskóla Íslands í félagsvísindum, verður haldinn í 19. skipti núna föstudaginn 26. október. Ráðstefnan er haldin í október ár hvert. Um 170 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 45 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. Frítt er á alla fyrirlestra ráðstefnunar. Hægt er að nálgast dagskrána í heild sinni með því að ýta HÉR Við höfum einnig tekið saman nokkrar áhugaverðar málstofur þar sem þjóðfræðingar halda erindi: Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í SIEF ráðstefnunni 2019 (International Society for Ethnology and Folklore) rennur út mánudaginn 15. október. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Santiago de Compostella þann 14.-17. apríl 2019. Þemað í ár er Track Changes: Reflecting on a Transforming World. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SIEF samtakana: https://www.siefhome.org/index.shtml
SIEF heldur ráðstefnur á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin í Göttingen í Þýskalandi vorið 2017 og fór stór hópur þjóðfræðinga frá Íslandi bæði til að vera með erindi og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með. Við hvetjum þjóðfræðinga á Íslandi auðvitað til að fjölmenna aftur á ráðstefnuna. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|