Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Landsbyggðarráðstefna 2020: Stefnan er tekin á Egilsstaði

9/20/2019

0 Comments

 
Picture
Stefnan fyrir landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2020 er tekin á Egilsstaði! Það voru þær Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir sem að stóðu að umsókninni og munu koma að skipulagningu ráðstefnunar ásamt stjórn Félags þjóðfræðinga! Við erum ótrúlega spennt, þetta verður frábært!
0 Comments

Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi

5/8/2019

0 Comments

 
Picture
Föstudaginn 24. maí verður haldinn aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi á Rakarastofunni Herramenn í Hamraborg 9, klukkan 19:00!
Á fundinum verður farið yfir starf félagsins síðasta árið, sagt frá því sem er framundan og kosið um nýtt einkennis merki (lógó) félagsins. Samkvæmt lögum félagsins er einnig komið að því að kjósa í stöður gjaldkera, ritara (núverandi ritari hyggst gefa kost á sér áfram) og meðstjórnanda. Framboð í öll þessi embætti er hægt að senda inn á netfang félagsins felagthjodfraedinga@gmail.com

Eftir það verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit.

Boðið verður upp á bjór, vín og allskonar gómsætar léttar veitingar á fundinum.

Eftir fundinn munum við svo rölta (eða taka strætó) saman á einhvern bar (nánari upplýsingar um það koma líka fljótlega)!

Við vonumst til að sjá sem flesta. Þetta verður dúndur fjör
0 Comments

Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar

5/8/2019

0 Comments

 
Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar verður haldinn laugardaginn 11. maí í Frístundagarðinum við Gufunesbæ! Við mætum á svæðið kl. 14:30 en þar er mikið af allskonar leiktækjum og skemmtun. Klukkan 15:00 mætir galdramaðurinn Einar einstaki svo á svæðið og verður með smá sýningu, þá verður boðið upp á pulsur og svaladrykki fyrir alla!

Við hvetjum sem flesta til að mæta og eiga glaðan dag með okkur! ​
0 Comments

Þjóðfræðingur fer á SIEF: Dagrún Ósk Jónsdóttir

4/23/2019

0 Comments

 
Picture
Nú í vikunni fyrir páska var 14. ráðstefnan á vegum SIEF (International Society of Folklore and Ethnology) haldin í borginni Santiago de Compostela á Spáni. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var Track Changes: Reflecting on a Transforming World. 
Það er auðvitað alltaf mjög gaman að ferðast, koma á nýja staði og upplifa nýja menningu, byggingar, siði, hefðir, mat og auðvitað veður. Við vorum svo mjög heppin með veðrið en þrátt fyrir að rigningu hafi verið spá alla dagana fengum við þó nokkuð af sól, ráðstefnuhaldarar höfðu fært nunnunum egg sem er þekktur brúðkaupssiður þar í landi til að hafa áhrif á veðrið fyrir stóra daginn. Þess vegna er sérstaklega gott að fara á þjóðfræðiráðstefnur, þar kunna menn öll trixin í bókinni!
​Santiago de Compostela er borgin þar sem Jakobsvegurinn endar, þar var því allt fullt af glöðum pílagrímum með bakpoka og göngustafi. Kirkjurnar í Santiago eru mjög tilkomumiklar og það var sérstaklega gaman að vera í borginni svona rétt fyrir páska þar sem borgarbúar fögnuðu svokallaðri Holy week með því að ganga í afar sérstökum búningum (sem má fræðast um hér) með líkneski um götur borgarinnar að næturlagi. 
Picture
Matarmenningin er líka mjög áhugaverð en þarna smakkaði fólk allt frá svínseyrum að kolkröbbum, borðaði tapas í öll mál og drakk vín. Þessi ferð verður líka lengi í minnum höfð vegna þess hve erfitt það var fyrir marga að komast á staðinn vegna sviptinga í flugi rétt fyrir ráðstefnuna (bæði vegna wowair og veðurs) og þetta voru raunar hálfgerðar pílagrímsferðir þrátt fyrir að enginn hafi endað á því að labba frá Keflavík. ​
Íslendingar létu það nú samt ekki stoppa sig og má segja að mætingin hafi verið ótrúlega góð. Um það bil 20 íslenskir þjóðfræðingar voru með erindi á ráðstefnunni en hópurinn frá Íslandi taldi í kringum 40 manns sem er frábært. Þetta er tiltölulega stór ráðstefna og ég heyrði einhversstaðar að heildartala gesta hefði verið í kringum 900 manns. 
Ráðstefnan stendur yfir í nokkra daga, dagskráin er þétt og það er margt um að vera svo allir ættu að geta fundið málstofu við sitt hæfi. Sjálf fór ég á málstofur um safnamál, þjóðsögur, þjóðfræði barna og samfélagsmiðla og instagrammara sem að var mjög áhugaverð og skemmtileg. 
Picture
Lokaviðburðurinn var svo sérstaklega skemmtilegur þegar að Barbara Kirshenblatt-Gimblett hélt erindi um hlutverk safna í breyttum heimi. Dorothy Noyes, Regina Bendix og Sharon Roseman bættust svo í hópinn og töluðu um hluti sem hafa sérstaka merkingu fyrir þær sem að var ótrúlega persónulegt og skemmtilegt.
Sief verður næst haldið í Helsinki í Finnlandi árið 2021. Ég hvet alla sem tök hafa á til að skella sér með á ráðstefnuna en þær eru ótrúlega mikilvægar, bæði til að kynnast fólki í fræðunum, heyra nýjar og spennandi hugmyndir og aðferðir og ræða sínar eigin hugmyndir og fá uppástungur og ábendingar. 
Dagrún Ósk Jónsdóttir, Formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Picture
0 Comments

Skemmtilegir tónleikar með Einari Selvik

3/3/2019

0 Comments

 
Picture
Tónlistarmaðurinn Einar Selvik hélt föstudaginn 1. mars frábæra tónleika í Norræna húsinu. Einar sagði einnig frá nálgun sinni og rannsóknum á flutningi tón- og ljóðlistar en hann notast við mörg af elstu hljóðfærum sem finna má í norrænni menningu ásamt ljóðum og kveðskap sem hann sameinar í nútímalegan hljóðheim.   
Viðburðurinn var á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar í samstarfi við Norræna húsið og var einstaklega vel lukkaður og vel sóttur en uppselt var á tónleikana og skemmtu gestir sér konunglega. 
0 Comments

Takk fyrir skemmtilegt Þorrablót

2/19/2019

0 Comments

 
Picture
Takk fyrir komuna!
​Þorrablót Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar var haldið hátíðlegt síðastliðinn föstudag, þann 15. febrúar á Tunglinu. 

​Blótið var fjölmennt en á það komu rúmlega 80 manns þetta árið. ​

Þemað á Þorrablótinu var draugar og var salurinn skreyttur í samræmi við það. Í Þorrablótsnefndinni voru Ríkey Eydal Guðmundsdóttir, Anna Sóley Sveinsdóttir, Eva Karen Sigurðardóttir og Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og stóðu þau sig með prýði. Það var mikið fjör á blótinu, góður matur, frábær skemmtiatriði, dansað og sungið. 
0 Comments

Allir í leikhús!

1/28/2019

0 Comments

 
Picture

Við vorum svo heppin að fá frábært tilboð á leiksýninguna Velkomin heim sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu og þjóðfræðingurinn Andrea Vilhjálmsdóttir stendur að. Af því tilefni verður blásið til hópferðar í leikhús sunnudaginn 10. febrúar kl. 19:30. Hægt er að fræðast meira um sýninguna hér og svo skrá sig í beinu framhaldi með því að ýta hér en skráningu lýkur 31. janúar. 
*Smáa letrið: Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að sjá sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur til að nálgast afsláttarkóða á felagthjodfraedinga@gmail.com.
0 Comments

Dagskrá vorsins 2019 farin að taka á sig mynd

1/22/2019

0 Comments

 
Picture
Í dag hittist stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi á fundi til að skipuleggja dagskrá vorsins 2019. Markmið félagsins er að hafa fjölbreytta dagskrá skemmtilegra og fróðlegra viðburða.
Það stendur til að hefja nýtt ár með gleðistund á Spánska barnum, á Ingólfsstræti 8,  fimmtudaginn 24. janúar kl. 17:00, þar ætlum við að hittast, spjalla og skemmta okkur saman. 

Í febrúar verður nóg af dans og leik, bókstaflega. Svo verður líka Þorrablótið.
Við vorum svo heppin að fá frábært tilboð á leiksýninguna Velkomin heim sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu og þjóðfræðingurinn Andrea Vilhjálmsdóttir stendur að. Af því tilefni verður blásið til hópferðar í leikhús sunnudaginn 10. febrúar kl. 19:30. Hægt er að fræðast meira um sýninguna hér og svo skrá sig í beinu framhaldi með því að ýta hér en skráningu lýkur 31. janúar. 
*Smáa letrið: Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að sjá sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur til að nálgast afsláttarkóða á felagthjodfraedinga@gmail.com.

Mánudaginn 11. febrúar ætlum við að fá kennslu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Tíminn hefst klukkan 20:00 og er í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þessu má enginn missa af, kjörið tækifæri til að læra nokkur ný múv fyrir Þorrablótið. 

Þorrablótið verður svo haldið föstudaginn 15. febrúar. Hlökkum við mikið til en miðasala og allar nánari upplýsingar eru væntanlegar, þið skuluð allavega taka daginn frá strax!

Föstudaginn 1. mars verða frábærir tónleikar með tónlistarmanninum Einar Selvik í Norræna húsinu en hann er nýbúinn að gefa út nýja plötu.  Upplýsingar um miðasölu fyrir tónleikana koma einnig fljótlega en meðlimum í Félagi þjóðfræðinga munu bjóðast þeir á kostakjörum. Hér er hægt að hlusta á tónlist með Einari til að hita upp. 

Þriðjudaginn 5. mars klukkan 17:15-18:30 á Háskólasvæðinu verða svo fyrirlestrar útskrifaðra MA nemenda í þjóðfræði. Þjóðfræðingarnir Jan Aksel Harder Klitgaard og Vilborg Bjarkadóttir munu segja frá rannsóknum sínum. 

Upplýsingar um viðburði í apríl og maí munu svo týnast inn þegar nær dregur en þá verður til dæmis ráðstefnan Litla SIEF, fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar, aðalfundur og fleira. 
0 Comments

Gleðistund á Spánska!

1/11/2019

0 Comments

 
Picture
Gleðilegt nýtt ár kæru þjóðfræðingar! Við í Félagi þjóðfræðinga ætlum að hittast á Spánska barnum á Ingólfsstræti 8 í Happy hour, spjall og gleði fimmtudaginn 24. janúar kl. 17.

Hlökkum til að sjá ykkur öll og skemmta okkur saman! ​
0 Comments

Jólaboð Félags þjóðfræðinga 14. desember

12/4/2018

0 Comments

 
Picture
Jólaboð Félags þjóðfræðinga verður að þessu sinni föstudaginn 14. desember og ætlar Silja Ósk Þórðardóttir að bjóða heim í Pálínuboð. Fjörið hefst klukkan 19:30 og mun standa eitthvað frameftir og verður haldið í Starhaga 2.

​Félagið sér um drykki (bolla, kaffi og te) ásamt skúffuköku en gestum er bent á að koma með eitthvað matarkyns í samlætið. 


Þeir sem vilja troða upp með kvöldlestri eða eldhúspartýum er bent á að hafa samband við húsráðanda.

Ekki þarf að skrá sig heldur er nóg að mæta bara! Hlökkum til að hitta ykkur hress og kát í jóla amstrinu!

Ps. Hér má lesa um Pálínuboð á vísindavefnum. =64326
0 Comments
<<Previous

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband