Frá tíu ára aldri hef ég verið hugfangin af íslensku þjóðsagnaverunum, í þjóðfræðináminu beindist athygli mín sérstaklega að tröllum. Tröllasögur eru fullar af svörtum húmor og ádeilu. Meistaraverkefni mitt úr hagnýtri menningarmiðlun fjallaði um eyðiþorpið Skálar á Langanesi.
Fyrsta starf eftir útskrift? Ég starfaði við kennslu í grunnskóla þegar ég lauk BA námi og hélt því áfram í þó nokkur ár. Hvað ertu að gera núna? Ég er verkefnastjóri hjá SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Þar hef ég umsjón með námsveri á Dalvík, vinn að þróunarverkefnum, kem að gerð fræðslugreininga og margt fleira. Hver eru þín helstu áhugamál? Bókalestur alltaf númer eitt, einhvern veginn verður það nú þannig að glæpasögur taka til sín stóran hluta af mínum lestrartíma, en ég er alltaf að leitast við að stækka hluta fagurbókmennta og fræðibóka í bunkanum á náttborðinu. Þar fyrir utan hef ég mjög gaman af gönguferðum, helst um íslenskar heiðar, ekki skemmir ef gott sagnafólk er með í för. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Nei, satt best að segja er ég skammarlega lítið hjátrúarfull. Mér er reyndar meinilla við að hrífur snúi tindum upp í loft og aldrei myndi ég drepa járnsmið viljandi, það stýrist þó held ég meira af slysahættu og virðingu fyrir lífi almennt en ótta við rigningu.
0 Comments
Fyrsta starf eftir útskrift?
Eftir útskrift hélt ég áfram að taka saman upplýsingar, greina þær og flokka en ekki á sviði þjóðfræði heldur bókhalds. Ég er viðurkenndur bókari og bókfærsla hefur verið mitt aðalstarf síðustu 13 árin en í hjartanu er ég alltaf þjóðfræðingur. Hvað ertu að gera núna? Fyrir utan það að ég og eiginmaður minn erum í fyrirtækjarekstri á sviði byggingariðnaðar og bókhalds þá er ég mitt í hringiðju þessa hrikalega spennandi verkefnis, að gera heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum. En fljótlega eftir að ég skilaði inn ritgerðinni minni hafði Sighvatur Jónsson samband við mig og fékk mig í samstarf með sér og Geir Reynissyni að gera þessa mynd. Síðustu ár hafa svo farið í það að safna efni og nú er loksins komið að lokavinnslunni. Heimildarmyndagerð er nú engin gullnáma svo það hefur reynt á að fjármagna myndina en við erum með söfnun á Karolina Fund þessa dagana. Þar er hægt að styrkja verkefnið með ýmsum leiðum, eins og t.d. með kaupum á miðum á frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói sem verður 27. des. Hver eru þín helstu áhugamál? Fljótlega eftir útskrift þá fór ég að stunda fjallgöngur. Það er ótrúlega nærandi fyrir sálina að standa einhver staðar í óbyggðum að anda að sér fersku lofti, sjá stórbrotið útsýni, mikilfenglega fossa eða fornar rústir og vita að þú eigir heitt kakó í bakpokanum. Í síðustu göngu skoðaði ég hin svokölluðu Tyrkjabyrgi á Reykjanesinu, í nágrenni við Grindavík. Það var stórmerkilegt að standa inn í þeim og reyna að ímynda sér tilurð þeirra. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég get aldrei sleppt því að banka þrisvar og segja „7 9 13“ til að koma í veg fyrir að einhver óskapnaður komi fyrir mig. Works every time 😉 *Innskot Félags þjóðfræðinga - Nánari upplýsingar og möguleikar á að styrkja heimildamynd Hrefnu er að finna hér: https://www.karolinafund.com/project/view/2652
Fyrsta starf eftir útskrift?
Síðar sama ár, 2005, gaf ég út skáldsöguna Hrafninn sem gerist á Grænlandi á 15. öld. Þjóðfræðinámið kom sér þar mjög vel og sumir kúrsarnir nýttust beint inn í bókina þar sem ég dreg upp hugarheim inúíta og norrænna manna á miðöldum. Hvað ertu að gera núna? Ég er að skrifa mína tíundu bók, skáldsögu sem gerist í byrjun 10. aldar. Af og til held ég erindi, um tilurð bókanna og líka um ástvinamissi og sorg. Hver eru þín helstu áhugamál? Hvaðeina sem ég er að skrifa um þá stundina. Víkingaöldin er þar fyrirferðarmikil og hefur verið síðasta áratuginn. Þess utan þá er það garðyrkja og allt sem lýtur að gróðri jarðar. Ástæðan er sú að sl. vetur eignaðist ég sumarbústað, Urðarbrunn, sem stendur í litlum skógi í Bláskógabyggð, og það er dásamlegt og endurnærandi að vera þar úti í náttúrunni og með fingurna í moldinni. Og svo á ég núna litla ömmustelpu, Sylvíu, sem dýpkar lífið og gerir allt skemmtilegra. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég er forlagatrúar og held fast í ýmsa hjátrú en man í svipinn ekki eftir neinu banni. Hins vegar trúi ég statt og stöðugt á alls kyns tákn sem birta mér skilaboð úr yfirnáttúrunni um gæfu, hrafnar sem fljúga í sömu átt og ég, eða kveðjur frá dánum ástvinum, eins og regnboginn. Ég útskrifaðist með Bed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1993 og lokaritgerðin mín þar fjallaði um Grýlukvæði í safni Ólafs Davíðssonar: Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. (Ég man því miður ekki hvað hún heitir).
Fyrsta starf eftir útskrift? Fyrir og eftir útskrift vann ég sem stundakennari við námsbraut í þjóðfræði, gerði fjölmarga útvarpsþætti fyrir Rúv sem allir fjölluðu um þjóðfræði og starfaði líka sem leiðsögumaður í hjólaferðum á Ítalíu, Austurríki og Frakklandi en þar kom þjóðfræði reyndar lítið við sögu. Hvað ertu að gera núna? Núna á ég heima í Hveravík á Ströndum þar sem ég nota tímann til að tala við hestana sem hér eiga líka heima og hundinn Hansa sem hér ræður eiginlega öllu og svo er ég líka með vikulegt innslag héðan af Ströndum í Mannlega þættinum á Rúv. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru að tala við hestana eins og áður hefur komið fram, fara með hundinum Hansa í gönguferðir, græða upp landið hér sem líklega hefur verið ofbeitt í gegnum aldirnar, fara á kajak á firðinum og njóta þess að vera hluti af þessu frábæra samfélagi sem hér er. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ekki margt er ég hrædd um, ég vil þó t.d. helst ekki tala um eitthvað slæmt sem gæti gerst af því þá gæti það gerst, Kannski ekki hjátrú en ég mundi ekki vilja að álfasteinarnir hér í hlíðinni yrðu færðir til og mér finnst óþægilegt þegar hundurinn ,,merkir” sér þá. Já það er semsagt ekki mikil hjátrú eftir í mínu höfði og kannski hefur áralangt þjóðfræðigrúsk breytt einhverju þar um. Stefnan fyrir landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2020 er tekin á Egilsstaði! Það voru þær Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir sem að stóðu að umsókninni og munu koma að skipulagningu ráðstefnunar ásamt stjórn Félags þjóðfræðinga! Við erum ótrúlega spennt, þetta verður frábært!
Fyrsta starf eftir útskrift?
Vann hjá Sögusmiðjunni, við textagerð og rannsóknir, einkar skemmtilegt og gefandi. Hvað ertu að gera núna? Núna er ég í fæðingarorlofi, en áður en það byrjaði vann ég í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum, sem kennari. Einnig vinn ég sjálfstætt við að fara með fólk í gönguferðir í náttúrunni, segja frá þjóðtrú og sögum sem tengjast umhverfinu. Myndi segja að ég sé sagnakona náttúrunnar. Elska að segja sögur af plöntum, steinum, fuglum og trjám. Einnig segi ég mikið af drauga -og galdrasögum á veturna. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál er móðir jörð og allt sem henni fylgir, miðla skilningi á henni. Hún er allt sem við þurfum og okkur ber skylda til að skilja hana, virða og hugsa vel um. Einnig elska ég að rækta grænmeti og tómata. En það gerum við Tómas Atli Ponzi, maðurinn minn inni í Mofellsdal. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég hef eina hjátrú en ég fer alltaf með þessa þulu á áramótunum: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu, Síðan kveiki ég á kertum hér og þar og býð álfana velkomna. Finnst þetta fallegur siður og hjátrú. Að vera þjóðfræðingur er dásamlegt, snertir á flestum sviðum mannlífsins. Takk fyrir mig! Nú ætlum við að efla til keppni um nýtt einkennis merki (lógó) fyrir Félag þjóðfræðinga á Íslandi! Það má vera hvernig sem er en verður auðvitað að tengjast þjóðfræði á einhvern hátt. Það er mikilvægt að lógó-ið sé vandað en ekkert hámark er á hve margar hugmyndir hver einstaklingur má senda inn, ekki er heldur nauðsynlegt að vera í félaginu til að senda inn hugmynd.
Skila þarf inn lógó-inu fyrir 20. maí í tölvupósti á netfangið [email protected] í góðri upplausn! Kosið verður um lógóið á aðalfundi Félags þjóðfræðinga sem haldinn verður föstudaginn 24. maí næstkomandi! Skemmtileg verðlaun verða fyrir lógóið sem verður valið Lokaritgerð/ir: Lokaverkefnið mitt bar heitið ”Yfir dundi askan dimm” og var annars vegar rannsókn á upplifun fólks af öskufallinu sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju árið 1875 og hins vegar sýning þar sem efninu var miðlað til almennings. Kveikjan að verkefninu var dagbók sem langalangafi minn, Gunnlaugur Snædal bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, skrifaði á þeim tíma sem askan féll og geymir afar áhrifamiklar lýsingar. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Terry Gunnell og sýningin var bæði sett upp á Vopnafirði og Egilsstöðum.
Fyrsta starf eftir útskrift? Safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hvað ertu að gera núna? Er ennþá safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hver eru þín helstu áhugamál? Saga, menning og alls konar grúsk. Hef líka gaman af því að lesa góðar bækur og er alltaf að reyna að gera meira af því. Útivist með fjölskyldunni er líka ofarlega á lista. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég er uppalin á áðurnefndum Eiríksstöðum þar sem þjóðsagan segir að heimilisfólkið hafi einu sinni tekið upp á því að spila á jólanótt með skelfilegum afleiðingum. Í minni fjölskyldu hefur því alltaf verið harðbannað að spila á aðfangadagskvöld og jólanótt og ég rígheld í þessa hjátrú. Á fundinum verður farið yfir starf félagsins síðasta árið, sagt frá því sem er framundan og kosið um nýtt einkennis merki (lógó) félagsins. Samkvæmt lögum félagsins er einnig komið að því að kjósa í stöður gjaldkera, ritara (núverandi ritari hyggst gefa kost á sér áfram) og meðstjórnanda. Framboð í öll þessi embætti er hægt að senda inn á netfang félagsins [email protected]
Eftir það verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit. Boðið verður upp á bjór, vín og allskonar gómsætar léttar veitingar á fundinum. Eftir fundinn munum við svo rölta (eða taka strætó) saman á einhvern bar (nánari upplýsingar um það koma líka fljótlega)! Við vonumst til að sjá sem flesta. Þetta verður dúndur fjör Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar verður haldinn laugardaginn 11. maí í Frístundagarðinum við Gufunesbæ! Við mætum á svæðið kl. 14:30 en þar er mikið af allskonar leiktækjum og skemmtun. Klukkan 15:00 mætir galdramaðurinn Einar einstaki svo á svæðið og verður með smá sýningu, þá verður boðið upp á pulsur og svaladrykki fyrir alla!
Við hvetjum sem flesta til að mæta og eiga glaðan dag með okkur! |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|