Við vorum svo heppin að fá frábært tilboð á leiksýninguna Velkomin heim sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu og þjóðfræðingurinn Andrea Vilhjálmsdóttir stendur að. Af því tilefni verður blásið til hópferðar í leikhús sunnudaginn 10. febrúar kl. 19:30. Hægt er að fræðast meira um sýninguna hér og svo skrá sig í beinu framhaldi með því að ýta hér en skráningu lýkur 31. janúar.
*Smáa letrið: Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að sjá sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur til að nálgast afsláttarkóða á [email protected].
0 Comments
Það stendur til að hefja nýtt ár með gleðistund á Spánska barnum, á Ingólfsstræti 8, fimmtudaginn 24. janúar kl. 17:00, þar ætlum við að hittast, spjalla og skemmta okkur saman.
Í febrúar verður nóg af dans og leik, bókstaflega. Svo verður líka Þorrablótið. Við vorum svo heppin að fá frábært tilboð á leiksýninguna Velkomin heim sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu og þjóðfræðingurinn Andrea Vilhjálmsdóttir stendur að. Af því tilefni verður blásið til hópferðar í leikhús sunnudaginn 10. febrúar kl. 19:30. Hægt er að fræðast meira um sýninguna hér og svo skrá sig í beinu framhaldi með því að ýta hér en skráningu lýkur 31. janúar. *Smáa letrið: Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að sjá sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur til að nálgast afsláttarkóða á [email protected]. Mánudaginn 11. febrúar ætlum við að fá kennslu frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Tíminn hefst klukkan 20:00 og er í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Þessu má enginn missa af, kjörið tækifæri til að læra nokkur ný múv fyrir Þorrablótið. Þorrablótið verður svo haldið föstudaginn 15. febrúar. Hlökkum við mikið til en miðasala og allar nánari upplýsingar eru væntanlegar, þið skuluð allavega taka daginn frá strax! Föstudaginn 1. mars verða frábærir tónleikar með tónlistarmanninum Einar Selvik í Norræna húsinu en hann er nýbúinn að gefa út nýja plötu. Upplýsingar um miðasölu fyrir tónleikana koma einnig fljótlega en meðlimum í Félagi þjóðfræðinga munu bjóðast þeir á kostakjörum. Hér er hægt að hlusta á tónlist með Einari til að hita upp. Þriðjudaginn 5. mars klukkan 17:15-18:30 á Háskólasvæðinu verða svo fyrirlestrar útskrifaðra MA nemenda í þjóðfræði. Þjóðfræðingarnir Jan Aksel Harder Klitgaard og Vilborg Bjarkadóttir munu segja frá rannsóknum sínum. Upplýsingar um viðburði í apríl og maí munu svo týnast inn þegar nær dregur en þá verður til dæmis ráðstefnan Litla SIEF, fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar, aðalfundur og fleira. Fyrsta starf eftir útskrift og hvað ertu að gera núna?
Deildarstjóri á leikskóla, síðan blaðamaður, ritstjóri, kennari og bóndi. Hver eru þín helstu áhugamál? Helstu áhugamál eru líklega sjálfbær búskapur og líferni og fólk. Allt sem fólk gerir, af hverju það gerir það og hvernig það reynir að bjarga sér, búa sér til sitt líf og heim með það sem það hefur. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég myndi aldrei grafa á álagabletti. Og ég er dauðhrædd við drauga.. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|