|
Laugardagur
9:00-10:30 Málstofa I: Umrót Náttúru
10:50-12:20 Málstofa II: Umrót sagna
13:00-14:40 Málstofa III: Umrót menningar
15:00-16:20 Málstofa IV: Umrót sköpunar
0 Comments
Að þessu sinni mun Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi fara fram í Þingeyjarsveit helgina 26.-28. september.
Skráning fer fram hér: forms.gle/H5CUr6ydsN8LVWR67 Ráðstefnugjaldið að þessu sinni er: 4000 kr. fyrir meðlimi FÞÍ og nemendur í þjóðfræði og 6000 kr. fyrir aðra ráðstefnugesti. Innfalið í gjaldinu er hádegismatur og kaffi á laugardag, kvöldmatarhlaðborð á laugardeginum, rútuferð, safnaheimsóknir og önnur skemmtun. Einnig er hægt að skrá sig einungis á málstofurnar á laugardeginum en þá er gjaldið 2.500 kr. með hádegismat. Hægt er að skrá sig á alla dagskránna til og með föstudagsins 12. september, skráning einungis í málstofur er opin lengur. Dagskrá: Föstudagur 18:00 Móttaka, setning ráðstefnunnar og fordrykkur 19:30 Kvöldmatur (ekki innifalið í ráðstefnugjaldi) 21:00 Skemmtun frameftir kvöldi Laugardagur 8:00-9:00 Morgunmatur 9:00-10:40 Málstofa I: Umrót Náttúru
11:00-12:20 Málstofa II: Umrót sagna
13:00-14:40 Málstofa III: Umrót menningar
15:00-16:20 Málstofa IV: Umrót sköpunar
17:35-18:20 Heimsókn og leiðsögn í Hraunsrétt 18:30-19:15 Heimsókn á persónulega safnið 20:00 Glæsilegt kvöldmatarhlaðborð á Narfastöðum 21:00 Tónlistarbingó og fjör Sunnudagur 8:00-10:00 Morgunmatur 11:00 Kveðjustund! Ath. Landsbyggðarráðstefnunefnd hefur fengið 25% afslátt í jarðböðin fyrir ráðstefnugesti fyrir þau sem hafa áhuga á að nýta sér það á sunnudeginum Það er Félag þjóðfræðinga á Íslandi sem að stendur að ráðstefnunni í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og Önnu Karen Unnsteins og Sigurlaugu Dagsdóttur sem halda utan um skipulagið í samstarfi við stjórn FÞÍ. Til að greiða ráðstefnugjaldið skal millifæra á Félag þjóðfræðinga á Íslandi og senda kvittun á [email protected]. Kt. 630299-3149 Rkn. 0137-26-145667 Við viljum einnig benda á að það borgar sig að bóka gistingu snemma til að tryggja sér öruggt pláss fyrir þessa helgi! Ráðstefnan sjálf fer fram á gistihúsinu Narfastöðum og höfum við fengið sérstakt tilboð í gistinu: Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur m. morgunmat: 22.000 kr. ( á mann) Gisting í einstaklingsherbergi í tvær nætur m. morgunmat: 32.000 kr. Til að bóka gistingu á Narfastöðum má senda tölvupóst á [email protected], einnig er hægt að hringja í síma 464-3300, en ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarsíður líkt og booking.com þar sem við höfum tekið allt húsið frá. Hlökkum til að sjá ykkur Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00 á neðri hæðinni á Café Rósenberg.
Dagskrá fundar er eftirfarandi: - Skýrsla stjórnar um liðið starfsár - Reikningar stjórnar lagðir fram til samþykktar - Kosningar í stjórn - Ákvörðun um upphæð árgjalds komandi starfsárs - Opið fyrir umræður Samkvæmt lögum félagsins er kosið í eftirfarandi stöður á fundinum: gjaldkera, ritara og annars meðstjórnanda, auk tveggja varamanna. Allir núverandi stjórnarmenn hyggjast gefa kost á sér áfram, en önnur framboð eru velkomin. Þá er einnig kosið í stöður skoðunarmanna reikninga og ritstjórn Kredda. Ef áhugi er á því að bjóða sig fram má gjarnan senda póst á netfangið [email protected]. Laganefnd FÞÍ hefur farið í gegnum lög félagsins og skilað ábendingum sínum. Þar eru ekki lagðar fram neinar efnislegar breytingar á lögunum, en lagðar eru til orðalagsbreytingar í átt að kynhlutlausara máli. Þetta á við um lagagreinar 2., 3., 5. og 8. Hér fyrir neðan má sjá lagabreytingarnar með uppfærðu orðalagi: 2. gr. Félagar geta orðið: 1. Þau sem lokið hafa háskólaprófi, (BA-prófi hið minnsta), með þjóðfræði sem aðal eða aukagrein. 2. Þau sem hafa háskólapróf í öðrum greinum og stunda þjóðfræðirannsóknir. 3. Önnur sem stjórn telur uppfylla þær kröfur sem gera verður til háskólamenntaðra þjóðfræðinga. 3. gr. Markmið félagsins er að efla þjóðfræðirannsóknir, kynna fræðigreinina, styðja við þjóðfræðikennslu og miðlun fræðanna til almennings. Félagið stuðlar að samvinnu þeirra sem starfa við fagið og gætir hagsmuna þjóðfræðinga. Enn fremur er tilgangur félagsins að efla samstarf íslenskra þjóðfræðinga við erlent fræðafólk á sama sviði og samtök þeirra. 5. gr. Stjórn félagsins skipa fimm aðilar ... 8. gr. Stofnfélagar Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Öll þau sem skráðu sig í Félag þjóðfræðinga á Íslandi á fyrsta starfsári þess teljast stofnfélagar. Lagabreytingarnar verða teknar fyrir á aðalfundi FÞÍ þann 27. maí. Við bendum á að fundurinn er haldinn í beinu framhaldi af viðburði FÞÍ á Landnámssýningunni. Við hlökkum til að sjá ykkur! Félag þjóðfræðinga á Íslandi auglýsir styrki til ráðstefnuferða sumarið 2025
Félag þjóðfræðinga fékk fyrir þremur árum styrk eyrnamerktan ráðstefnuferðum þjóðfræðinga og þjóðfræðinema. Veittir verða ferðastyrkir fyrir tvær þjóðfræðiráðstefnur sumarið 2025, til ferða á SIEF sem fer fram 3.-6. júní í Aberdeen og Norræna þjóðfræðiþingið sem fer fram 11.-14. júní í Turku. Styrkurinn er til niðurgreiðslu á ráðstefnugjöldum. Styrkhæf eru þau sem hafa ekki hlotið aðra styrki til ráðstefnunnar (að undantöldum niðurgreiðslu frá stéttarfélagi), eða fá ferðina greidda á annan hátt. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí. Þrír fulltúar frá FÞÍ munu fara yfir allar umsóknir og fá allir umsækjendur svar ekki seinna en 25. maí. Ef þið hafið einhverjar spurningar má hafa samband við Félag þjóðfræðinga á [email protected] Umsóknarformið má finna hér Óskum eftir ágripum fyrir Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2025 í Þingeyjarsveit sem haldin verður 26.-28. september!
Þau sem hafa hug á að halda erindi eru beðin um að senda inn titil og stutt ágrip (200-300 orð) á netfangið [email protected] til og með 15. maí. Farið verður yfir ágripin og höfundum svarað eigi síðar en 30. maí Þema ráðstefnunar er Umrót. Yfirskriftin vísar til endurskoðunar og endursköpunar sem hreyfir við okkur, rótar í veruleikanum á einhvern hátt og breytir því hvernig við hugsum um umhverfi okkar. Þjóðfræðingar rannsaka jafnan breytingar, hvað veldur umróti og hvað það hefur í för með sér. Stundum leiða rannsóknir þjóðfræðinga líka til ákveðins umróts, hlutverk þjóðfræðinga er meðal annars að rýna í hversdaginn að fornu og nýju, og við það mótast oft ný sjónarhorn á viðfangsefni rannsóknanna sem leiða til breytinga á því hvernig við hugsum um þau. Oft fer lítið fyrir umrótinu í fyrstu en seinna meir sjást áhrif þess í breyttu viðhorfi til fortíðar og samtíðar. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna sjálfa í maí. Ráðstefnan mun fara fram á gistihúsinu Narfastöðum en þau bjóða gestum uppá veglegan afslátt af gistingu yfir ráðstefnuhelgina. Framundan eru allskonar fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir framundan hjá Félagi þjóðfræðinga sem okkur langar að deila með ykkur svo þið getið merkt þá í dagbækurnar sem fyrst!
Þriðjudaginn 11. mars kl. 16:00 ætlar Félag þjóðfræðinga á Íslandi að skella sér á handritasýninguna í Eddu. Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri tekur á móti hópnum og segir okkur aðeins frá sýningagerðinni inní fyrirlestrasal áður en við skoðum sýninguna sjálfa. Eftir að við erum búin að skoða sýninguna ætlum við að færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda spjallinu áfram. Athugið að það þarf að skrá sig hér: https://forms.gle/2e87Y4RTJGHHxMsb6 Þriðjudaginn 25. mars hefjast MA fyrirlestrar svo að nýju en nú í samstarfi við Borgarsögusafn sem við erum ótrúlega spennt fyrir! Fyrst á dagskrá er Ingibjörg Sædís en hún ætlar að kynna rannsóknina sína: Af Koli, Lucy og Lúkasi: Íslensk "hundamenning" í hundrað ár. Viðburðurinn fer fram á Landnámssýningunni kl. 16:00-17:00. Eftir erindið færum við okkur yfir á Rósenberg og höldum spjallinu áfram. MA fyrirlestrar, þar sem nýlegar MA ritgerðir í þjóðfræði eru kynntar verða mánaðarlega fram á vorið og verða því svipaðir viðburðir í samstarfi við Borgarsögusafn einnig í apríl og maí. Mánudaginn 7. apríl verðum við með Ethnóbíó í Eddu kl. 16:00, þá verða sýndar nokkrar áhugaverðar og skemmtilegar stuttmyndir sem unnar hafa verið af þjóðfræðingum og þjóðfræðinemum. Höfundar myndanna verða einnig á staðnum og geta svarað spurningum. Nánari upplýsingar um myndarnar koma þegar nær dregur og eftir áhorfið ætlum við svo auðvitað að rölta yfir á Stúdentakjallarann til að spjalla og halda áfram að hafa gaman. Fimmtudaginn 15. maí ætlum við í þjóðfræðigöngu með Einari Skúlasyni MA nema í þjóðfræði. Þetta verður létt og skemmtileg ganga (á milli 1-2 klst) með þjóðlegum fróðleik og fjöri. Gönguleiðin verður í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og verður ákveðin út frá veðri. Við stefnum svo á að hafa grillpartý eftir gönguna (fyrir göngugarpa og aðra) ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um þetta koma einnig þegar nær dregur. Í maí fer aðalfundur félagsins einnig fram en til hans verður boðað með tveggja vikna fyrirvara, eins og kveðið er á um í lögum félagsins. Í kjölfar aðalfundarins hefur svo jafnan verið einhver skemmtun, spjall, gleði og gaman. Nú styttist líka í landsbyggðarráðstefnu, en hún mun fara fram í Þingeyjarsveit 26.-28. september 2025, í skipulagsnefnd eru Anna Karen Unnsteins og Sigurlaug Dagsdóttir og hlökkum við mikið til! Sent verður út kall eftir erindum snemma í apríl og hlökkum við til að segja ykkur betur frá því. Endilega fylgist með félaginu á Facebook síðu þess og við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest í vor! Tveir stórir viðburðir á dagskránni 2025 sem vert er að nefna sérstaklega:
Allskonar fleira er líka á döfinni MA-fyrirlestrar, umræður um gervigreind og tækni í rannsóknum, sýningarheimsóknir og fræðibjórar á Rósenberg svo dæmi séu nefnd. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum FÞÍ (á Facebook og Instagram) og hlökkum til að hittast og hafa gaman 2025! Nú er aldeilis margt á döfinni hjá Félagi þjóðfræðinga sem okkur langaði að deila með ykkur.
Föstudaginn 11. október verður Hrekkjavökufjör sem hefst á draugagöngu kl. 20:00 í Víkurgarði (Fógetagarðinum við Skúlabar). Þjóðfræðingurinn Björk Bjarnadóttir sér um draugasögurnar og eftir gönguna ætlar hópurinn svo í sal í Gamla garði þar sem fjörið heldur áfram og boðið verður uppá smá drykki og gotterí, en mjög þyrstum er ráðlagt að taka með nesti. Föstudaginn 18. október er svo á dagskránni heimsókn á glænýja örverusýningu á Hönnunarsafni Íslands kl. 16:00 og svo í beinu framhaldi æsispennandi súrdeigsmatarboð með Ragnheiði Maísól Sturludóttur þjóðfræðing og sýningarstjóra. Við vekjum athygli á því að nauðsynlegt er að skrá sig á þennan viðburð og takmörkuð pláss í boði, skráning fer fram hér: https://forms.gle/eyf4x4Xs9RJRmCF97 Þá er á döfinni eftirpartý fyrir Þjóðarspegilinn er hann fer fram þann 1. nóvember, nánari upplýsingar um það koma þegar nær dregur. Það er einnig gaman að segja frá því að búið er að velja stað og dagsetning fyrir næstu landsbyggðarráðstefnu, en hún mun fara fram í Þingeyjarsveit 26.-28. september 2025, í skipulagsnefnd eru Anna Karen Unnsteins og Sigurlaug Dagsdóttir og hlökkum við mikið til! Endilega fylgist með félaginu á Facebook síðu þess og við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest í vetur! Fimmtudaginn 12. september kl. 16:30 munu nokkrir þjóðfræðingar kynna efni nýlegra BA ritgerða sinna. Viðburðurinn verður í Háskóla Íslands, í Odda stofu 206.
Eins og við vitum öll eru ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og skemmtilegar og gefst hér einstakt tækifæri til að fræðast um margt á stuttum tíma. Þær rannsóknir sem kynntar verða eru:
Eftir Þjóðfræðigleraugun munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda fjörinu áfram þar. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Umsókn fyrir landsbyggðarráðstefnu Félags þjóðfræðinga haustið 2025 Haustið 2025 ætlar Félag þjóðfræðinga að halda landsbyggðarráðstefnu. Líkt og undanfarin ár langar okkur að fá þjóðfræðinga á landsbyggðinni okkur til aðstoðar og búa til landsbyggðarráðstefnunefnd sem myndi starfa með Félagi þjóðfræðinga við undirbúning, skipulag, samskipti á svæðinu og styrkumsóknagerð. Við mælum því með að að minnsta kosti tveir þjóðfræðingar sem eru tilbúnir til að taka áfram þátt í undirbúningsvinnu með okkur standi að uppástungu eða umsókn um stað fyrir ráðstefnuna. Umsóknarfresturinn er til 22. september og við hvetjum ykkur til að senda okkur tölvupóst á [email protected] og hafa samband ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi fyrirkomulagið og einnig til að skila inn uppástungum. Gott væri að taka fram:
Mynd frá Landsbyggðarráðstefnu á Egilsstöðum 2021
|
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2025
|