Á heimasíðu Þjóðminjasafnsins segir:
Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga. Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu en eins og kunnugt er getur hnattræn hlýnun haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf. Samkvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar og meðalhitastig í dag er umtalsvert hærra en fyrir iðnbyltinguna í lok 18. aldar. Spurningaskráin er lögð fyrir á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð en hún er hluti af rannsóknarverkefni með heitinu Framtíðin er núna, tilvist og fyrirmyndir í umræðunni um loftslagsbreytingar. Sjá nánar á https://future.w.uib.no/.
0 Comments
Hvað var fyrsta starfið þitt eftir útskrift?
Ég gerðist aðstoðarkennari við HÍ þegar ég var enn í MA-námi. Ég hef síðan þá verið að kenna. Annað starf sem tók við eftir útskrift var að selja ís á Borough Market í London sem er matarmarkaður. Því miður er ástandið þannig í London að flestir sem voru að vinna við að selja osta og ís á þessum matarmarkaði voru með meistara- eða doktorspróf úr hug- eða félagsvísindum. Hvað ertu að gera í dag? Í dag er ég lektor við Listaháskóla Íslands og kenni tvo námskeið á haustönn: námskeið um sögur og sviðsetningar, og annað um listir og sjálfsmyndir. Ég er einnig að leiðbeina fjórum BA-ritgerðasmiðum sem allir eru að læra hönnun. Þau eru að skrifa um tyggjóklessur, sjónarhorn mannsins á náttúruna, dyra- og póstkassamerkingar og húmor í hönnun. Þetta eru allt verkefni þar sem þjóðfræðin kemur að góðu gangi. Í dag er ég samt aðallega að bíða eftir að bók mín og ljósmyndarans Svölu Ragnardóttir komi úr prentun. Hún heitir Krossgötur og er um álfatrú, alfabyggðir og bannhelga staði víða um landi. Við höfum verið að vinna í henni í fjögur ár. Það hefur verið mjög huggulegt að fá að dvelja svona lengi með álfum og álfasteinum, sérstaklega þegar ástandið er svona svart varðandi loftlagsmálin, þá getur þjóðfræðingur að minnsta kosti beitt sér fyrir því að óspillt náttúra fái að halda sér. Líklegast væri best ef öll óspjölluð náttúra væri séð sem bannhelg. Hver eru þín helstu áhugamál? Mitt helsta áhugamál er að drekka kaffi á Pallett kaffihúsinu í Hafnarfirði á meðan ég tek mér góðan tíma til að grúska í einhverju skrýtnu: gömlum fréttum eða bókum, timarit.is og ismus.is eru í miklu uppáhaldi. Svo finnst mér reyndar mjög gaman að vera með fjölskyldunni minni og fara með börnunum á róló, í sund eða í Fjölskyldugarðinn. Kannski finnst einhverjum það hljóma eins og lygi, en mér finnst til dæmis mjög gaman að róla aftur, nú á gamals aldri. Er einhver hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég gæti ekki raskað ró álfa og ég á mjög erfitt með að stíga á grafir, þótt það sé stundum erfitt að forðast slíkt, eins og til dæmis á Fógetatorgi eða öðrum gömlum grafstöðum. Sagt er að London sé í raun einn stór kirkjugarður. Þannig að ... hvað veit maður? Þjóðarspegillinn, ráðstefna Háskóla Íslands í félagsvísindum, verður haldinn í 19. skipti núna föstudaginn 26. október. Ráðstefnan er haldin í október ár hvert. Um 170 fyrirlestrar eru fluttir í u.þ.b. 45 málstofum sem fjalla um það sem efst er á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. Frítt er á alla fyrirlestra ráðstefnunar. Hægt er að nálgast dagskrána í heild sinni með því að ýta HÉR Við höfum einnig tekið saman nokkrar áhugaverðar málstofur þar sem þjóðfræðingar halda erindi: Þetta verður heljarinnar fjör sem að ENGINN má missa af. Það er alltaf gaman að hitta þjóðfræðinga og skemmta sér saman og það verður líka nóg á dagskránni.
Meðal annars: - Gómsætar veitingar og drykkir. - Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason treður upp. - Einbreið brú. - Gamanmál, ræður og allskonar þjóðfræðisprell! Miðinn kostar 3500 kr. fyrir meðlimi félagsins og 4500 kr. fyrir aðra. Leggja þarf inn á Félag þjóðfræðinga til að greiða fyrir miðann: Kennitala: 630299 - 3149 Reikningsnúmer: 0137-26-145667 Skráning fer fram HÉR Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í SIEF ráðstefnunni 2019 (International Society for Ethnology and Folklore) rennur út mánudaginn 15. október. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Santiago de Compostella þann 14.-17. apríl 2019. Þemað í ár er Track Changes: Reflecting on a Transforming World. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SIEF samtakana: https://www.siefhome.org/index.shtml
SIEF heldur ráðstefnur á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin í Göttingen í Þýskalandi vorið 2017 og fór stór hópur þjóðfræðinga frá Íslandi bæði til að vera með erindi og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með. Við hvetjum þjóðfræðinga á Íslandi auðvitað til að fjölmenna aftur á ráðstefnuna. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|