Fimmtudaginn 3. október kl. 17:15 mun Björk Hólm segja frá MA rannsókn sinni í þjóðfræði sem ber yfirskriftina: „Ég vil helst ekki labba ein heim...“ Upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþættir og öryggisbrögð. Viðburðurinn verður haldinn í Háskóla Íslands, í Odda - stofu 206. Það eru allir velkomnir! Að erindinu loknu munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann, spjalla saman og hafa gaman. Ágrip erindis:
Í fyrirlestrinum mun ég gera grein fyrir rannsókn og efni lokaverkefnis míns til MA gráðu í þjóðfræði. Líkt og titillinn gefur til kynna geri ég tilraun til að draga upp mynd af öryggistilfinningu kvenna, hverju hún tekur mið af og hvernig þær bregðast við henni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölþættar enda tilfinningar krefjandi og margslungið rannsóknarefni. Það var áberandi að heimildakonur álitu miðborgina ekki hættulegan stað í þeim skilningi en sammældust þó allar um að vissar kringumstæður á ákveðnum tíma geti skapað aðstæður sem valda óöryggi – þetta fjalla ég nánar um fyrirlestrinum. Öryggiskennd viðmælenda mótast þannig af víxlverkun ótal þátta í félagslegu og byggðu umhverfi, í bland við eigin reynslu og upplifanir. Birtuskilyrði, fólk og fólksfjöldi eru dæmi um áhrifaþætti sem fjallað er um en auk þess eru áhrif eftirlitsmyndavéla og samtímasagna tekin til greina.
0 Comments
Ég útskrifaðist með Bed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1993 og lokaritgerðin mín þar fjallaði um Grýlukvæði í safni Ólafs Davíðssonar: Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. (Ég man því miður ekki hvað hún heitir).
Fyrsta starf eftir útskrift? Fyrir og eftir útskrift vann ég sem stundakennari við námsbraut í þjóðfræði, gerði fjölmarga útvarpsþætti fyrir Rúv sem allir fjölluðu um þjóðfræði og starfaði líka sem leiðsögumaður í hjólaferðum á Ítalíu, Austurríki og Frakklandi en þar kom þjóðfræði reyndar lítið við sögu. Hvað ertu að gera núna? Núna á ég heima í Hveravík á Ströndum þar sem ég nota tímann til að tala við hestana sem hér eiga líka heima og hundinn Hansa sem hér ræður eiginlega öllu og svo er ég líka með vikulegt innslag héðan af Ströndum í Mannlega þættinum á Rúv. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru að tala við hestana eins og áður hefur komið fram, fara með hundinum Hansa í gönguferðir, græða upp landið hér sem líklega hefur verið ofbeitt í gegnum aldirnar, fara á kajak á firðinum og njóta þess að vera hluti af þessu frábæra samfélagi sem hér er. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ekki margt er ég hrædd um, ég vil þó t.d. helst ekki tala um eitthvað slæmt sem gæti gerst af því þá gæti það gerst, Kannski ekki hjátrú en ég mundi ekki vilja að álfasteinarnir hér í hlíðinni yrðu færðir til og mér finnst óþægilegt þegar hundurinn ,,merkir” sér þá. Já það er semsagt ekki mikil hjátrú eftir í mínu höfði og kannski hefur áralangt þjóðfræðigrúsk breytt einhverju þar um. Stefnan fyrir landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2020 er tekin á Egilsstaði! Það voru þær Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Eyrún Hrefna Helgadóttir sem að stóðu að umsókninni og munu koma að skipulagningu ráðstefnunar ásamt stjórn Félags þjóðfræðinga! Við erum ótrúlega spennt, þetta verður frábært!
Þeir þjóðfræðingar sem munu segja frá ritgerðum sínum eru:
Fjóla K. Guðmundsdóttir - Hulduheimafæðingar: Þróun og einkenni íslenskra ljósmóðursagna á 19. og 20. öld. Vigdís Lilja Guðmundsdóttir - „If I am a star, the people made me a star. No studio, no person, but the people did.“ Lífsferill Marilyn Monroe og áhrif hennar á poppmenningu. Ragnhildur Sara Arnarsdóttir - „Hátíð fyrir þá en þetta er dálítið kreisí fyrir hina.“ Upplifun fólks af Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Thelma Björgvinsdóttir - “...svo miklar drossíur” Silver Cross barnavagnar - saga, menning og fortíðarþrá í íslensku samfélagi á 20. og 21. öld Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar og eru allir velkomnir! Eftir Þjóðfræðigleraugun munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda fjörinu áfram þar. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|