Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Sif Jóhannesdóttir

2/25/2020

0 Comments

 
Picture
​Nafn: Sif Jóhannesdóttir
 
Útskriftarár: Ég útskrifaðist með BA í þjóðfræði 2001 og MA í hagnýtri menningarmiðlun 2009.
 
Lokaritgerð/ir: BA ritgerð mín í þjóðfræði hét “Mátulegt er meyjarstig” sem fjallaði um íslenska tröllið. Hvernig það er m.a. birtingarmynd heiðni og villtrar náttúru. 
Frá tíu ára aldri hef ég verið hugfangin af íslensku þjóðsagnaverunum, í þjóðfræðináminu beindist athygli mín sérstaklega að tröllum. Tröllasögur eru fullar af svörtum húmor og ádeilu. Meistaraverkefni mitt úr hagnýtri menningarmiðlun fjallaði um eyðiþorpið Skálar á Langanesi.

Fyrsta starf eftir útskrift?
Ég starfaði við kennslu í grunnskóla þegar ég lauk BA námi og hélt því áfram í þó nokkur ár.
 
Hvað ertu að gera núna?
Ég er verkefnastjóri hjá SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Þar hef ég umsjón með námsveri á Dalvík, vinn að þróunarverkefnum, kem að gerð fræðslugreininga og margt fleira.
 
Hver eru þín helstu áhugamál?
Bókalestur alltaf númer eitt, einhvern veginn verður það nú þannig að glæpasögur taka til sín stóran hluta af mínum lestrartíma, en ég er alltaf að leitast við að stækka hluta fagurbókmennta og fræðibóka í bunkanum á náttborðinu. Þar fyrir utan hef ég mjög gaman af gönguferðum, helst um íslenskar heiðar, ekki skemmir ef gott sagnafólk er með í för.
 
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Nei, satt best að segja er ég skammarlega lítið hjátrúarfull. Mér er reyndar meinilla við að hrífur snúi tindum upp í loft og aldrei myndi ég drepa járnsmið viljandi, það stýrist þó held ég meira af slysahættu og virðingu fyrir lífi almennt en ótta við rigningu.
0 Comments

Myndir af Þorrablótinu 2020

2/17/2020

0 Comments

 
Þorrablót Þjóðbrókar og FÞÍ var haldið með pompi og prakt föstudaginn 14. febrúar síðastliðinn. Heppnaðist blótið mjög vel enda frábær hópur samankominn. Maturinn var góður, skemmtiatriðin frábær og Víkivakinn stendur alltaf fyrir sínu. Í lokin var svo dansað og spjallað fram á nótt.

Sett var upp myndahorn þar sem gestir gátu tekið myndir af sér í umhverfi kuklara. Þessar myndir má sjá á Facebooksíðu Þjóðbrókar. Einnig má sjá gifmyndbönd sem hægt var að taka upp í myndahorninu hér.

Við þökkum kærlega fyrir kvöldið og erum strax farin að hlakka til næsta Þorrablóts!

0 Comments

Miðasala á Þorrablótið

2/9/2020

0 Comments

 
Miðasalan á Þorrablót Þjóðbrókar og FÞÍ er í fullum gangi. Síðasti dagur miðasölu er 10. febrúar. Bæði er hægt að kaupa miða í Odda í Háskóla Íslands milli klukkan 11 og 15 en þau sem ekki komast í miðasöluna geta sent tölvupóst á felagthjodfraedinga@gmail.com eða haft samband við okkur í skilaboðum á Facebook.

Miðaverð er 6500 kr. fyrir félagsmenn Þjóðbrókar og FÞÍ og 7500 kr. fyrir aðra.

Þorrablótið sjálft er svo 14. febrúar í Akóges salnum að Lágmúla 4, á 3. hæð. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:00.  Nánari upplýsingar um Þorrablótið má finna hér.
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband