Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Aðalfundur FÞÍ, ný stjórn & lógó!

5/29/2019

0 Comments

 
Picture
Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi var haldinn 25. maí í Hamraborg. Fundurinn var vel sóttur. Kosið var í stöður ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, auk þess sem kosið var um nýtt lógó félagsins. 
Í stjórn Félags þjóðfræðinga árið 2019-2020 eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður, Alice Bower gjaldkeri, Ríkey Guðmundsdóttir Eydal ritari og Snjólaug G. Jóhannesdóttir og Dagný Davíðsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Arndís Hulda Auðunsdóttir og Silja Ósk Þórðardóttir.
Þá var einnig kosið um nýtt kennimerki Félags þjóðfræðinga á Íslandi en alls bárust 11 tillögur og var það hugmynd Sigrúnar Sigvaldadóttur sem bar sigur úr býtum í tveimur útfærslum. 
Picture
0 Comments

Lógó keppni!

5/14/2019

0 Comments

 
Picture
Nú ætlum við að efla til keppni um nýtt einkennis merki (lógó) fyrir Félag þjóðfræðinga á Íslandi! Það má vera hvernig sem er en verður auðvitað að tengjast þjóðfræði á einhvern hátt. Það er mikilvægt að lógó-ið sé vandað en ekkert hámark er á hve margar hugmyndir hver einstaklingur má senda inn, ekki er heldur nauðsynlegt að vera í félaginu til að senda inn hugmynd.

Skila þarf inn lógó-inu fyrir 20. maí í tölvupósti á netfangið felagthjodfraedinga@gmail.com í góðri upplausn!

Kosið verður um lógóið á aðalfundi Félags þjóðfræðinga sem haldinn verður föstudaginn 24. maí næstkomandi!

Skemmtileg verðlaun verða fyrir lógóið sem verður valið
0 Comments

Þjóðfræðingur mánaðarins: Elsa Guðný Björgvinsdóttir

5/14/2019

0 Comments

 

​Nafn: Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Útskriftarár: Útskrifaðist með MA í hagnýtri þjóðfræði árið 2015. Hafði áður tekið BA í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.
Picture
Lokaritgerð/ir: Lokaverkefnið mitt bar heitið ”Yfir dundi askan dimm” og var annars vegar rannsókn á upplifun fólks af öskufallinu sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju árið 1875 og hins vegar sýning þar sem efninu var miðlað til almennings. ​Kveikjan að verkefninu var dagbók sem langalangafi minn, Gunnlaugur Snædal bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, skrifaði á þeim tíma sem askan féll og geymir afar áhrifamiklar lýsingar. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Terry Gunnell og sýningin var bæði sett upp á Vopnafirði og Egilsstöðum.

Fyrsta starf eftir útskrift?
Safnstjóri Minjasafns Austurlands.

Hvað ertu að gera núna?
Er ennþá safnstjóri Minjasafns Austurlands.

Hver eru þín helstu áhugamál?
Saga, menning og alls konar grúsk. Hef líka gaman af því að lesa góðar bækur og er alltaf að reyna að gera meira af því. Útivist með fjölskyldunni er líka ofarlega á lista.

Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
​Ég er uppalin á áðurnefndum Eiríksstöðum þar sem þjóðsagan segir að heimilisfólkið hafi einu sinni tekið upp á því að spila á jólanótt með skelfilegum afleiðingum. Í minni fjölskyldu hefur því alltaf verið harðbannað að spila á aðfangadagskvöld og jólanótt og ég rígheld í þessa hjátrú.  
0 Comments

Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi

5/8/2019

0 Comments

 
Picture
Föstudaginn 24. maí verður haldinn aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi á Rakarastofunni Herramenn í Hamraborg 9, klukkan 19:00!
Á fundinum verður farið yfir starf félagsins síðasta árið, sagt frá því sem er framundan og kosið um nýtt einkennis merki (lógó) félagsins. Samkvæmt lögum félagsins er einnig komið að því að kjósa í stöður gjaldkera, ritara (núverandi ritari hyggst gefa kost á sér áfram) og meðstjórnanda. Framboð í öll þessi embætti er hægt að senda inn á netfang félagsins felagthjodfraedinga@gmail.com

Eftir það verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit.

Boðið verður upp á bjór, vín og allskonar gómsætar léttar veitingar á fundinum.

Eftir fundinn munum við svo rölta (eða taka strætó) saman á einhvern bar (nánari upplýsingar um það koma líka fljótlega)!

Við vonumst til að sjá sem flesta. Þetta verður dúndur fjör
0 Comments

Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar

5/8/2019

0 Comments

 
Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar verður haldinn laugardaginn 11. maí í Frístundagarðinum við Gufunesbæ! Við mætum á svæðið kl. 14:30 en þar er mikið af allskonar leiktækjum og skemmtun. Klukkan 15:00 mætir galdramaðurinn Einar einstaki svo á svæðið og verður með smá sýningu, þá verður boðið upp á pulsur og svaladrykki fyrir alla!

Við hvetjum sem flesta til að mæta og eiga glaðan dag með okkur! ​
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband