Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur fer á SIEF: Dagrún Ósk Jónsdóttir

4/23/2019

0 Comments

 
Picture
Nú í vikunni fyrir páska var 14. ráðstefnan á vegum SIEF (International Society of Folklore and Ethnology) haldin í borginni Santiago de Compostela á Spáni. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var Track Changes: Reflecting on a Transforming World. 
Það er auðvitað alltaf mjög gaman að ferðast, koma á nýja staði og upplifa nýja menningu, byggingar, siði, hefðir, mat og auðvitað veður. Við vorum svo mjög heppin með veðrið en þrátt fyrir að rigningu hafi verið spá alla dagana fengum við þó nokkuð af sól, ráðstefnuhaldarar höfðu fært nunnunum egg sem er þekktur brúðkaupssiður þar í landi til að hafa áhrif á veðrið fyrir stóra daginn. Þess vegna er sérstaklega gott að fara á þjóðfræðiráðstefnur, þar kunna menn öll trixin í bókinni!
​Santiago de Compostela er borgin þar sem Jakobsvegurinn endar, þar var því allt fullt af glöðum pílagrímum með bakpoka og göngustafi. Kirkjurnar í Santiago eru mjög tilkomumiklar og það var sérstaklega gaman að vera í borginni svona rétt fyrir páska þar sem borgarbúar fögnuðu svokallaðri Holy week með því að ganga í afar sérstökum búningum (sem má fræðast um hér) með líkneski um götur borgarinnar að næturlagi. 
Picture
Matarmenningin er líka mjög áhugaverð en þarna smakkaði fólk allt frá svínseyrum að kolkröbbum, borðaði tapas í öll mál og drakk vín. Þessi ferð verður líka lengi í minnum höfð vegna þess hve erfitt það var fyrir marga að komast á staðinn vegna sviptinga í flugi rétt fyrir ráðstefnuna (bæði vegna wowair og veðurs) og þetta voru raunar hálfgerðar pílagrímsferðir þrátt fyrir að enginn hafi endað á því að labba frá Keflavík. ​
Íslendingar létu það nú samt ekki stoppa sig og má segja að mætingin hafi verið ótrúlega góð. Um það bil 20 íslenskir þjóðfræðingar voru með erindi á ráðstefnunni en hópurinn frá Íslandi taldi í kringum 40 manns sem er frábært. Þetta er tiltölulega stór ráðstefna og ég heyrði einhversstaðar að heildartala gesta hefði verið í kringum 900 manns. 
Ráðstefnan stendur yfir í nokkra daga, dagskráin er þétt og það er margt um að vera svo allir ættu að geta fundið málstofu við sitt hæfi. Sjálf fór ég á málstofur um safnamál, þjóðsögur, þjóðfræði barna og samfélagsmiðla og instagrammara sem að var mjög áhugaverð og skemmtileg. 
Picture
Lokaviðburðurinn var svo sérstaklega skemmtilegur þegar að Barbara Kirshenblatt-Gimblett hélt erindi um hlutverk safna í breyttum heimi. Dorothy Noyes, Regina Bendix og Sharon Roseman bættust svo í hópinn og töluðu um hluti sem hafa sérstaka merkingu fyrir þær sem að var ótrúlega persónulegt og skemmtilegt.
Sief verður næst haldið í Helsinki í Finnlandi árið 2021. Ég hvet alla sem tök hafa á til að skella sér með á ráðstefnuna en þær eru ótrúlega mikilvægar, bæði til að kynnast fólki í fræðunum, heyra nýjar og spennandi hugmyndir og aðferðir og ræða sínar eigin hugmyndir og fá uppástungur og ábendingar. 
Dagrún Ósk Jónsdóttir, Formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Picture
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband