Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Vilborg Davíðsdóttir

10/14/2019

0 Comments

 
Picture
Nafn: Vilborg Davíðsdóttir 

Útskriftarár: 2005 

​Lokaritgerð/ir: BA ritgerð 2005: ,,Þrettánda í jólum þá fer allt af stað": Rannsókn á þrettándasiðnum á Þingeyri og áþekkum grímu-og heimsóknasiðum á Íslandi . MA ritgerð 2011: ,,An Dat's de Peerie Story": Rannsókn og túlkun á sögnum tveggja Hjaltlendinga
Fyrsta starf eftir útskrift?
​Síðar sama ár, 2005, gaf ég út skáldsöguna Hrafninn sem gerist á Grænlandi á 15. öld. Þjóðfræðinámið kom sér þar mjög vel og sumir kúrsarnir nýttust beint inn í bókina þar sem ég dreg upp hugarheim inúíta og norrænna manna á miðöldum.

Hvað ertu að gera núna?
Ég er að skrifa mína tíundu bók, skáldsögu sem gerist í byrjun 10. aldar. Af og til held ég erindi, um tilurð bókanna og líka um ástvinamissi og sorg. 

Hver eru þín helstu áhugamál?
Hvaðeina sem ég er að skrifa um þá stundina. Víkingaöldin er þar fyrirferðarmikil og hefur verið síðasta áratuginn.  Þess utan þá er það garðyrkja og allt sem lýtur að gróðri jarðar. Ástæðan er sú að sl. vetur eignaðist ég sumarbústað, Urðarbrunn, sem stendur í litlum skógi í Bláskógabyggð, og það er dásamlegt og endurnærandi að vera þar úti í náttúrunni og með fingurna í moldinni. Og svo á ég núna litla ömmustelpu, Sylvíu, sem dýpkar lífið og gerir allt skemmtilegra.

Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
Ég er forlagatrúar og held fast í ýmsa hjátrú en man í svipinn ekki eftir neinu banni. Hins vegar trúi ég statt og stöðugt á alls kyns tákn sem birta mér skilaboð úr yfirnáttúrunni um gæfu, hrafnar sem fljúga í sömu átt og ég, eða kveðjur frá dánum ástvinum, eins og regnboginn. 
0 Comments

Hópferð á ANDSPÆNIS

10/13/2019

0 Comments

 
Picture
Miðvikudaginn 16. október kl. 17:00 ætlar Félag þjóðfræðinga á Íslandi að fara í hópferð á listasýninguna Andspænis sem að þeir Þrándur Þórarinsson og Hugleikur Dagsson standa fyrir í Gallery Port. Sýningin er innblásin úr íslenskum þjóðsagnaarfi og eitthvað sem að enginn þjóðfræðingur má láta framhjá sér fara. Þrándur Þórarinsson mun hitta okkur á sýningunni og segja aðeins frá henni.

Í lýsingu á sýningunni segir:
Í ANDSPÆNIS sækja þeir sína uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi. Í hverju verki fyrir sig etja þeir saman goðsögnum. Þrándur túlkar það í málverki og Hugleikur í myndasögu. Hér er að finna bardaga eins og Skoffín andspænis Skuggabaldri, Bakkabræður andspænis Lagarfljótsormi og að sjálfsögðu Sæmund Fróða andspænis Kölska.

Eftir að við höfum skoðað sýninguna getum við svo fengið okkur sæti á nálægum bar og haldið spjallinu áfram.

​Hlökkum til að sjá ykkur. 
0 Comments

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband