![]()
Inngangur
Snemma á síðastliðnu ári mátti lesa í helstu fréttamiðlum landsins, að Heiðursverðlaun hinna íslensku tónlistaverðlauna árið 2015 hefðu fallið í skaut hljómsveitarinnar Sykurmolanna. Bíddu, er það ekki bara einhverjum gamlingjum úr hinni menningarlegu elítu sem hlotnast slíkur heiður, hugsaði ég með mér þegar ég las fréttina, en ekki einhverjir róttækir pönkarar? Hljómsveitin var raunar ekki eiginleg pönkhljómsveit en einhverjir meðlimir hennar voru þó yfirlýstir pönkarar. Þau eru að vísu ekki nein unglömb lengur og þar af leiðandi varla áhangendur unglingamenningar eins og pönkið var, eða hvað? Tímabili unglingsáranna fylgir oft uppreisn gegn valdi foreldranna og viðteknum gildum samfélagsins, auk þess sem margir unglingar eru móttækilegir fyrir ýmsum nýjungum. Það er því oftar en ekki að þegar einstaklingar leita í jaðarmenningarhópa, eins og pönkið, þá gerist það á þessum mótunarárum unglingsins. Hvað gerist svo þegar unglingurinn verður fullorðinn? Heldur hann tryggð við þá menningu sem hann aðhylltist á unglingsárum eða lætur hann af bernskubrekum og „fullorðnast“?
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|