Ég sá eitt sinn ljósmynd af ungri konu sem hafði það sterk áhrif á mig að það mætti jafnvel tala um að hún hafi eftir það ásótt mig og ofið sig inn í hugarheim minn. Myndin var í gamalli bók sem ég fann í grúski mínu í hillum Landsbókasafns þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Ljósmyndin sýnir unga konu, Stanislawa P, sitjandi með augun lokuð í einskonar algleymi eða leiðslu. Hún er umkringd myrkri og klædd í einkennilegan búning sem gerir henni nær ókleift að athafna sig. Út úr munni hennar flæðir ljósleitt og órætt efni. Fegurð hennar er dáleiðandi og minnir að vissu leyti á helgimynd þar sem heilagur andi fyllir viðkomandi dýrling. Myndin er einnig ögn óhugnaleg, ef til vill vegna myrkursins sem umlykur konuna.
0 Comments
Inngangur
Þegar kom að því að ég færi að skrifa lokaritgerð mína í þjóðfræði var ég staðráðin í því að skrifa um ævintýri, enda hafði heimur ævintýranna og möguleikar rannsókna á þeim heillað mig verulega. Ég tók allar mína valeiningar innan kynjafræðinnar og var því spennt fyrir því að sameina þetta tvennt, ævintýri og kynjafræði. Það má lesa margt úr klæðnaði okkar en í honum endurspeglast sjálfsmyndin. Sjálfsmyndin mótast af því umhverfi sem við ölumst upp í og af þeim hópum sem við tilheyrum. Það er ekki bara tíska sem hefur áhrif á klæðnaðinn, því í honum getur falist ákveðin yfirlýsing. Í þessari grein er ætlunin að skoða hvernig og hvort kvennabaráttan hafði áhrif á klæðaburð fólks og þá hvernig. Tekin eru fyrir tvö tímabil mikilla þjóðfélagsbreytinga, það eru aldamótin 1900 og árin í kringum 1970. |
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. |