Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Brim

9/18/2022

0 Comments

 
Picture
"Ekki ber alla að sama brunni" 
Öflun neysluvatns í gamla sveitasamfélaginu 
Gitta Krichbaum
Picture
Vökumenn fyrr og síðar
​Ragnheiður Þórdís Jónsdóttir
Picture
Örnin gegnum aldirnar: kynskipting, náernir og opinn þarfagangur
Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir
Picture
Harðindi, heilsubrestur og lækningaaðferðir:  Gluggað í dagbók frá 19. öld
Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson
Picture
Nornirnar í Canewdon
​Ragnheiður Þórdís Jónsdótti
Picture
„Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir“
Snjólaug G. Jóhannesdóttir
Picture
Konurnar í myrkrinu
​Rakel Jónsdóttir
Picture
Hógværð og hugrekki
Áslaug Heiður Cassata
Picture
Walking - in gardens
​Jan Aksel Harder Klitgaard
Picture
Kynfjötrar
​Fríða Björk Ólafsdóttir

Picture
Grímuklæddi grallarinn 
Hrefna Rún Kristinsdóttir
Picture
Biblíulegir bastarðar og yfirnáttúruleg drottnunarhyggja
​Hjalti Þór Grettisson
Picture
Hraunsrétt í Aðaldal
Sigurlaug Dagsdóttir

Picture
Tekur skot og skorar mark! 
​Þórunn Kjartansdóttir
Picture
Kattakjöt í karrý
​Valgerður Óskarsdóttir
Picture
Vort daglegt bað
​Fríða Björk Ólafsdóttir
​  
Picture
Jólakötturinn 
Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir
Picture
Af kellingum
​Ólafur Ingibergsson og Valgerður Óskarsdóttir
Picture
Karlar og kerlingar
​Aðalheiður Guðmundsdóttir
Picture
Hver tilheyrir svæði og landi?
​Sæbjörg Freyja Gísladóttir
Picture
Af kjörum matselja og kostgangara
​Benný Sif Ísleifsdóttir
Picture
Hamskiptaguðinn Loki
Gerður Halldóra Sigurðardóttir​
Picture
Nóttin í baðstofunni um aldamótin 1900
Trausti Dagsson
Picture
Raunverulegar þjóðsagnaverur 
​Trausti Dagsson
Picture
Lúsaskipti
Hrefna Díana Viðarsdóttir​
0 Comments

"Ekki ber alla að sama brunni“ Öflun neysluvatns í gamla sveitasamfélaginu - Gitta Krichbaum

9/16/2022

0 Comments

 
​
Picture
Að geta aflað sér neysluvatns fyrir heimilið var eitt af grundvallarskilyrðum fyrir búsetu manna. Vatn þurfti fyrir menn og dýr. Gæði neysluvatns stjórnuðust af bragði og útliti þess, hvort það taldist vera drykkjarhæft eða nægilega gott til að nota það fyrir skepnur. Heimildir eru margvíslegar, frásagnir manna og kvenna í þjóðháttalýsingum og ævisögum, sem og skoðanakannanir Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands en þær tengjast beint eða óbeint þessum þætti þjóðlífs 19. aldar. Sumir bæir áttu auðvelt með að nálgast vatn, hjá öðrum gat neysluvatnsöflun orðið erfið og vatnsvegurinn langur, einkum á vetrum. Í þessari grein er skoðaður aðgangur gamla sveitasamfélagsins að neysluvatni og leiðir sem voru farnar til að koma því heim í bæinn. Einnig er fjallað um áhöld og tæki sem og verklag sem var notað. Neysluvatn nýtist á ýmsan hátt en hér er eingöngu sú hlið skoðuð sem snýr að matseld, drykk og brynningu dýra. Fleiri heimilisstörf tengdust vatni eins og þrif og þvottur en ekki verður fjallað um þau hér. Að huga að neysluvatni var stór þáttur í lífsbaráttu Íslendinga fyrri tíma og hafði áhrif á líf og lífsgæði hvers heimilis. Það sem þótti sjálfsagt á einum stað þurfti að hafa mikið fyrir á öðrum og því er neysluvatnsöflun þess virði að skoða nánar. 

Read More
0 Comments

Vökumenn fyrr og síðar - Ragnheiður Þ. Jónsdóttir

5/16/2022

0 Comments

 
Picture
Á fyrstu dögum kristninnar í Svíþjóð eimdi enn eftir af heiðnum siðum. Þegar lagður var grunnur að byggingu kirkna var hefð fyrir því að færa fórnir líkt og í heiðnum sið. Lifandi dýr var grafið þar sem altarið átti að standa. Dýrin sem voru grafin í þessum sið voru kölluð Kyrkogrim á sænsku og Church Grim á ensku. Oftast var um lömb að ræða en þau áttu að tákna Krist. Lambið varð  á þann hátt að verndara kirkjunnar. Fólk átti þess helst kost að sjá lambinu bregða fyrir þegar engin messuhöld voru. Ef líkmenn kirkjugarðsins sáu lambið átti það að tákna dauða barns sem yrði næst grafið í garðinum (Thorpe, 1851). Út frá þessari hefð þróaðist einnig sú trú manna að fyrsta manneskjan sem grafin væri í nýjum kirkjugarði yrði vökumaður hans og myndi vernda garðinn gegn djöflinum og öðrum óvættum. Þegar fram liðu stundir þótti þetta hins vegar of mikil kvöð fyrir eina mannssál og til að bjarga henni frá slíkri ábyrgð var tekið upp á því að grafa lifandi svartan hund sem staðgengil hennar í norðurhluta garðsins (Briggs, 1976; Tongue, 1970). Sál svarta hundsins átti að ráfa um á lóð kirkjunnar og kirkjugarðsins og vernda svæðið fyrir þjófum, skemmdarvörgum, nornum, galdramönnum og djöflinum sjálfum. Var það talinn vera slæmur fyrirboði að sjá svarta hundinn, táknaði það jafnvel dauða manns. (Briggs, 1976). ​Svipaða hefð mátti finna í Skotlandi, en þar var trú manna sú að síðasta manneskjan sem væri grafin í kirkjugarðinum, ætti að gæta hans eða þar til næsta manneskja yrði grafin þar og svo koll af kolli (Campbell, 1900).

Read More
0 Comments

Örnin gegnum aldirnar: kynskipting, náernir og opinn þarfagangur - Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir

4/4/2022

0 Comments

 
Picture
Í aldaraðir hefur mannkynið horft til himins og á fuglana sem þar svífa um. Einn af þeim sem við höfum lengi haft sérstakt dálæti á að tala um, pæla í og spinna inn í sögur er örninn. Hér á landi er það haförninn (Haliaeetus albicilla) sem skrifað er um. Rétt eins og ísbjörninn er örninn nokkurs konar raunveruleg þjóðsagnavera, vera sem er án alls vafa til í raunveruleikanum, en sögurnar eru oft og tíðum blandaðar göldrum og yfirnáttúrulegum atburðum.

Read More
0 Comments

Nornirnar í Canewdon - Ragnheiður Þ. Jónsdóttir

3/6/2022

0 Comments

 
Picture
Þjóðtrú Íslendinga hefur í gegnum tíðina verið rík af allskyns sögnum af furðufyrirbærum og yfirskilvitlegum hlutum sem gengu manna á milli. Sagnirnar voru stundum sagðar til skemmtunar og stundum sem víti til varnaðar. Þar má nefna draugasagnir um móra og skottur sem ásóttu menn sem ekki komu þeim til aðstoðar í lifanda lífi. Ekki má heldur gleyma sögnum um huldufólk og álfa í steinum sem voru ýmist vinveittir eða fjandsamlegir fólki. Á 18. öld þegar upplýsingin kom til skjalanna komu fram efasemdarmenn sem sögðu að þjóðsögur stönguðust ekki aðeins á við vísindin heldur væru hreinlega heimskulegar. Þó Íslendingar upp til hópa trúi kannski ekki efni þjóðsagnanna í dag virðast ýmsir vera opnir fyrir möguleikanum á að það sé eitthvað meira á bakvið tilveruna en við sjáum og heyrum. Leifar af þjóðtrúnni hafa fylgt okkur inn í nútímann og skýrasta dæmið um það er þegar álfatrú hefur áhrif á framkvæmdir ríkisstofnana eins og Vegagerðarinnar. ​Í þjóðsagnasöfnum Íslendinga má finna sagnir um galdramenn en eitt af því sem náði ekki að festa rætur í íslenskri sagnahefð voru sögur af nornum og trúin á mátt þeirra. Í þessari grein verður sagt frá nornatrú á Englandi og hvernig birtingarmynd hennar náði að heltaka heilt þorp á 20. öldinni. 

Read More
0 Comments

Konurnar í myrkrinu - Rakel Jónsdóttir

2/2/2022

0 Comments

 
Picture
​Ég sá eitt sinn ljósmynd af ungri konu sem hafði það sterk áhrif á mig að það mætti jafnvel tala um að hún hafi eftir það ásótt mig og ofið sig inn í hugarheim minn. Myndin var í gamalli bók sem ég fann í grúski mínu í hillum Landsbókasafns þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Ljósmyndin sýnir unga konu, Stanislawa P, sitjandi með augun lokuð í einskonar algleymi eða leiðslu. Hún er umkringd myrkri og klædd í einkennilegan búning sem gerir henni nær ókleift að athafna sig. Út úr munni hennar flæðir ljósleitt og órætt efni. Fegurð hennar er dáleiðandi og minnir að vissu leyti á helgimynd þar sem heilagur andi fyllir viðkomandi dýrling. Myndin er einnig ögn óhugnaleg, ef til vill vegna myrkursins sem umlykur konuna. 
​

Read More
0 Comments

Harðindi, heilsubrestur og lækningaaðferðir: Gluggað í dagbók frá 19. öld - Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson

6/15/2020

0 Comments

 
Picture
harðindi_heilsubrestur_og_lækningaaðferðir-jón_jónsson_og_eiríkur_valdimarsson.pdf
File Size: 144 kb
File Type: pdf
Download File

Veturinn 2019-2020 var býsna harður á okkar nútímamælikvarða, við upplifðum langa harðindakafla í veðurfari, óveður og rafmagnsleysi. Í vetrarlok kom síðan heimsfaraldur sem setti öll plön og allar venjur út í kuldann. Við þessar aðstæður er ekki laust við að hugurinn reiki til fyrri kynslóða fólks á Íslandi, sem ítrekað þurftu að fást við harðindi og hörmungar, farsóttir og alls konar ógnir, í sínu hversdagslífi. Þessi glíma fór fram við aðstæður sem við þekkjum ekki lengur og viljum sennilega vera alfarið laus við að kynnast á eigin skinni.

Þegar kemur fram á 19. öld eigum við margvíslegar heimildir, töflur og töluleg gögn, sem gefa okkur vísbendingar um dánartíðni á Íslandi, ungabarnadauða og hversu margir dóu úr farsóttum árlega. Einnig er hægt að finna út hversu margir niðursetningar voru á framfæri sveitanna. Sömuleiðis má finna yfirlit um harðindaárin, þar sem skepnur drápust og hey brugðust.
​

Read More
0 Comments

Hógværð og hugrekki: Um birtingarmyndir kven- og karlhetja í völdum ævintýrum Jóns Árnasonar - Áslaug Heiður Cassata

5/24/2016

0 Comments

 
Picture
Smelltu hér til að fá greinina á pdf formi
File Size: 154 kb
File Type: pdf
Download File

Inngangur
Þegar kom að því að ég færi að skrifa lokaritgerð mína í þjóðfræði var ég staðráðin í því að skrifa um ævintýri, enda hafði heimur ævintýranna og möguleikar rannsókna á þeim heillað mig verulega. Ég tók allar mína valeiningar innan kynjafræðinnar og var því spennt fyrir því að sameina þetta tvennt, ævintýri og kynjafræði.
​

Read More
0 Comments

„Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir“ - Snjólaug G. Jóhannesdóttir

1/28/2016

0 Comments

 
Picture
Smelltu hér til að ná í greinina á PDF formi
File Size: 204 kb
File Type: pdf
Download File

Inngangur
​
Snemma á síðastliðnu ári mátti lesa í helstu fréttamiðlum landsins, að Heiðursverðlaun hinna íslensku tónlistaverðlauna árið 2015 hefðu fallið í skaut hljómsveitarinnar Sykurmolanna. Bíddu, er það ekki bara einhverjum gamlingjum úr hinni menningarlegu elítu sem hlotnast slíkur heiður, hugsaði ég með mér þegar ég las fréttina, en ekki einhverjir róttækir pönkarar? Hljómsveitin var raunar ekki eiginleg pönkhljómsveit en einhverjir meðlimir hennar voru þó yfirlýstir pönkarar. Þau eru að vísu ekki nein unglömb lengur og þar af leiðandi varla áhangendur unglingamenningar eins og pönkið var, eða hvað? Tímabili unglingsáranna fylgir oft uppreisn gegn valdi foreldranna og viðteknum gildum samfélagsins, auk þess sem margir unglingar eru móttækilegir fyrir ýmsum nýjungum. Það er því oftar en ekki að þegar einstaklingar leita í jaðarmenningarhópa, eins og pönkið, þá gerist það á þessum mótunarárum unglingsins. Hvað gerist svo þegar unglingurinn verður fullorðinn? Heldur hann tryggð við þá menningu sem hann aðhylltist á unglingsárum eða lætur hann af bernskubrekum og „fullorðnast“?
​

Read More
0 Comments

Walking - in gardens: An assessment of the performativity of spaces and places in Húsavík Gardens - Jan Aksel Harder Klitgaard

11/24/2015

0 Comments

 
Picture
Introduction
Through the heart of the small north Icelandic fishing town Húsavík runs the river Búðará emptying the lake Botnsvatn above the town and separating the town in a northern and southern part. For centuries the locals have farmed the banks on both sides of Búðará and kept their livestock in enclosures close to their homesteads. As the town expanded during the 20th century and incorporated many of the home-fields into more urban areas, the farms were pushed further away from the river. However not all former home-fields were transformed into building sites. On the southern banks of the river an area, outlined by the streets Garðarsbraut and Reykjaheiðavegur to the west and to the south, and the hill Skógargerðismelur to the east, was given by the town council to the local women’s society, Kvenfélag Húsavíkur, with the purpose of landscaping a garden for the locals and guests to enjoy. The project of landscaping the garden, colloquially called Skrúðgarðurinn today, was launched 16th of July 1975 when Kvenfélagið and members of the local Rotary Club planted 17 Larch trees and six Rowans. All together that year, 391 trees and shrubs were planted in the Húsavík Gardens.
​

Read More
0 Comments

Kynfjötrar: Fólk, föt og pólítík - Fríða Björk Ólafsdóttir

1/8/2015

0 Comments

 
Picture

Það má lesa margt úr klæðnaði okkar en í honum endurspeglast sjálfsmyndin. Sjálfsmyndin mótast af því umhverfi sem við ölumst upp í og af þeim hópum sem við tilheyrum. Það er ekki bara tíska sem hefur áhrif á klæðnaðinn, því í honum getur falist ákveðin yfirlýsing. Í þessari grein er ætlunin að skoða hvernig og hvort kvennabaráttan hafði áhrif á klæðaburð fólks og þá hvernig.
​
Tekin eru fyrir tvö tímabil mikilla þjóðfélagsbreytinga, það eru aldamótin 1900 og árin í kringum 1970.
​


Read More
0 Comments

Grímuklæddi grallarinn: Greining á kvikmyndinni The Mask í ljósi norrænnar goðafræði - Hrefna Rún Kristinsdóttir

5/14/2014

0 Comments

 
Picture
Þ​að er ljóst að alls staðar sem mannlíf þrífst, þar dafnar þjóðfræðin. Fagið teygir anga sína inn í heim nútíma myndmiðla og sjónvarpsefnis, þó að það sé fjöldaframleitt afþreyingarefni þá eru venjulegir einstaklingar á bak við tjöldin og hugmyndaheimur þeirra hlýtur á einhvern hátt að endurspeglast í því efni sem gefið er út. Kvikmyndin The Mask er þar engin undantekning.

Read More
0 Comments

Biblíulegir bastarðar og yfirnáttúruleg drottnunarhyggja: Samanburður á birtingarmynd engla í Supernatural og Biblíunni - Hjalti Þór Grettisson

4/2/2014

0 Comments

 
Picture
Síðastliðið vor sat ég áfangann Vampýrur og tröll: birtingarmyndir þjóðfræðiefnis í nútíma myndmiðlum og var kennari námskeiðsins Gunnella Þorgeirsdóttir. Við áttum að skrifa ritgerð um þjóðfræðiefni í myndmiðlum og valdi ég að fjalla um engla eins og þeir birtust í sjónvarpsþáttunum SupernaturaI og bera þá saman við engla Biblíunnar. Þar sameinaðist mikill áhugi minn á bæði trúarbrögðum og þjóðsögum og þar skapaðist því einstaklega handhæg afsökun fyrir að taka langt og gott sjónvarpsmaraþon. Á þeim tíma voru sjö þáttaseríur búnar og sú áttunda rétt byrjuð en síðan þá hafa höfundar þáttanna haldið áfram að bæta við sagnaheim sinn.
​

Read More
0 Comments

Hraunsrétt í Aðaldal: Menningararfur og mannlegar tilfinningar - Sigurlaug Dagsdóttir

2/17/2014

0 Comments

 
Picture
Á öðru ári í BA námi mínu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að fara að hugleiða hvaða ritgerðarefni ég vildi takast á við í BA verkefninu mínu. Ég átti nokkrar hugmyndir á blaði en sú sem varð fyrir valinu varð Hraunsrétt í Aðaldal. En af hverju Hraunsrétt?
​


Read More
0 Comments

Tekur skot og skorar mark! Fögn fótboltamanna frá sjónarhorni sviðslistar - Þórunn Kjartansdóttir

1/31/2014

0 Comments

 
Picture
Hægt er að kanna margt í venjulegum fótboltaleik og athafnir þeirra sem þar koma við sögu út frá sviðslistafræði. Allir sem koma að leiknum eru á sinn hátt að setja eitthvað á svið, hvort sem það eru áhorfendurnir sem klæða sig upp á ákveðinn hátt, kalla, syngja og dansa í áhorfendastúkunni til stuðnings sínu liði eða liðið sjálft sem einnig fer í búninga og sýnir áhorfendum og andstæðingum hvað þeir geta. Hér verður sjónum beint að skoruðum mörkum og hvernig fótboltamenn fagna marki.
​


Read More
0 Comments

Kattakjöt í karrý: Flökkusagnir um austurlenska veitingastaði - Valgerður Óskarsdóttir

1/17/2014

0 Comments

 
Picture
Í gegnum tíðina hefur æði margt orðið fyrir barðinu á flökkusögnum en flökkusagnir eru sagnir sem ferðast manna á milli þvert á menningu og landamæri. Þær eru síður en svo nýjar af nálinni og í gegnum aldirnar hafa þær gengið mann fram af manni sem munnlegar frásagnir. Með tilkomu tækninýjunga samtímans hafa fleiri miðlunarleiðir flökkusagna bæst við, svo sem veraldarvefurinn, dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp. Tæknin gerir það að verkum að sagnirnar berast hraðar en áður, þær flakka heimshornanna á milli og svipaðar flökkusagnir má finna hér á Íslandi og annars staðar í heiminum. Sömu minni koma fram aftur og aftur en mörg hafa tekið á sig nútímalegri mynd vegna breyttra aðstæðna frá því sem áður var.
​

Read More
0 Comments

Vort daglegt bað: Verkamannabústaðirnir við Hringbraut og breytt viðhorf til hreinlætis - Fríða Björk Ólafsdóttir

1/6/2014

0 Comments

 
Picture
Þegar verkamannabústaðirnir við Hringbraut voru byggðir á þriðja tug síðustu aldar þótti ekki sjálfsagt að hafa baðherbergi í hverri íbúð eða önnur þau nútímaþægindi sem þykja sjálfsögð í dag. Í þessari grein verður rakin saga þessara bústaða og þeirra hugarfarsbreytinga sem þurfti til að gera húsnæðið eins nútímalegt og raunin varð.

Sumir vilja halda því fram að líkaminn sé musteri sálarinnar, en í þeim orðum felst sú hugsun að líkami sé eitt og sálin annað sem er mjög í anda tvíhyggjunnar. Af orðum Halldórs Kiljan Laxness í greininni „Um þrifnað á Íslandi“ má greina að hann hafi verið sama sinnis þegar hann segir að hreinn líkami valdi:

Read More
0 Comments

Jólakötturinn: Uppruni hans, ættir og hlutverk - Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir

12/22/2013

0 Comments

 
Picture
​„Fólk vissi ekki hvaðan hann kom eða hvert hann fór.“(1) Þannig segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jólaköttinn. Í samræmi við þau orð skáldsins hefur skepnan löngum þótt dularfull og torskilin.

​Allt frá tímum Forn-Egypta, þegar byrjað var að temja köttinn sem heimilisdýr, hefur hann haft á sér dularfullan blæ í trúarbrögðum og þjóðtrú manna og verið tengdur göldrum og myrkraöflum ýmiss konar.(2
) Tengsl kattarins við undirheima og myrkraverk eru eflaust tilkomin vegna náttúrulegs eðlis kattarins sem næturdýrs og meðfæddra hæfileika hans til að bjarga sér í náttmyrkri. Þessi ímynd kattarins í þjóðtrúnni hefur fylgt honum fram á þennan dag og ekki er að sjá að kristin trúarbrögð hafi náð að breyta henni.(3)

Read More
0 Comments

Raunverulegar þjóðsagnaverur: Um haferni og hvítabirni í íslenskum sögnum - Trausti Dagsson

12/16/2013

0 Comments

 
Picture
Yfirnáttúrulegar verur virðast hafa leynst víðsvegar fyrr á öldum og gera sjálfsagt enn. Að minnsta kosti má finna þær í þjóðsögunum okkar. Þar stíga þær gjarnan út fyrir sitt hefðbundna umhverfi og ryðjast inn í nærumhverfi mannsins þar sem þær valda einhvers konar röskun sem að lokum hefur fest sig í sögn. Sögn sem ferðast víðsvegar í munnlegri geymd um undarlegan atburð og furðulega veru. Ýmsar skýringar hafa komið á yfirnáttúrulegum verum enda eru sagnir gjarnan taldar endurspegla trú, viðhorf og heimsmynd þess samfélags sem þær eru sprottnar úr. Fjörulalli hefur til dæmis stundum verið útskýrður þannig að um sé að ræða rostung, skepnu sem sjónarvottar vissu kannski ekki deili á og því spunnust sögur um þá. Sagnir um fjörulalla virðast til dæmis vera algengastar norðanlands og á Vestjörðum enda virðast rostungar oftast hafa heimsótt þann hluta landsins.
​


Read More
0 Comments

Af kellingum: Knattspyrna í hinsegin ljósi - Ólafur Ingibergsson og Valgerður Óskarsdóttir

12/6/2013

0 Comments

 
Picture
„Og svo fékk hann olnbogaskot hérna á miðjunni sem hefði getað verið rautt spjald og ef það hefði verið í hina áttina hefðu þessar kellingar í hinu liðinu legið grenjandi eins og kellingar.“(1)
​

Fyrir allnokkru spilaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við hið portúgalska á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins og tapaði. Úrslitin vekja litla undrun en eftirtektarverðari eru ummæli Hermanns Hreiðarssonar landsliðsmanns og fyrirliða hér fyrir ofan um mótherja sína í portúgalska liðinu, sem hann lét falla í viðtali við fréttamann RÚV eftir leikinn. Ummæli sem þessi eru ekkert einsdæmi þegar kemur að hópíþróttum karla. Orðfærið sem notað er virðist oft og tíðum helst miða að því að niðurlægja andstæðinginn og mestri niðurlægingu virðist náð með því að líkja andstæðingnum við konu (eða kellingu eins og Hermann orðaði það, líklega í tilraun til að láta það hljóma enn meira niðrandi). Eins og áður segir er þetta orðfæri ekkert einsdæmi og sumarið 2007 sungu Skagamörkin, stuðningssveit ÍA, um Íslandsmeistara FH (Fimleikafélag Hafnarfjarðar) í knattspyrnu:

Read More
0 Comments

Af kjörum matselja og kosti kostgangara: Um matarást og horfna stétt matselja - Benný Sif Ísleifsdóttir

10/11/2013

0 Comments

 
Picture
Í steinhúsi við Suðurgötu er fólginn fjársjóður. Ekki fjársjóður af því taginu sem freistar þjófa og ræningja heldur fjársjóður af því taginu sem örðugt, eða ómögulegt, er að meta til fjár. Þannig fjársjóðir eru dýrmætari en aðrir. Það er kannski ekki öllum ljóst en í þessu tilfelli nógu mörgum.
​

Read More
0 Comments

Hver tilheyrir svæði og landi? Um svæðisvitund á Fljótsdalshéraði - Sæbjörg Freyja Gísladóttir

10/10/2013

0 Comments

 
Picture
Greinarkornið sem hér kemur á eftir er unnið upp úr verkefni í námskeiðinu Eigindlegar rannsóknaraðferðir II en lagað og betrumbætt svo hæfi vefmiðli líkt og Kreddum. Með þessari birtingu er ætlunin að kynna áhugaverða aðferð við að greina eigindleg gögn og sýna hvernig túlkandi fyrirbæraleg nálgun getur gagnast við að túlka og skilja orð eins viðmælanda. Viðmælandinn í þessu tilviki er bóndinn Hjörtur Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum á Fljótsdalshéraði en hann las yfir greinina og veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta hana.
​

Read More
0 Comments

Hamskiptaguðinn Loki: Um hinar mörgu birtingarmyndir Loka og eðli þeirra - Gerður Halldóra Sigurðardóttir

6/10/2013

0 Comments

 
Picture
​Eitt af forvitnilegri minnum sem koma upp bæði í textaheimildum og fornleifum frá ýmsum tímum og hefur reyndar lifað allt fram á okkar daga er umbreyting manns í dýr. Í vestrænni menningu nútímans má sjá þetta minni til dæmis í skáldsögum og bíómyndum um varúlfa og vampýrur en því fer fjarri að það sé eingöngu bundið við Vesturlönd og það er langt frá því að vera nýtt; sem dæmi má nefna að varúlfasögur voru þekktar meðal Rómverja til forna (Aðalheiður Guðmundsdóttir 2001:clxxxvii). Norðurlöndin fóru heldur ekki varhluta af útbreiðslu þessa minnis; fornnorrænar textaheimildir hafa að geyma frásagnir af berserkjum og úlfhéðnum sem áttu mögulega að hafa einhver tengsl við birni og úlfa, jafnvel að geta tekið á sig mynd þeirra og í Völundarkviðu er sagt frá svanameyjum (Eddukvæði 2001:145). Ekki má heldur gleyma hamskiptum goðanna sem virðast sumir hverjir eiga jafn auðvelt með að skipta um ham og við mennirnir með að skipta um föt.
​

Read More
0 Comments

Lúsaskipti: Um fortíðarhyggju og skítugar nærbuxur - Hrefna Díana Viðarsdóttir

6/4/2013

0 Comments

 
Picture
„Um nærföt var skipt á hálfsmánaðar fresti, oftar á sumrin, þá svitnuðu menn gjarnan við heyskap.“(1)
​Í nútíma samfélagi þar sem hvert heimili hefur þvottavél þá fer minna fyrir því að fólk veigri sér við það að þrífa það sem skítugt er, þótt misjafnar séu hugmyndir manna um hvað sé skítugt. Flestir eiga líka nóg til skiptanna. Fólk á tvennar eða fleiri buxur, marga boli og peysur og enn fleiri nærföt og sokka. En hvenær verða föt skítug? Þegar búið er að ganga í þeim einu sinni? Tvisvar eða oftar?

Read More
0 Comments

Nóttin í baðstofunni um aldamótin 1900: Svefngenglar, tóbaksmenn, andvökur og þögnin - Trausti Dagsson

5/22/2013

0 Comments

 
Picture
Í baðstofum landsins í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu voru svefnhættir nokkuð öðruvísi en við eigum að venjast í dag. Ástæðan var sú að langflestir íbúar á bænum sváfu í sama rýminu. Því var algengast að allir færu í rúmið á sama tíma en sá tími var breytilegur sökum árstíðabundinna verka. Í Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands leynist mikill fróðleikur um kvöldið og nóttina í íslensku baðstofunni og verður hér skyggnst inn í andrúmsloft sveitanæturinnar. Þjóðháttasafnið geymir heimildir um lífshætti fólks og hefur frá 1960 safnað efni skipulega með því að senda úr spurningaskrár, oftar en ekki til eldri borgara. Ekki er getið nafns, fæðingardags eða heimili heimildamanna í þessari skrá þjóðháttasafnsins en svörin voru skráð árið 1978.
​

Read More
0 Comments
<<Previous

    Kreddur

    ​Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    September 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    June 2020
    May 2016
    January 2016
    November 2015
    January 2015
    May 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013
    February 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Alþýðulækningar
    Biblían
    Dagbækur
    Efnismenning
    Englar
    Fatnaður
    Galdrar
    Jafnreacutetti
    Jón Árnason
    Kyngervi
    Kynjafræði
    Menningararfur
    Myndmiðlar
    Spíritismi
    Staðalmyndir
    þjóðsagnafræði
    þjóðsagnaverur
    þjóðtrú

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband