Þjónar guða og manna - Birtingarmyndir hestsins í sögum fornaldar - Theódór Líndal Helgason8/28/2023 Í gegnum aldirnar hafa mennirnir verið háðir dýrum til að komast af. Menn ræktuðu sauðfé til að lifa á, bæði til matar og klæða en önnur húsdýr sinntu hinum ýmsu hlutverkum á heimilinu. Af þessum dýrum hafði hesturinn mikla sérstöðu og hefur alltaf verið nákominn félagi mannsins. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmiskonar, en meðal annars vegna þess að hestinn er hægt að nýta á fleiri vegu en flest önnur húsdýr.
Hestar hafa ekki einungis verið vinnudýr í gegnum tíðina heldur hafa þeir sinnt ýmsum öðrum hlutverkum eins og kemur fram í fornsögum og gömlum kvæðum. Þeir virðast búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum, geta flutt guði milli heima sem dæmi, en einnig birtast þeir með ólíkum hætti í draumum fólks. Ekki nóg með það heldur hafa hestarnir bókstaflega fylgt eigendum sínum í gröfina og hlýtur það að segja okkur eitthvað um mikilvægi þeirra í hugum fólks fyrr á tímum.
1 Comment
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. |