„Fólk vissi ekki hvaðan hann kom eða hvert hann fór.“(1) Þannig segir í kvæði Jóhannesar úr Kötlum um jólaköttinn. Í samræmi við þau orð skáldsins hefur skepnan löngum þótt dularfull og torskilin.
Allt frá tímum Forn-Egypta, þegar byrjað var að temja köttinn sem heimilisdýr, hefur hann haft á sér dularfullan blæ í trúarbrögðum og þjóðtrú manna og verið tengdur göldrum og myrkraöflum ýmiss konar.(2) Tengsl kattarins við undirheima og myrkraverk eru eflaust tilkomin vegna náttúrulegs eðlis kattarins sem næturdýrs og meðfæddra hæfileika hans til að bjarga sér í náttmyrkri. Þessi ímynd kattarins í þjóðtrúnni hefur fylgt honum fram á þennan dag og ekki er að sjá að kristin trúarbrögð hafi náð að breyta henni.(3)
0 Comments
Raunverulegar þjóðsagnaverur: Um haferni og hvítabirni í íslenskum sögnum - Trausti Dagsson12/16/2013 Yfirnáttúrulegar verur virðast hafa leynst víðsvegar fyrr á öldum og gera sjálfsagt enn. Að minnsta kosti má finna þær í þjóðsögunum okkar. Þar stíga þær gjarnan út fyrir sitt hefðbundna umhverfi og ryðjast inn í nærumhverfi mannsins þar sem þær valda einhvers konar röskun sem að lokum hefur fest sig í sögn. Sögn sem ferðast víðsvegar í munnlegri geymd um undarlegan atburð og furðulega veru. Ýmsar skýringar hafa komið á yfirnáttúrulegum verum enda eru sagnir gjarnan taldar endurspegla trú, viðhorf og heimsmynd þess samfélags sem þær eru sprottnar úr. Fjörulalli hefur til dæmis stundum verið útskýrður þannig að um sé að ræða rostung, skepnu sem sjónarvottar vissu kannski ekki deili á og því spunnust sögur um þá. Sagnir um fjörulalla virðast til dæmis vera algengastar norðanlands og á Vestjörðum enda virðast rostungar oftast hafa heimsótt þann hluta landsins.
Af kellingum: Knattspyrna í hinsegin ljósi - Ólafur Ingibergsson og Valgerður Óskarsdóttir12/6/2013 „Og svo fékk hann olnbogaskot hérna á miðjunni sem hefði getað verið rautt spjald og ef það hefði verið í hina áttina hefðu þessar kellingar í hinu liðinu legið grenjandi eins og kellingar.“(1)
Fyrir allnokkru spilaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við hið portúgalska á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins og tapaði. Úrslitin vekja litla undrun en eftirtektarverðari eru ummæli Hermanns Hreiðarssonar landsliðsmanns og fyrirliða hér fyrir ofan um mótherja sína í portúgalska liðinu, sem hann lét falla í viðtali við fréttamann RÚV eftir leikinn. Ummæli sem þessi eru ekkert einsdæmi þegar kemur að hópíþróttum karla. Orðfærið sem notað er virðist oft og tíðum helst miða að því að niðurlægja andstæðinginn og mestri niðurlægingu virðist náð með því að líkja andstæðingnum við konu (eða kellingu eins og Hermann orðaði það, líklega í tilraun til að láta það hljóma enn meira niðrandi). Eins og áður segir er þetta orðfæri ekkert einsdæmi og sumarið 2007 sungu Skagamörkin, stuðningssveit ÍA, um Íslandsmeistara FH (Fimleikafélag Hafnarfjarðar) í knattspyrnu: |
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. |