Í steinhúsi við Suðurgötu er fólginn fjársjóður. Ekki fjársjóður af því taginu sem freistar þjófa og ræningja heldur fjársjóður af því taginu sem örðugt, eða ómögulegt, er að meta til fjár. Þannig fjársjóðir eru dýrmætari en aðrir. Það er kannski ekki öllum ljóst en í þessu tilfelli nógu mörgum.
0 Comments
Hver tilheyrir svæði og landi? Um svæðisvitund á Fljótsdalshéraði - Sæbjörg Freyja Gísladóttir10/10/2013 Greinarkornið sem hér kemur á eftir er unnið upp úr verkefni í námskeiðinu Eigindlegar rannsóknaraðferðir II en lagað og betrumbætt svo hæfi vefmiðli líkt og Kreddum. Með þessari birtingu er ætlunin að kynna áhugaverða aðferð við að greina eigindleg gögn og sýna hvernig túlkandi fyrirbæraleg nálgun getur gagnast við að túlka og skilja orð eins viðmælanda. Viðmælandinn í þessu tilviki er bóndinn Hjörtur Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum á Fljótsdalshéraði en hann las yfir greinina og veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta hana.
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|