Veturinn 2019-2020 var býsna harður á okkar nútímamælikvarða, við upplifðum langa harðindakafla í veðurfari, óveður og rafmagnsleysi. Í vetrarlok kom síðan heimsfaraldur sem setti öll plön og allar venjur út í kuldann. Við þessar aðstæður er ekki laust við að hugurinn reiki til fyrri kynslóða fólks á Íslandi, sem ítrekað þurftu að fást við harðindi og hörmungar, farsóttir og alls konar ógnir, í sínu hversdagslífi. Þessi glíma fór fram við aðstæður sem við þekkjum ekki lengur og viljum sennilega vera alfarið laus við að kynnast á eigin skinni.
Þegar kemur fram á 19. öld eigum við margvíslegar heimildir, töflur og töluleg gögn, sem gefa okkur vísbendingar um dánartíðni á Íslandi, ungabarnadauða og hversu margir dóu úr farsóttum árlega. Einnig er hægt að finna út hversu margir niðursetningar voru á framfæri sveitanna. Sömuleiðis má finna yfirlit um harðindaárin, þar sem skepnur drápust og hey brugðust.
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. |