Síðastliðið vor sat ég áfangann Vampýrur og tröll: birtingarmyndir þjóðfræðiefnis í nútíma myndmiðlum og var kennari námskeiðsins Gunnella Þorgeirsdóttir. Við áttum að skrifa ritgerð um þjóðfræðiefni í myndmiðlum og valdi ég að fjalla um engla eins og þeir birtust í sjónvarpsþáttunum SupernaturaI og bera þá saman við engla Biblíunnar. Þar sameinaðist mikill áhugi minn á bæði trúarbrögðum og þjóðsögum og þar skapaðist því einstaklega handhæg afsökun fyrir að taka langt og gott sjónvarpsmaraþon. Á þeim tíma voru sjö þáttaseríur búnar og sú áttunda rétt byrjuð en síðan þá hafa höfundar þáttanna haldið áfram að bæta við sagnaheim sinn.
0 Comments
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. |