Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Landsbyggðarráðstefna 2023
    • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
    • Málstofur og erindi
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband
  • Eldri viðburðir

Vökumenn fyrr og síðar - Ragnheiður Þ. Jónsdóttir

5/16/2022

0 Comments

 
Picture
Á fyrstu dögum kristninnar í Svíþjóð eimdi enn eftir af heiðnum siðum. Þegar lagður var grunnur að byggingu kirkna var hefð fyrir því að færa fórnir líkt og í heiðnum sið. Lifandi dýr var grafið þar sem altarið átti að standa. Dýrin sem voru grafin í þessum sið voru kölluð Kyrkogrim á sænsku og Church Grim á ensku. Oftast var um lömb að ræða en þau áttu að tákna Krist. Lambið varð  á þann hátt að verndara kirkjunnar. Fólk átti þess helst kost að sjá lambinu bregða fyrir þegar engin messuhöld voru. Ef líkmenn kirkjugarðsins sáu lambið átti það að tákna dauða barns sem yrði næst grafið í garðinum (Thorpe, 1851). Út frá þessari hefð þróaðist einnig sú trú manna að fyrsta manneskjan sem grafin væri í nýjum kirkjugarði yrði vökumaður hans og myndi vernda garðinn gegn djöflinum og öðrum óvættum. Þegar fram liðu stundir þótti þetta hins vegar of mikil kvöð fyrir eina mannssál og til að bjarga henni frá slíkri ábyrgð var tekið upp á því að grafa lifandi svartan hund sem staðgengil hennar í norðurhluta garðsins (Briggs, 1976; Tongue, 1970). Sál svarta hundsins átti að ráfa um á lóð kirkjunnar og kirkjugarðsins og vernda svæðið fyrir þjófum, skemmdarvörgum, nornum, galdramönnum og djöflinum sjálfum. Var það talinn vera slæmur fyrirboði að sjá svarta hundinn, táknaði það jafnvel dauða manns. (Briggs, 1976). ​Svipaða hefð mátti finna í Skotlandi, en þar var trú manna sú að síðasta manneskjan sem væri grafin í kirkjugarðinum, ætti að gæta hans eða þar til næsta manneskja yrði grafin þar og svo koll af kolli (Campbell, 1900).

Read More
0 Comments

Biblíulegir bastarðar og yfirnáttúruleg drottnunarhyggja: Samanburður á birtingarmynd engla í Supernatural og Biblíunni - Hjalti Þór Grettisson

4/2/2014

0 Comments

 
Picture
Síðastliðið vor sat ég áfangann Vampýrur og tröll: birtingarmyndir þjóðfræðiefnis í nútíma myndmiðlum og var kennari námskeiðsins Gunnella Þorgeirsdóttir. Við áttum að skrifa ritgerð um þjóðfræðiefni í myndmiðlum og valdi ég að fjalla um engla eins og þeir birtust í sjónvarpsþáttunum SupernaturaI og bera þá saman við engla Biblíunnar. Þar sameinaðist mikill áhugi minn á bæði trúarbrögðum og þjóðsögum og þar skapaðist því einstaklega handhæg afsökun fyrir að taka langt og gott sjónvarpsmaraþon. Á þeim tíma voru sjö þáttaseríur búnar og sú áttunda rétt byrjuð en síðan þá hafa höfundar þáttanna haldið áfram að bæta við sagnaheim sinn.
​

Read More
0 Comments

    Kreddur

    ​Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    June 2024
    August 2023
    May 2023
    April 2023
    September 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    June 2020
    May 2016
    January 2016
    November 2015
    January 2015
    May 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013
    February 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Alþýðulækningar
    Biblían
    Dagbækur
    Efnismenning
    Englar
    Fatnaður
    Galdrar
    Jafnreacutetti
    Jón Árnason
    Kyngervi
    Kynjafræði
    Menningararfur
    Myndmiðlar
    Spíritismi
    Staðalmyndir
    þjóðsagnafræði
    þjóðsagnaverur
    þjóðtrú

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Landsbyggðarráðstefna 2023
    • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
    • Málstofur og erindi
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband
  • Eldri viðburðir