Eitt af forvitnilegri minnum sem koma upp bæði í textaheimildum og fornleifum frá ýmsum tímum og hefur reyndar lifað allt fram á okkar daga er umbreyting manns í dýr. Í vestrænni menningu nútímans má sjá þetta minni til dæmis í skáldsögum og bíómyndum um varúlfa og vampýrur en því fer fjarri að það sé eingöngu bundið við Vesturlönd og það er langt frá því að vera nýtt; sem dæmi má nefna að varúlfasögur voru þekktar meðal Rómverja til forna (Aðalheiður Guðmundsdóttir 2001:clxxxvii). Norðurlöndin fóru heldur ekki varhluta af útbreiðslu þessa minnis; fornnorrænar textaheimildir hafa að geyma frásagnir af berserkjum og úlfhéðnum sem áttu mögulega að hafa einhver tengsl við birni og úlfa, jafnvel að geta tekið á sig mynd þeirra og í Völundarkviðu er sagt frá svanameyjum (Eddukvæði 2001:145). Ekki má heldur gleyma hamskiptum goðanna sem virðast sumir hverjir eiga jafn auðvelt með að skipta um ham og við mennirnir með að skipta um föt.
0 Comments
„Um nærföt var skipt á hálfsmánaðar fresti, oftar á sumrin, þá svitnuðu menn gjarnan við heyskap.“(1) Í nútíma samfélagi þar sem hvert heimili hefur þvottavél þá fer minna fyrir því að fólk veigri sér við það að þrífa það sem skítugt er, þótt misjafnar séu hugmyndir manna um hvað sé skítugt. Flestir eiga líka nóg til skiptanna. Fólk á tvennar eða fleiri buxur, marga boli og peysur og enn fleiri nærföt og sokka. En hvenær verða föt skítug? Þegar búið er að ganga í þeim einu sinni? Tvisvar eða oftar?
|
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|