Á fundinum verður farið yfir starf félagsins síðasta árið, sagt frá því sem er framundan og kosið um nýtt einkennis merki (lógó) félagsins. Samkvæmt lögum félagsins er einnig komið að því að kjósa í stöður gjaldkera, ritara (núverandi ritari hyggst gefa kost á sér áfram) og meðstjórnanda. Framboð í öll þessi embætti er hægt að senda inn á netfang félagsins [email protected]
Eftir það verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit. Boðið verður upp á bjór, vín og allskonar gómsætar léttar veitingar á fundinum. Eftir fundinn munum við svo rölta (eða taka strætó) saman á einhvern bar (nánari upplýsingar um það koma líka fljótlega)! Við vonumst til að sjá sem flesta. Þetta verður dúndur fjör
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|