Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn 17. september kl. 18:00.
Athugið að fundurinn verður einungis rafrænn og fer fram í gegnum fjarfundarforritið zoom. Á fundinum verður meðal annars farið yfir starf félagsins síðasta árið og sagt frá því sem er framundan. Kosið verður í ritstjórn Kredda fulltrúa MA nemenda og útskrifaðra. Samkvæmt lögum félagsins er einnig komið að því að kjósa í stöður formanns og meðstjórnanda og tvo varamenn. Framboð í öll þessi embætti er hægt að senda inn á netfang félagsins [email protected] Eftir það verður orðið gefið laust fyrir allskonar umræður um þjóðfræði, félagið og önnur skemmtilegheit.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|