APA-legar heimildir og tilvísanir sem eru sérstaklega hannaðar fyrir þjóðfræðinga hafa verið uppfærðar og aðlagaðar til að falla að 7. og nýjustu útgáfu af APA heimildakerfinu. Eins og þið kæru þjóðfræðingar vitið mæta vel þá fellur þetta ágæta heimildakerfi ekki alltaf að okkar þörfum. Auk þess sem við gerum ýtarlegri kröfur um tilvísanir í heimildir en almennt er krafist innan kerfisins. Í APA-heimildakerfinu er þess t.d. ekki krafist að blaðsíðutal heimildar sé skráð í tilvísun nema um sé að ræða beina tilvísun. Innan þjóðfræðinnar er aftur á móti gerð sú krafa að skrá blaðsíðutal heimildar í tilvísunarsvigann.
Við undirritaðar fórum á stúfana og höfðum samband við nokkrar stofnanir sem geyma gögn sem við þjóðfræðingar notumst iðulega við í okkar gagnaöflun til að fá þá í lið með okkur og samræma skráningu á þessum sérstöku heimildum sem falla illa að APA-kerfinu. Í meðfylgjandi skjali finnið þið nýjustu uppfærslu af „sérstökum“ heimildaskráningum sem voru unnar í samvinnu við starfsfólk þessara stofnana. Við mælum með að þið vistið þetta ágæta skjal hjá ykkur og nýtið ykkur uppfærsluna við skráningu heimilda í skrifum ykkar. APA kerfið er lifandi vera sem er í stöðugri þróun og reglurnar ekki meitlaðar í stein heldur er þetta staðan eins og hún er í dag. Við munum gera okkar besta til að uppfæra og viðhalda okkar sérstöku tilvísunum eftir því sem APA-veran þróast, þroskast og dafnar. Skjalið má nálgast hér: apa_Þjóðfræðiáherslur_og_þarfir_2022.pdf Eva Þórdís Ebenezersdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði Snjólaug G. Jóhannesdóttir, doktorsnemi í þjóðfræði og kennari í Vinnulagi
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|