Fyrsta starf eftir útskrift?
Eftir útskrift hélt ég áfram að taka saman upplýsingar, greina þær og flokka en ekki á sviði þjóðfræði heldur bókhalds. Ég er viðurkenndur bókari og bókfærsla hefur verið mitt aðalstarf síðustu 13 árin en í hjartanu er ég alltaf þjóðfræðingur. Hvað ertu að gera núna? Fyrir utan það að ég og eiginmaður minn erum í fyrirtækjarekstri á sviði byggingariðnaðar og bókhalds þá er ég mitt í hringiðju þessa hrikalega spennandi verkefnis, að gera heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum. En fljótlega eftir að ég skilaði inn ritgerðinni minni hafði Sighvatur Jónsson samband við mig og fékk mig í samstarf með sér og Geir Reynissyni að gera þessa mynd. Síðustu ár hafa svo farið í það að safna efni og nú er loksins komið að lokavinnslunni. Heimildarmyndagerð er nú engin gullnáma svo það hefur reynt á að fjármagna myndina en við erum með söfnun á Karolina Fund þessa dagana. Þar er hægt að styrkja verkefnið með ýmsum leiðum, eins og t.d. með kaupum á miðum á frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói sem verður 27. des. Hver eru þín helstu áhugamál? Fljótlega eftir útskrift þá fór ég að stunda fjallgöngur. Það er ótrúlega nærandi fyrir sálina að standa einhver staðar í óbyggðum að anda að sér fersku lofti, sjá stórbrotið útsýni, mikilfenglega fossa eða fornar rústir og vita að þú eigir heitt kakó í bakpokanum. Í síðustu göngu skoðaði ég hin svokölluðu Tyrkjabyrgi á Reykjanesinu, í nágrenni við Grindavík. Það var stórmerkilegt að standa inn í þeim og reyna að ímynda sér tilurð þeirra. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég get aldrei sleppt því að banka þrisvar og segja „7 9 13“ til að koma í veg fyrir að einhver óskapnaður komi fyrir mig. Works every time 😉 *Innskot Félags þjóðfræðinga - Nánari upplýsingar og möguleikar á að styrkja heimildamynd Hrefnu er að finna hér: https://www.karolinafund.com/project/view/2652
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|