Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

„Ég vil helst ekki labba ein heim...“ - Þjóðfræði fyrirlestur

9/30/2019

0 Comments

 
Fimmtudaginn 3. október kl. 17:15 mun Björk Hólm segja frá MA rannsókn sinni í þjóðfræði sem ber yfirskriftina: „Ég vil helst ekki labba ein heim...“ Upplifun kvenna af öryggi í miðborg Reykjavíkur, áhrifaþættir og öryggisbrögð. Viðburðurinn verður haldinn í Háskóla Íslands, í Odda - stofu 206.

Það eru allir velkomnir! Að erindinu loknu munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann, spjalla saman og hafa gaman. ​
Ágrip erindis:
Í fyrirlestrinum mun ég gera grein fyrir rannsókn og efni lokaverkefnis míns til MA gráðu í þjóðfræði. Líkt og titillinn gefur til kynna geri ég tilraun til að draga upp mynd af öryggistilfinningu kvenna, hverju hún tekur mið af og hvernig þær bregðast við henni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölþættar enda tilfinningar krefjandi og margslungið rannsóknarefni. Það var áberandi að heimildakonur álitu miðborgina ekki hættulegan stað í þeim skilningi en sammældust þó allar um að vissar kringumstæður á ákveðnum tíma geti skapað aðstæður sem valda óöryggi – þetta fjalla ég nánar um fyrirlestrinum. Öryggiskennd viðmælenda mótast þannig af víxlverkun ótal þátta í félagslegu og byggðu umhverfi, í bland við eigin reynslu og upplifanir. Birtuskilyrði, fólk og fólksfjöldi eru dæmi um áhrifaþætti sem fjallað er um en auk þess eru áhrif eftirlitsmyndavéla og samtímasagna tekin til greina.
0 Comments



Leave a Reply.

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected]

    Færslur​

    May 2025
    April 2025
    March 2025
    January 2025
    October 2024
    September 2024
    August 2024
    May 2024
    November 2023
    August 2023
    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband