Senn líður að Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ í Stykkishólmi 2023 og þess vegna tilvalið að auka aðeins á spennuna og birta titla erindanna 14 sem verða flutt helgina 29. september til 1. október í Hólminum fagra þar sem yfirskrift ráðstefnunnar í ár er "Á mótum heima". Í engri sérstakri röð verða erindin þessi: Dagrún Ósk Jónsdóttir: “Hún sagðist hvorki vilja eiga hann né nokkurn annan”: Hjónabönd, kvenleiki og kynjuð valdatengsl í íslenskum þjóðsögum. Vilborg Bjarkadóttir: Hvert líf heilsar og kveður með lykt Anna Karen Unnsteins: Á mörkum reglna: Eru þjóðbúningalöggurnar til? Rakel Jónsdóttir: Sjónhverfingar ruslatunna og sviðsetningar sorphirða Jón Jónsson: Hugmyndin um Sumarlandið Eiríkur Valdimarsson: Þraukað á þröskuldinum: Áhrif loftlagsbreytinga á hversdaginn Katla Kjartansdóttir: „Af hverju fæ ég ekki að kynna safnið mitt í sjónvarpinu?" Stutt greinagerð um Íslenska dýrasafnið Sigurjón Baldur Hafsteinsson: „I´ve seen it all now!“: Gestabækur Hins íslenzka reðasafns Þorvaldur Gröndal: Við þurfum að tala um tilfinningar... Áki Karlsson: Lyktarkort, lyktarminningar og lyktarsögur: Kortlagning skynjunar Kristinn Schram: Að leika sér að matnum: dýronískar matarhefðir á mörkunum Arndís Dögg Jónsdóttir: Innvíxluathafnir, jaðartími og íþróttir Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir: Öfgar í umræðum: af skógum og skaðræðiskvikindum Ragnheiður Maísól Sturludóttir: Tilfinningalegar örverur: Sjónræn rannsókn á ólíkum tengingum súrdeigsbakara við súrdegið sitt Erindunum verður skipt í tvær til þrjár málstofur, en enginn þarf að örvænta því þær verða ekki á sama tíma og öll geta þess vegna hlustað á alla fyrirlestrana. Skráning á ráðstefnuna er opin til 20. ágúst næstkomandi, hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/BLSR3SnPxhok4oyv5
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|